Vikan - 03.08.1939, Blaðsíða 18
18
VIK AN
Nr. 31, 1939
manna höndum jafnast á við hann að ynd-
isleik, göfgi, víðfeðmi og litskrúði, sem
stundum gat jafnvel verið draugalegt. Það
var eins og brot úr paradís, sem villst
hafði niður á undursamlega, töfrandi
auðnina. I miðjunni tjörn, umkringd af
tindrandi alparósum, gulum magnolíu-
runnum og háum trjábolum, vöxnum grá-
um Floridamosa, sem slúttu fram yfir
vatnið. Framar öllu öðru, sem ég hefi séð,
er hann í ætt við annan heim. Ég fór þang-
að dag eftir dag, dreginn af seiðmagni
hans, eins og unglingurinn, sem heillast af
töframynd Miðjarðarhafsins, Austurlanda
eða Kyrrahafseyjanna, sem ímyndunarafl
hans hefir skapað. Ég var vanur að sitja
þar aflvana af tilhugsuninni um þá fjar-
stæðu að bera liti á léreft, frammi fyrir
þessari draumatjörn. Mig langaði til að
mála af henni mynd, svipaða mynd Hellen
af lindinni, sem geymd er á Luxemborgar-
safninu. En ég vissi, að ég mundi aldrei
geta það.
Ég sat þar einu sinni á sólbjörtu síð-
degi, sneri bakinu að Alparósarunna og
var að horfa á gamla garðyrkjumanninn,
sem var svertingi og svo gamall — að því
er sagt var —, að hann hafði fæðst sem
þræll, enda var hann enn gæddur hinu
gamalkunna blíðlyndi gömlu, svörtu þræl-
anna. Ég var að horfa á hann klippa til
limgirðinguna, þegar ég heyrði rödd
Rupert K. Vaness rétt fyrir aftan mig:
— Það eina, sem nokkuð gildi hefir fyrir
mig, er fegurð, Miss Monroy.
Þau voru auðsjáanlega hinumegin við
alparósarunnann, ef til vill þrjá faðma í
burtu, en þó eins ósýnileg og þau væru í
Kína.
— Fegurð er mjög víðtækt orð. Skil-
greinið það nánar, Mr. Vaness.
— Eitt pund af staðreyndum er meira
virði en heilt tonn af kennisetningum —
hún stendur frammi fyrir mér.
— Nei, heyrið þér nú, þetta eru undan-
brögð. Er fegurð holdlegs eða andlegs
eðlis ?
— Hvað er andi, eins og þér kallið það ?
Ég er heiðingi.
— Já, það er ég líka. En Grikkir voru
heiðingjar.
— Andinn er aðeins hin fágaða hlið
holdlegra skynjana.
— Það skyldi nú vera!
— Æfi mín hefir farið í að komast að
þeirri niðurstöðu.
— Tilfinningar þær, sem þessi garður
vekur hjá mér, eru þá aðeins holdlegar
skynjanir?
— Auðvitað. Ef þér stæðuð hérna blind-
ar og heyrnarlausar og sviptar möguleik-
um til að snerta eða finna lykt, hverjar
yrðu tilfinningar yðar þá?
— Þér eruð ekki uppörfandi, Mr. Van-
ess.
— Nei, ungfrú góð, — ég horfist í augu
við staðreyndirnar. Þegar ég var ungur,
var ég fullur af unggæðislegum þrám eftir
einhverju, sem ég vissi ekki hvað var, —
ég fékkst jafnvel við ljóðagerð.
— Hvað segið þér, Mr. Vaness! Var það
gott, sem þér ortuð?
— Nei. Ég komst brátt að raun um, að
hjnar raunverulegu og ósviknu tilfinning-
ar og skynjanir eru meira virði en öll and-
ans háfleygi, sem til er í heiminum.
— Hvað skeður þá, þegar skynfæri yðar
hætta að starfa?
— Þá sit ég í sólinni, fölna og leysist
upp.
— Mér geðjast sannarlega að hrein-
skilni yðar.
— Þér haldið auðvítað, að ég sé mann-
hatari, en ég er ekki svo heimskur. Mann-
hatari er einungis tilgerðarlegur aulabárð-
ur, sem er hreykinn af skoðunum sínum.
Ég sé ekkert í mínum skoðunum, sem hægt
er að vera hreykinn af, frekar en í sann-
indum tilverunnar.
— En ef þér hefðuð nú verið fátækur?
— Þá hefðu skynfæri mín endzt betur
en þau gera nú, og þegar þau hefðu svo
loks brugðizt, mundi ég hafa dáið fyrr af
skorti á fæðu og hita, — annað ekki.
— Hafið þér verið ástfanginn, Mr. Van-
ess?
— Ég er ástfanginn núna.
— Og er engin tilbeiðsla, engir æðri eig-
inleikar í ást yðar?
— Nei. Aðeins þrár — kröfur.
— Ég hefi aldrei verið ástfangin. En
ef ég væri það, held ég, að ég kysi fremur
að glata sjálfri mér, en ná á vald þeim,
sem ég elskaði.
— Haldið þér það ? Sabine, é g e 1 s k a
y ð u r .
— Ó, eigum við ekki að ganga lengra.
