Vikan


Vikan - 18.05.1939, Qupperneq 19

Vikan - 18.05.1939, Qupperneq 19
Nr. 20, 1939 VIKAN 19 inn. Síðan lagði hann diskinn frá sér, þaut út og niður stigann, eins hratt og fætur toguðu. Hann flýtti sér svo, að hann hafði nærri sett um koll stúlku, sem var á leið upp stigann. — Fyrirgefið þér! hrópaði hann. — Það var verið að stela töskunni minni, og ég er á leiðinni að gera lögreglunni aðvart. Unga stúlkan, sem var há, ljóshærð og óvenjulega lagleg, sagði áköf: — Skyldi þjófurinn hafa verið fölur, grannur og á aldur við yður? — Já, í dökkbláum fötum — og með regnkápu á handleggnum. — Þá hefi ég mætt honum hérna á horninu. Ég tók eftir honum, því að hann var svo fölur og veiklulegur. — Þér skuluð flýta yður að ná í lögregluna. Pétur hristi höfuðið. — Nei! Ég ætla að hætta við það. Lög- reglan nær varla í hann, og mér þætti leið- inlegt, ef hún gerði það. Hann sagði henni allt, sem gerzt hafði. — Þér sáuð hann sjálfar, bætti hann við. Það er enginn efi á því, að maðurinn var veikur. Þegar ég fór að sækja matinn, hefir hann séð töskuna og fallið fyrir freistingunni. Og ef almennilegur maður getur hegðað sér svona gagnvart manni, sem er reiðubúinn til að hjálpa honum, hlýtur hann að vera djúpt sokkinn . . . Og ekki langar mig til að sökkva honum enn dýpra. Þér skiljið, hvað ég á við? — Já, ég skil yður, svaraði stúlkan blíðlega. — Þér eruð yndislegur. Þetta mundu ekki allir hafa gert. Þetta var í fyrsta skipti, sem nokkur hafði kallað Pétur ynd- islegan! — En nú er ég í dálaglegri klípu, sagði hann hlæjandi. — Ég ætlaði að fara til kunningja minna, og nú á ég ekkert nema það, sem ég stend í!--------Ég skil ekki, hvað gengur að mér. Þér verðið að fyrirgefa, að ég skuli vera að kvelja yður með þessu þvaðri. 1 rauninni langaði hann til að halda samtalinu áfram enda- laust, því að hann hafði aldrei séð svona laglega og skemmti- lega, unga stúlku. Unga stúlkan horfði alvarlega á hann og sagði: — Það hlýtur að mega bjarga þessu. Þekkið þér engan, sem gæti lánað yður föt? Hann hristi höfuðið. — Vinir mínir eru allir eins báglega staddir og ég. En mér þykir verst að þurfa að hætta við heimsóknina, því að þetta fólk hefði kannske getað hjálpað mér. — En hvað það var leiðinlegt . . . — Já. Ég er einhver óheppnasti maður, sem til er í heiminum. En annars á ég vin, sem hefði getað lánað mér föt, en Bill og Una hljóta að hafa farið úr bænum. Ég Pétur Massey nam andartak staðar í dyrunum á íbúð sinni með tösku í annarri hendi, en regnfrakka í hinni, eins og hann væri að hugsa um, hvort hann hefði gleymt nokkru. — En hann mundi ekki eftir því og ætlaði að fara að loka hurðinni, þegar hann kom auga á mann, sem kom gangandi niður stigann. Hann brosti, þegar honum datt þetta í hug, því að hvemig átti hann, sem var atvinnulaus, að hjálpa manni, sem eins var ástatt fyrir? En þegar hann kom inn í herbergið sitt, var maðurinn horfinn — með tösku og regnkápu Péturs. Pétur glápti steini lostinn á auðan stól- Smósaga. Beint fyrir utan dyr Péturs hrasaði hann og varð að grípa í handriðið til að detta ekki. Pétur lagði töskuna frá sér til að hjálpa honum. Maðurinn, sem var á stærð og ald- ur við Pétur, var náfölur og hefði dottið, ef Pétur hefði ekki stutt hann. — Rólegir, sagði Pétur hughreystandi. — Komið þér inn til mín og fáið hress- ingu. — Þetta líður frá, sagði maðurinn. Pétur leiddi hann inn til sín og lét hann setjast á stól. Hann hallaði sér aftur á bak og lokaði augunum. Á meðan Pétur var að ná í hressinguna, hugsaði hann: — Auminginn! Hann virðist vera ban- hungraður. En hvað lifið er erfitt! Þegar maðurinn hafði drukkið eitt glas af víni, hresstist hann og tók að þakka fyrir sig. — Ég — ég hefi lítið borðað í nokkra daga — hefi legið veikur — og ekkert haft að gera í marga mánuði. Pétur horfði með meðaumkun á þetta föla andlit. Það var enginn efi á því, að þetta var menntaður maður. Föt hans voru slitin, en hrein. — Ég á nú ekkert ætilegt, sagði Pétur. — Ég er að fara burt úr bæn- um snöggvast. En ef þér viljið bíða svolitla stund, skal ég fara til vinar míns, sem býr hér uppi, og fá matarbita handa yður. Andlit mannsins ljómaði. — Þakka yður fyrir! — Ég kem eftir andartak, sagði Pétur og flýtti sér í burtu. Þetta tók samt lengri tíma en til var ætlast. Vinur hans var ekki heima, svo að hann þurfti að fara til konu, sem bjó enn ofar. Hann hraðaði sér þangað og barði að dyr- um. Frú Hill kom sjálf til dyra, og hann bar upp erindi sitt. Hún var fús til að hjálpa honum, og hann sneri aftur til herbergis síns með fullan disk af mat. Ef aumingja maðurinn fengi nóg að borða, myndi hann fljótlega ná sér, og Pétur ætlaði að at- huga, hvað hann gæti gert fyrir hann.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.