Vikan


Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 21

Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 21
Nr. 20, 1939 VIKAN 21 Sér til mikillar undrunar sá hann Helen Aldis ganga fram og aftur fyrir utan húsið. — Mér datt í hug að bíða eftir yður til að vita, hvernig gengi, sagði hún. Þau settust inn í næsta veitingahús. — Jæja? spurði Helen. — Heppinn eins og venjulega, sagði Pétur og brosti hæðnislega. — Það var annar, sem fékk stöðuna. — Pinnst yður þér fara rétt að ráðum yðar? spurði Helen og horfði beint fram- an í hann. Pétur glápti undrandi á hana. — Ég sá ykkur koma út úr húsinu. Ég hefi ágætt minni, svo að ég þekkti hann strax aftur. — Hvað átti ég að gera? — Ég veit ekki. — Ég treysti honum. Allt í einu horfði hann framan í hana. — Þér ætlið þó ekki að segja frá þessu? — Nei, það dettur mér ekki í hug, sagði hún. Hún fór að hlæja. — Pétur gat ekki þagað lengur yfir leyndarmálinu: — Ég þarf að segja yður dálítið, Helen. Þér hafið séð, að ég er ómögulegur maður. En þér vitið enn ekki það, sem verst er. Ég er atvinnulaus og hefi enga von um atvinnu. Á ekkert til, nema það, sem ég stend í og er svo orðinn ástfanginn----- — Helen, þegar þér eruð giftar vitrum og duglegum manni, skuluð þér hugsa til mín — og hlæja! Sama er mér. Ég elska yður. Þér skuluð bara hlæja. — Mér dettur það ekki í hug. En má ég spyrja yður að einu. Eruð þér hroka- fullur ? — O nei. Áreiðanlega ekki. — Gætuð þér hugsað yður að gerast einkaritari föður stúlkunnar, sem yður þykir vænt um? — Ha? — Faðir minn er framkvæmdarstjóri hjá stóru fyrirtæki, og ég hefi verið einkaritari hans. En ef þér viljið kvænast mér, getið þér fengið stöðuna. Ég hefi sagt föður mínum frá yður, og hann hlakkar til að kynnast yður. Ég hefi allt- af ætlað að segja yður frá þessu. Eitt enn, ég varð skotin í yður strax og ég sá yður í stiganum forðum. Pétur starði undrandi á hana. — Þorið þér að fela manni, sem er eins óheppinn og ég framtíð yðar? — Ég held það nú! LÁTRA-BJÖKG Prh. af bls. 4. Fallegt er í Fjörðum þá frelsarinn gefur veðrið blítt, heyið grænt í görðum, grös og heilagfiski nýtt. En þá veturinn að þeim tekur sveigja stað ég engan verri veit um veraldar reit, menn og dýr þá deyja. Látra-Björg hefir orðið gömul kona. Hún er enn lifandi árið 1783, því að þá yrkir hún um Stefán amtmann Þórarins- son, þann hinn sama og hún átti viðskipt- in við á Möðruvöllum. Líklega hefir hún þó ekki lifað öllu lengur, en dánarárið mun nú ókunnugt með öllu. Björg Einarsdóttir var ein af þeim „kyn- legu kvistum", sem sprottið hafa í hinum hrjóstruga, íslenzka jarðvegi, og hlutu aldrei þann þroska sem efni stóðu til og orðið gat. Hún hefir eflaust verið miklum hæfileikum búin frá náttúrunnar hendi. Skáldgáfa hennar lifði eins og hún sjálf á útigangi og hlaut mót sitt í samræmi við það. Lausavísumar, sem öllum öðrum skáldskap fremur em börn hinnar líðandi stundar, fæddust hjá henni við árahlunn- inn eða á rölti milli bæja. Margar þeirra eru nú gleymdar og týndar fyrir fullt og allt. En sú er spá mín, að sumar, þær beztu og skemmtilegustu, muni verða langlífari en ýmislegt, sem gerir kröfu til að vera talinn háfleygari skáldskapur. Gils Guðmundsson. NAPOLEON — COTY Frh. af bls. 5. mikinn þátt í því, að hann varð geðveik- ur. Árið 1932 hafði Alphaud farið á haus- inn með prentsmiðju sína og leitað til Coty, sem hjálpaði honum út úr vandræðunum og gerði hann síðar að framkvæmdar- stjóra „Figaro“. En þegar Coty leitaði itl hans, rak AIp- haud hann út. Einn góðan veðurdag var nafn Coty ekki lengur í blaðinu. Þá varð hann geðveikur og lokaður inni í höll sinni. Það er sagt, að Coty hafi eitt sinn ekið í gegnum Champ Elysees á tómri skyrt- unni í opnum vagni með skammbyssu, sem hann hleypti öðru hvoru af. Þegar flett var ofan af Cagoulard-mál- inu, fannst undir höll hans neðanjarðar- virki með nýtízku tækjum, sem átti að nota gegn þjóðinni til að breyta Napoleon ilmvatnanna — í Napoleon Frakklands í nýrri útgáfu. Hann var gleymdur, áður en hann dó — og fékk aldrei þá upphefð, sem hann sóttist eftir. I ríkinu Texas er bannað að ganga með göngustaf. * • Elis Stemman í bænum Cape Ann í Massachussett hef- ir eftir margar ‘til- raunir komizt að því, að hægt er að búa til fjalir og stengur úr dagblöð- um án þess að letrið eyðileggist. Hann hefir byggt sér hús úr ,,blöðum“ með húsgögnum úr „blöðum“. I þetta kynlega hús, sem er til sýnis á heims- sýningunni í New York, fóru 100,000 dagblöð. # 1 Skotlandi eru til villigeitur. Þær eru samt komnar af tömdum geitum. — Þær lifa í smáhóp- um í vissum héruð- um frá Shetlands- eyjum til Cheviot, en eru oftast á skozka hálendinu. Hreingerningar- og fægiefni frá H Ö R P U , hliðstæð að gæðum málningarvörum og lökkum frá HÖRPU. REFLEX-Gólfáburður SJÁLFGLJÁI REFLEX-Húsgagnaáburður REFLEX-Bónolía og Bílabón LAKK OG MALNINGARVERKiM ID3AN M A R P A I—I. FT Heildsölubirgðir: H. Ölafsson & Bernhöft. Nýkomið: Innlend fataefni, verulega vönduð. Sömuleiðis: Sportfataefni, poka- buxna- og Oxfordbuxnaefni. •. Fljót og góð afgreiðsla. Klœdaverzlun Gudm. B. Vikar Laugaveg 17. Sími 3245. Borðið á Heitt og kalt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.