Vikan - 03.08.1939, Blaðsíða 4
4
VIKAN
Nr. 31, 1939
Væri kvæðið gleymt; rúnahandritið glat-
að og aðeins eftir þetta afkáralega afrit,
þá er hætt við, að mönnum fyndist lítið til
um skáldskapinn. Hins vegar er það ljóst
að ef mönnum dytti það í hug að afritið
væri gert eftir rúnafrumriti, þá væri hverj-
um manni fært að finna hvernig vísuorðin
hefði verið frá skáldsins hendi.
Ég hef valið þessi vísuorð vegna þess,
að allir íslendingar kunna þau; allir geta
því séð, að í afritinu eru þau í álögum;
enginn þekkir vísuorðin í þessari mynd, en
sé töfravatninu skvett á þau eins og kongs-
börnin í ævintýrunum, þá fá þau sína réttu
mynd, það vitum vér vegna þess að vér
vitum hvernig þau hljóðuðu áður en álög-
in hrynu á þeim.
Þegar kristin trú var lögleidd hér á
landi, þá var kveðinn upp dauðadómur yfir
hinni fornu heiðnu menningu, þar á meðal
dróttkvæðu vísunni og annarri skáldskapar-
list, sem byggðist að miklu leyti á hinum
heiðnu trúarbrögðum og goðsögnum. Þess-
ar máttarstoðir fúnuðu að sjálfsögðu er
hinn nýi siður kom til sögunnar. Skáldin
mistu orðaforðann smátt og smátt. Drótt-
kvæða skáldskapnum hrakaði og vísurnar
urðu eins og svipur hjá sjón er tímar
liðu. Skáldin ortu á máli sem þau kunnu
ekki nema til hálfs, eða eins og útlending-
ar, sem læra tunguna rosknir. Skáldin ortu
ekki á því máli, sem þau höfðu drukkið í
sig með móðurmjólkinni þegar þau voru
börn.
En rothöggið fékk hin forna menning,
eða réttara sagt þær leifar hennar, sem
varðveitzt höfðu, þó fyrst þá, þegar menn
fundu upp á því að láta misjafnlega hæfa
menn fara að afrita skrárnar, ekki með
því letri, sem á þeim var, heldur nýju letri
og nýrri stafsetningu, sem afritararnir
virðast alls ekki hafa verið fyllilega vissir
um hvernig haga skyldi, og sem þeir, er
verkið létu vinna, virðast alls ekki hafa
verið færir til að dæma um, hvort viðunan-
lega væri af hendi leyst. Skránum var glat-
að eins og engisverðu rusli. Þetta er alveg
hhðstætt því, þegar gömlu bæjarhúsin
urðu að þoka fyrir ofnlausu timburhjöll-
unum og mönnum þótti slík hrakmenning
framfarir. Sagan endurtekur sig yfirleitt,
á Sögueyjunni. Með þessum aðförum voru
hinar upphaflegu glæsilegu bókmenntir
vorar hnepptar í álög, og alltaf hörðnuðu
þau. Hvert afrit, sem gert var eftir hinum
fyrstu afritum bætti auðvitað nýjum vill-
um við alveg eins og nútíma útgáfurnar
gera. Hinar vel ortu dróttkvæðu frumvís-
ur verða alltaf líkari og líkari börnunum
hennar Þuru í Garði, sem lögðu af stað
sem fallega vaxin og skemtileg börn, en
komu heim úr ferðfflaginu eins og kryppl-
ingar eða umskiptingar, sem Þura bar ekki
kennsl á, þegar hún sá þau aftur.
I öllum sögunum eru vísur, sem þannig
er ástatt um. Ég man sérstaklega eftir
einni, því að hún olli því að ég fékk í skóla
skömm á kennurunum, sem voru svo
smekklausir að nefna slíkt skáldskap, og
skáld þann, er ort hafði. Það var vísa
Gunnlaugs ormstungu, er hann yrkir þeg-
ar hann gefur Helgu fögru skikkjuna.
