Vikan - 03.08.1939, Blaðsíða 19
Nr. 31, 1939
VIKAN
19
Regndroparnir 6 rúðunni
Barnasaga
H að rigndi og rigndi. Regndroparnir
runnu hver í kapp við annan niður
eftir þökum og veggjum og dönsuðu á
götunum.
1 mjórri götu runnu regndroparnir og
runnu niður eftir veggjum húsanna. Þeir
námu staðar í gluggakarmi eins hússins
til þess að gægjast inn í stofu eina, því að
þar logaði á lampa.
Við einn vegg stofunnar stóð rúm, en
í rúminu lá ungur maður, þreytulegur á
svip og með stór, þunglyndisleg augu. Við
rúmið sat ung, föl kona. Hún hélt í vinstri
hönd mannsins, beygði höfuðið og grét í
hljóði. Maðurinn klemmdi fast saman var-
irnar eins og hann væri að hugsa: — Ég
skal aldrei, aldrei gefast upp! Bráðum
batnaði honum og þá gæti hann selt mynd-
irnar sínar — og séð fyrir konu og barni!
— Því lík eymd, sögðu droparnir og
settust á rúðuna, svo að þeir sæju betur.
En drengurinn, sem var að leika sér við
lítið borð inni í stofunni, skildi áreiðan-
lega ekki andstreymi og áhyggjur foreldra
sinna. Hann var að leika sér að tindátum.
Þeir stóðu í tveimur, fylktum liðsveitum á
borðinu og þustu fram með hjálp drengsins.
Axel, sem var sjö ára gamall, horfði á
þá af aðdáun. Aldrei höfðu þeir verið eins
vígamannlegir og nú. Mamma hefði bara
átt að sjá þetta. En hvað var þetta? Var
mamma hans ekki að gráta, — og það á
afmælisdegi hans.
Allt var svo ömurlegt, þegar mamma
var að gráta. Sjálfur varð hann að berjast *
við grátinn. Síðan studdi hann báðum oln-
bogunum á borðið, og höndum undir kinn-
ar og spurði sjálfan sig, hvers vegna hún
væri að gráta. Hún var þó ekki að gráta af
því, að hún gat ekkert gefið honum í af-
mæhsgjöf. Hann, sem hafði sagt henni, að
það gerði ekkert til —, því að hann hafði
geymt tindátana, sem hann fékk í fyrra.
Nú voru þeir alveg eins og nýir!
Hann gaut augunum til regndropanna á
rúðunni. Á hvað minntu nú þessir regn-
dropar hann? Já, á tárin hennar mömmu.
Hann leit við og sá, hvernig hver dropinn
á fætur öðrum rann niður eftir kinnum
hennar og féll á hendur hennar.
Axel varð að hjálpa mömmu sinni, en
hvernig? Hann gekk hljóðlega út að glugg-
anum. Hann var alveg viss um, að mamma
og pabbi höfðu gleymt honum og tindát-
unum.
En hvað þetta var skrítið, hvað drop-
arnir á rúðunni sýndust vera ánægðir. Þeir
voru svo tærir og fagrir, alveg eins og
perlur. En þessir við rúmið voru ekki fagr-
ir, þó að þeir litu eins út. Hvernig gat nú
staðið á því? Jú, hugsaði hann, ef mamma
gréti af gleði, væru tárin hennar falleg.
Hann þrýsti enninu að rúðunni eins og
hann væri að leita hjálpar, svo að mamma
hans yrði ánægð — og pabbi heilbrigður,
því að auðvitað þótti mömmu leiðinlegt, að
pabbi væri veikur.
En hvað þetta var skrítið, hvað drop-
amir á rúðunum sýndust vera ánægðir.
Axel skildi, að lífið var erfitt —, bara,
að honum dytti nú eitthvað í hug. Hvers
vegna var svo erfitt að lifa, þegar svo auð-
velt var til dæmis að anda. Það kom alveg
af sjálfu sér, og maður sá — heyrði og —
hugsaði.
Hann fylgdi dropunum ósjálfrátt með
augunum. — Þið verðið að hjálpa mér að
hugga mömmu, hvíslaði hann.
