Vikan


Vikan - 18.05.1939, Side 22

Vikan - 18.05.1939, Side 22
22 VIKAN Nr. 20, 1939 — Morgunblaðið ætlaði að birta mynd af Páli Zophoniassyni og leitaði hófanna við Nýbýlasjóð, er álitið var að ætti myndamót af Páli. Var þeirri bón vel tek- ið, og Lúðvík nokkur, starfsmaður á skrif- stofu Nýbýlasjóðs, leitar lengi dags að myndamótinu, en finnur það hvergi og tel- ur, að það muni ekki vera í vörzlum sjóðs- ins, því miður. En mitt í vonleysinu dett- ur honum nokkuð í hug, og segir: — Kannske ég leiti annars í manna- myndunum! Og þar fann hann myndina. Jóhann V. Daníelsson, fyrrum kaupmað- ur á Eyrarbakka, var einhverju sinni í fylgd með dönskum kaupsýslumönnum, og voru þeir staddir á Þingvöllum. En þar eð Jóhann var eini Islendingurinn í ferðinni, féll það í hans hlut að skýra samferða- mönnum sínum frá helztu sögustöðum og örnefnum og meðal annars, hvar búðir hinna ýmsu héraðshöfðingja hefðu staðið til forna. Er þeir komu að búðartóttum Snorra Sturlusonar, sagði Jóhann: — Her stod Snorras Sturluson Butik! 14. krossgáta Vikunnar. Lárétt: 1. Gagnsæ. — 5. Ófrjáls. — 9. Fóma. — 13. Röltir. — 15. Gamla mannsins. — 16. Sköp. — 17. 'Ottekið. — 18. Fyrirtæki. — 21. Ljóðskáld. — 23. Framkoma. — 24. Málmur. — 26. Hermaður. — 30. 1 f jósi. ■— 32. Kaup- skapur. — 34. Óræktarland (þolf. fleirt.). — 36. Lóga. — 38. Hugmynd. 40. Grínast að. -— 43. Rengja. — 45. Glæpamaður. — 47. Umgangur. — 49. Friður. — 50. Sær. — 51. Matar- ílát, þolf. — 52. Nöf. -— 53. Berja. — 55. Koma saman. — 58. Taug. -— 59. Atyrða. — 61. Orða. — 63. 1 hníf- um. — 64. Tuska. — 66. Auðsupp- spretta. — 68. Loforð. — 71. Skák. — 73. Svefnhljóð. — 75. Hjúpur. •— 77. Tveir eins. — 79. Reyfari. — 82. Yfirlæknir.- — 83. Komast burtu. — 85. Mikilhæf. — 86. Hagnýting. — 88. Hræðsla. — 89. Franskur byltinga- maður. — 90. Ljá. // H 2/ Lóðrétt: 1. Spilasögn. — 2. Gæfa. — 3. Reið. — 4. Rak. — 6. Sitjandi. — 7. Iðka. — 8. Frosið. — 9. Nafn. — 10. Skammstöfun. — 11. Deig. — 12. Flug- maður. —- 14. Efni. — 16. Mannsnafn. — 19. tír- gangur. — 20. Yfirgefin. — 22. Stauta. — 25. Flestum ósýnilegir. — 27. Goð. — 28. Slæm. — 29. Þemba. — 30. Slyngur. — 31. Hljóða. — 33. Maurapúki. — 34. Þræll. — 35. Elskar. — 36. Kvenmannsnafn. ■— 37. Slæst. — 39. Lukkan. — 41. Síðast. ■— 42. Einræðisríki. — 44. Ofstopi. — 46. Stefna. — 48. Veizlu. — 54. Elskan. — 56. Skip. — 57. Óðagots. — 58. Vilja elskendur vera. — 60. 1 tafli. — 62. Dauðsfall. — 63. Guðfræð- ingur. — 65. Mjög kaldur. — 67. Forsetning. — 68. Kall. — 69. Hljóð. — 70. Koma til hugar. — 72. Hallmæla. — 73. Rikjasamband. — 74. Ein- setumaður. — 75. Gælunafn. — 76. Typta. — 78. Biblíunafn. — 79. Kjáni. ■— 80. Hreyfir sig. — 81. Kraftar. — 82. Afkomanda. — 84. Dýrðlingur. — 87. Hrökkva. * Markús Kristjánsson að Kraunastöðum í Aðaldal var maður fámáll, en orðhepp- inn og meinyrtur, ef á hann var leitað. Einu sinni kom hann til Húsavíkur og ætl- aði að koma í Guðjohnsensverzlun, en þá var búðin lokuð. — En Guðjohnsen, sem var drengur góður, en þótti uppstökkur, sér út um glugga