I útgáfu þeirra G. J. og S. N. af sögunni
rek ég mig á þetta sama hneyksli óbreytt,
eða a. m. k. ekki til batnaðar. Því er hald-
ið fram að Gunnlaugur, heimsmaðurinn og
orðsnillingurinn, sem hafði numið kurteisi
við hirðir konunga og eftir orðum Hrafns
að dæma heillað göfugar konur fyrir sunn-
an haf með framkomu sinni, — hafi haft
þessi orð að fororði fyrir skikkjugjöfinni:
„Góða kona, ég á föður þínum og svo móð-
ur þinni grátt að gjalda, — konan sviptir
skáldið gleði, — því að þau gerðu bæði í
senn undir sængurklæðum sínum meyna
svo fagra, skollinn hafi hagleikssmíð
mannsins og konunnar.“
Handritunum ber ekki saman um það
hvernig vísan hafi verið og þrjár ritvillur
eru þar, allar auðsæjar hverjum manni,
sem færa vill til eðlilegs máls, en ekki snúa
út úr eða hanga í mismælum afritara. En
auk þess er í útgáfunni beinlínis fært til
verri vegar. T. a. m. þegar Gunnl. talar um
að hann „eigi að launa vist“ sína hjá
Þorst., er því breytt í „verst“.
, | Uiæn uest
1. i „ a ek I . , a/ launa
( Vœn j vist
„ . I fodr , .
2. utn gefn | þtnum
I at
3. folld nemr flaum j ^ skálldt
4.
5.
flod hyrS ok sua modur
\ J burs
| þui at
er
giordu bil borda
6. bœdi j Senn,,, vnd klœdum
„ | her ...... i ok suarra
7. j , hafi haulds j ,, ,
( hverr ( of fagra
8. hagvirki sua fagra.
Líti menn á skáletruðu orðin, sem bezta
textann, þá er þar ein villa, sem orsakast
af óheppilegri rúnaráðningu: „senn“ í 6.
v. o., sem með- rúnum er ritað „san“ og
á að lesast „sann“. Hitt eru annað hvort
beinar ritvillur eða óheppilegar leiðrétting-
artilraunir afritara, en það er: „fodr“ í 2.
v. o. = föður; „und klæðum“ í 6. v. o. =
„at klæðum“, og „sva“ í 8. v. o. fyrir „sia“
(= þessi). Allt villur, sem koma víðar fyrir
Vísan færð til óbundins máls:
Væn vín Gefn! Föður þínum, ok svá
móður, á ek at launa vist, es bæði gerðu
sann. Fold flóðhyrs nemr flaum af skaldi.
sjá fagra borða Bil hölds ok svarra hafi
hér hagvirki at klæðum.
„Flaumur“ merkir: ofsalega hreyfingu.
Notað um geðið = æsing, reiði o. s. frv.
„Að gera sann“ = að vera réttlátur, eða
breyta réttlátlega. „Hafi“ (óskh.) = óska
ég að hafi; ,,hér“ (um tímann) = nú.
„Sjá“ (ákveðna ábendingarforn.) — þessi
(ákveðna kona).
= Væna kona! föður þínum, og svo
Tvö smákvœði
um ástina.
Eftir Stefán Jónsson.
Hœgfara þróun.
Með hlutleysi sjálfsóttans horfði ’ún á allt.
— ’ennar hár var sem sólgullin bára.
En bros sitt lét engum hið fegursta falt
frá fimmtán til tuttugu ára.
Frá tuttugu og það upp í tuttugu og sex
á tízkunni hafði hún gætur,
og brosmildi hennar og blíðlyndi vex.
Hún brosti til hans, er var sætur.
Frá tuttugu og sex upp í þrjátíu og þrjú,
— það þýðir, að æskunni lýkur, —
við brosmildi sína hún bætti því nú
að brosa — til hans, er var ríkur.
En upp frá þeim tíma, ég hlerað það hef,
þótt hafi þeir valbrá og skalla
og blásnauðir séu með brennivíns nef,
hún brosi framan í alla.
Um seinan.
Hann sá hana í fyrra, en sinnti því ei,
— því svo mikið hafði ’ann að gera —
og átti þá litla og ljóshærða mey
og lét hina fyrir það vera.
Svo flaug hún sú Ijóshærða formálalaust,
þá fór hann að leita að hinni
og loksins á götu hann hitti ’ana í haust
í hrímgráu kápunni sinni.
En innan í kápunni leyndarmál lá
og lagzt hafði á atvikin renta.
„Öll réttindi áskilin", annar var þá
á eign sína búinn að prenta.
móður þinni, á ég að launa vistina, er þau
bæði breyttu réttlátlega.
Kona sefar reiði mína. Þessi fagra dóttir
(stúlka) höfðingja og hefðarkonu óska ég
að hafi nú að klæðum listaverk.