Allt í einu heyrðist honum droparnir
kalla: — Komdu, komdu, við skulum
hjálpa þér. Hann stóð hægt og gætilega
upp til þess að trufla ekki mömmu og
pabba, gekk út að dyrunum og — áfram.
Hann gleymdi frakkanum sínum, þó að
bæði væri kuldi og rigning — bara áfram.
Hann gekk hægt eftir götunni til þess
að villast ekki. Honum fannst regndrop-
arnir vera hlýir og mjúkir, og hann fann
greinilega, hvernig þeir reyndu að hugga
hann. Hann var áreiðanlega á réttri leið,
því að regndroparnir létu svo blíðlega að
honum. Það var næstum því eins og
mamma klappaði honum á kinnina og
segði: — Það er ágætt, drengurinn minn!
Hann þaut áfram —, framhjá mönnum,
búðargluggum, ljósastaurum, nýjum göt-
um, bara áfram-------.
Loksins stóð hann fyrir framan húsið,
sem mamma hans hafði einu sinni bent
honum á.
— Hér býr afi þinn, sagði hún. En þeg-
ar hann vildi fara til afa, sagði hún, að það
yrði að bíða —.
Axel vissi, að afi var reiður við mömmu
út af einhverju. Það var áreiðanlegt!
Mamma yrði ánægð, ef afi kæmi heim og
huggaði hana.
Honum leið hálfilla þegar hann hringdi
dyrabjöllunni.
Vinnustúlkan horfði undrandi á htla
drenginn, en varð samt enn meira undr-
andi, þegar drengurinn sagðist vilja tala
við afa sinn.
— Þú hefir villzt, drengur minn, sagði
hún.
— Nei, sagði drengurinn. — Hvar er
hann?
Vinnustúlkan fór inn og sagði húsbónd-
anum, að drengur vildi tala við hann.
Þegar húsbóndinn horfði reiðilega á
hana, flýtti hún sér að segja, að drengur-
inn yrði að tala við afa sinn.
Maðurinn sneri sér reiðilega að glugg-
anum. Gatan var eins og vatn, og regnið
streymdi niður. Afi! Var nú dóttir hans
að senda drenginn til að blíðka hann? En
það skyldi ekki takast. Hún hafði gifzt fá-
tækum málara án þess að taka tillit til
föður síns, og nú gat hún siglt sinn sjó
eins og hann hafði sagt henni.
Hann vildi alls ekki tala við drenginn.
— Þér verðið að láta hann fara, sagði
hann.
En hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu
en regndroparnir buldu á glugganum eins
og þeir ætluðu að brjóta hann, Maðurinn
hrökk við.
Hann gat ekki rekið drenginn út í þetta
veður. Þegar hann sneri sér að vinnustúlk-
unni til að tala við hana, sá hann framan
í lítinn dreng.
— Sæll, afi, sagði barnið og gekk til
hans.
Maðurinn horfði grimmdarlega á barnið
og langaði til að hrópa: — Snautaðu út
og segðu mömmu þinni, að ég vilji ekki
sjá ykkur.
En Axel stóð grafkyrr. Hann hafði að
vísu hugsað sér, að afi væri reiðilegur
maður, úr því að hann var reiður við
mömmu. Hann deplaði augunum nokkrum
sinnum, svo að tárin rynnu ekki úr þeim.
Síðan hvíslaði hann: — Afi.
Þetta litla orð ,,afi“ var svo ástúðlegt og
barnalegt, að maðurinn varð að stilla sig
um að tárfella.
— Hver sendi þig? spurði hann reiði-
lega.
— Sendi mig ? ? sagði Axel undrandi. —
Enginn.
Hann vildi bara fá afa heim.
— Afi, sagði hann ásakandi og horfði
framan í manninn, — þú kemur aldrei, og
mamma grætur. Þú átt ekki að vera svona
reiður, því að okkur þykir svo vænt um
þig. Mamma segir, að mér eigi að þykja
vænt um þig, en hvernig er það hægt,
þegar þú kemur aldrei?
Maðurinn horfði á drenginn og ætlaði
að svara honum, en gat það ekki.