í íbúð sinni, hvar Markús gamli skekur hurðarhúninn, og kallar til hans: — Ég er búinn að loka, — farðu til helvítis, Markús minn! — Opnaðu þá, svaraði Markús, sem fékk fría úttekt fyrir tilsvarið. Markús þessi var stundum nefndur „skjóði“, en Guðna bónda í Hraungerði nefndu sumir ,,helming“. Markús bað Guðna einu sinni um skæði í skó, en Guðni kvaðst ekki eiga nema eina væna skjóðu, sem vel mætti nota í skó, og væri velkom- in, ef hann vildi. Markús svaraði: — Ætli mér dugi ekki eins og helming- urinn. Jónsi litli með kvefið átti að vera brezk- ur strákpatti, sem skaut upp kollinum í ádeiluskrifum Jónasar Jónssonar og Héð- ins Valdimarssonar út af tilboði einhverra útlendinga um útvegun á 60 milljóna lán- inu, sem mikið var talað um. Þótti tilvera Jónsa litla í þessu máli mjög skemmtileg, og hlaut hann jafnframt samúð allra, sem til þekktu. Svo bar það til í þinglokin, að þeir mættust í Alþingishússdyrunum, Jón- as og Héðinn, og um leið og þeir skiptust á kveðjum, spyr Héðinn: — Hvernig heldurðu að Jónsa litla líði núna? — Ja, sem stendur held ég, að hann sé lang pópúlerastur af allri barónsf jölskyld- unni, svaraði Jónas. # Snæbjörn Stefánsson, skipstjóri, hafði á skipi sínu mann, sem honum þótti daufur til vinnu. Eitt sinn, er honum þótti keyra úr hófi sinnuleysi hásetans, vatt Snæbjörn sér að honum og sagði: — Veiztu, hvað er það minnsta, sem einn maður getur gert? Manninum varð ógreitt um svarið. — Það er að vera ekki fyrir, sagði Snæbjörn og gekk burtu. # Dómarinn: Segið mér nú hvers vegna þér stáluð buddunni? Fanginn: Ég skal segja yður, mér leið ekki rétt vel, og hélt, að ég myndi hafa gott af svolítilli breytingu. er þvottasápa nútímans. — Kanntu stafrófið, Eiríkur? spurði kennslukonan nýja nemandann. — Já, svaraði Eiríkur. — Jæja, segðu mér þá hvaða stafur kemur á eftir A? — Allir hinir, svaraði Eiríkur hróðugur. OFFITA-------- Frh. af bls. 10. engu máli skipta, þó að ég borðaði of mikið. En læknirinn skýrði Eddu frá því, að orsökin að fitu hennar væri af sálrænum uppruna, og fékk hana til að breyta um stefnu í sálarlífi sínu. Á þennan hátt létt- ist hún smám saman, þar til hún að lokum komst niður í meðalþyngd aftur. Þess vegna er ekki nóg fyrir lækninn að ráðleggja annað mataræði, heldur verð- ur hann jafnframt að vera sálfræðingur á sinn hátt, þegar hann glímir við offitu- sjúklinga sína. Gætið yðar vel, ef yður hættir til að fitna. Gerið yður grein fyrir orsökinni til þess, að þér fáið yður aukabita milli mál- tíða, eða kaffisopa. Eruð þér svangur, eða líður yður illa? Eruð þér kannske að sefa einhverja gremju í hugarfylgsnum yðar? Mynduð þér fá yður aukabita, ef eitthvað verulega skemmtilegt starf biði yðar strax eftir miðdegisverðinn? Þessar spurningar eru fyrir hina feitlögnu. Og þeir, sem í raun og veru þjást af offitu, ættu að leita til læknis, og segja honum hreinskilnislega, að þér getið ekki hætt að borða of mikið. Að líkindum getur hann grafið upp hina raunverulegu ástæðu offitunnar.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.