Ég heyrði fótatak þeirra, og var nú aft-
ur einn með gamla garðyrkjumanninum,
sem var að stýfa runnana.
Dásamlegt dæmi um heimspeki munað-
arseggsins! En hvað hún var einföld og
örugg, þessi lífspeki Vaness! Næstum ass-
sýrísk í eðli sínu, — samboðin Lúðvík XV.
Rétt í því kom gamli negrinn til mín.
— Það er gaman að sitja hérna, sagði
hann með kurteisri, hásri, hálfhvíslandi
röddu, — engar flugur enn.
— Það er yndislegt, Richard. Þetta er
fallegasti blettur á jörðinni.
— Áreiðanlega, sagði hann og dró seim-
inn. — Á stríðsárunum höfðu Yankeearn-
ir næstum kveikt í húsinu hérna. Yankee-
arnir hans Shermans. Já, það munaði ekki
miklu, þeir urðu öskuvondir út í húsbónd-
ann gamla, af því að hann faldi silfurborð-
búnaðinn, áður en hann flýði. Faðir minn
sálugi var þá trúnaðarmaður húsbóndans
hérna. Yankeearnir tóku hann, herra minn,
þeir tóku hann, og majórinn skipaði föður
mínum sáluga að segja sér, hvar borðbún-
aðurinn væri. Faðir minn sálugi leit á hann
og sagði: — Hvað heldurðu, að ég sé?
Heldurðu, að ég sé svikull svertingjaþræll ?
Nei, herra minn, þú getur gert hvað, sem
þú vilt við mig, ég ætla ekki að vera neinn
Júdas. Nei, herra minn. Og Yankee-majór-
inn stillti honum upp við stóra eikartréð
þarna, og sagði: Bannsetti, vanþakkláti
surturinn þinn. Ég er kominn hingað til
að gefa þér frelsi. Hana nú, hvar er silfur-
borðbúnaðurinn — út með það, eða ég læt
skjóta þig! — Nei, herra minn, sagði faðir
minn sálugi, — skjótið bara. Ég segi það
aldrei. Svo fóru þeir að skjóta, og skutu
allt í kringum hann, til þess að hræða hann.
Ég var þá pínulítill patti, og ég sé föður
minn sáluga greinilega fyrir mér, standa
þarna upp við tréð óhræddan, eins og Pét-
ur forðum. Nei, herra minn, þeir fengu
aldrei eitt orð upp úr honum. Hann elskaði
fólkið hérna, já, það gerði hann sannar-
lega.
Gamli maðurinn brosti, og í þessu sælu-
ríku brosi sá ég ekki aðeins þá óþrjótandi
nautn, sem hann hafði af þessari gamal-
kunnu sögu, heldur líka sannfæringuna
— Góð saga, Richard; en — skolli ein-
þykkur karl hefir hann verið, hann faðir
þinn sálugi, finnst þér það ekki?
Hann leit á mig reiðilega í fyrstu, en
smá saman færðist góðlátlegt glott yfir
andlitið; svo fór hann að hlæja, hásum,
dillandi hlátri.
— Ó, já, herra minn, vissulega! Skolli
einþykkur var hann, það segið þér alveg
satt. Það tísti í honum hláturinn um leið
og hann gekk burtu.
Hann var nýfarinn, þegar ég heyrði aft-
ur fótatak fyrir aftan mig á bak við alpa-
rósarunnann. Svo heyrði ég rödd Miss
Monroy:
— Heimspeki yðar er í ætt við leik skóg-
ardísanna. Getið þér leikið yðar hlutverk í
þeim leik?
— Lofið mér að reyna það. Röddin var
svo heit og áköf, að ég gat séð Vaness fyr-
ir hugskotssjónum mínum, rauðan í fram-
an, með eldleg, glampandi augu, titrandi
hendur og varirnar hálfopnar.
Þá kvað við hlátur, hár, glaður, dillandi.
— Jæja þá, náið mér, ef þér getið. Ég
heyrði pilsaþyt, sem óðum f jarlægðist, svo
undrunaróp frá Vaness, og síðan þungt
fótatak, sem hvarf á milli alparósarunn-
anna. Ég bað þess heitt og innilega, að þau
kæmu ekki allt í einu fram hjá, þar sem
ég sat. Daufur ómur af hlátri, más og
muldrað blótsyrði barst til eyrna minna.
Og svo allt í einu kom Vaness í ljós, reik-
andi og másandi, fölur af hita og gremju,
kom auga á mig og nam staðar andartak.
Svitinn rann í lækjum eftir andlitinu á
honum, og maginn gekk upp og niður —
sigraður veiðimaður. Hann muldraði eitt-
hvað, sneri sér svo snöggt á hæl og lét
mér einum eftir þann stað, þar sem þótta-
fullur spjátrungsháttur hans hafði beðið
svo eftirminnilega ósigur.
Ég veit ekki, hvernig Miss Monroy og
hann komust aftur til Charleston; en þau
hafa áreiðanlega ekki farið í sama bílnum.
Hvað sjálfum mér viðvék, gekk ég í þung-
um þönkum, í meðvitundinni um að hafa
verið vitni að einhverju sorglegu, og án
nokkurrar tilhlökkunar til næstu sam-
funda okkar Vaness.
Hann kom ekki til kvöldverðar; en hún
Framh. á bls. 21.