Vikan - 03.08.1939, Blaðsíða 8
8
VIKAN
Nr. 31, 1939
Leynda höllin
í Alcropólis. —
Uppgötvanir ameríska forn-
leyfafræðingsins Broneer.
Akropolis, hin foma háborg Aþenu,
hefir nú verið grafin upp og rann-
sökuð svo þindarlaust, um marga
áratugi, að halda mætti, að þar væri ekki
fleira nýtilegt að finna.
En nú fyrir skömmu hefir Ameríku-
maðurinn Óskar Broneer fundið þar merki-
legar fornleyfar í lítilli klettasprungu, sem
mönnum hafði hingað til sézt yfir að at-
huga.
Broneer er einhver hlédrægasti forn-
leyfafræðingur samtíðarinnar, en hefir
mikið orð á sér fyrir nákvæmni sína og
athyglisgáfu, og nýtur mikils álits stétt-
arbræðra sinna.
I fyrra sumar var hann við rannsóknir
í Aþenu, og kom þá auga á klettarauf eina
í forna háborgarvirkinu, er á einum stað
var svo víð, að hægt var að skríða inn í
hana. Þegar hann hafði troðið sér skamman
spöl inn í klettinn, kom hann í aflangt af-
hýsi. Botninn í þessari myrkraskonsu virt-
ist halla inn, og þaðan að neðan blés sval-
ur vindur, er gaf tilefni til að halda, að
einhvers staðar næddi í gegnum rústir
hinnar fornu háborgar. Og er hann aðgætti
þetta betur, komst hann að raun um, að
þarna hafði fallið saman gangur yfir stiga
Borgarvirki Akropolis í Aþenu.
eða tröppum, sem lágu eitthvað niður á
við. Án þess að fást um hættuna, sem
yfir honum vofði, lét Broneer til skara
skríða og brauzt gegn um smugu þessa og
hélt niður stigann með aðstoð tveggja
Kórmœrin, sem erfði 26 miljónir krónca.
Leikkonan Helen Winthrope Weyant,
hin þrjátíu og sjö ára gamla kór-
mey, varð nýlega skyndilega fræg í
heimalandi sínu, Bandaríkjunum. Frægð
sína hlaut hún þó ekki fyrir neitt afrek á
leiksviðinu, enda hefir hún ekki komið
fram á sjónarsviðið í tíu ár. En tilefnislaust
og öllum á óvart áskotnaðist henni einn
góðan veðurdag 26 milljóna króna arfur
eftir óviðkomandi mann, Jakob Ruppert,
bruggara. Þegar erfðaskráin var birt, og
menn vissu um hinn óvænta auð kórmeyj-
arinnar, heimsóttu hana blaðamenn í íbúð
hennar í litlu húsi í New York, þar sem
hún býr með móður sinni og bróður. Þeir
ruddust inn í íbúðina, en kórmeyjan varð
svo yfir sig fallin af öllum þessum ósköp-
um, að hún mátti ekki mæla. Þetta var
árla morguns. Blaðamennirnir biðu, unz
hún kæmi til sjálfrar sín aftur. Um nón-
bil sama dag hafði hún áttað sig svo á
hlutunum, að hún gat talað við þá. Gaf
hún þeim þá skýringu á líðan sinni þenn-
an dag, að fregnin um arfinn hefði blátt
áfram gert sig móðursjúka, og svo hefði
síminn stöðugt hringt, og margt ókunnugt
fólk viljað tala við sig.
— Ég veit ekki, hvort þið skiljið það,
sagði kórmeyjan, — en ég hélt, að þessi
skyndilega frægð myndi koma mér á kné.
Hin nýja dollaraprinsessa, Helen Weyant.
Blaðamennirnir spurðu sérstaklega um
það, hvernig kunningsskap hennar við
Ruppert bruggara hefði verið háttað. En
kórmærin vildi sem minnst um það tala,
en sagði, að Ruppert gamh bruggari væri
fornvinur sinnar ættar, og hefði tíðum
komið á heimili þeirra mæðgna. Einnig
hefði hún oft farið með honum í leikhús og
verkamanna. Þeir félagar námu ekki stað-
ar fyrr en stiginn þraut, en þá voru þeir
líka komnir langan veg niður í jörðina, ef
til vill á móts við fjölförnustu götur hinn-
ar nýju Aþenu. Hér virtist ekki verða
lengra komist að sinni. Hráslaga kaldur
steinn á alla vegu og niðamyrkur. Þeir fé-
lagar voru í þann veginn að snúa sömu
leið til baka, er þeir tóku eftir dyrum í
klettinn. Þar varð fyrir þeim mikill og
breiður gangur, sem snarhallaði niður á
við. Fyrir enda þessa neðanjarðargangs
glitti í ferhyrndan vatnsflöt, er brugðið
var upp Ijósi á vasaluktinni. Þegar Bron-
eer lét ljósið falla á vatnsflötinn, sá hann,
að það var óvenjulega tært, og er hann
bragðaði á því, var það ískalt og hress-
andi. Á þessu vatni hefir enginn bragðað
síðan röskri öld fyrir fæðingu Krists.
Auðskilið er, hvers vegna Aþenubúar hin-
ir fornu hafa búið þannig um vatnsbólið.
Það er hernaðarráðstöfun. Akropolis var
vígi í Aþenu, og ef á borgina var ráðizt,
var borgurunum ætlað að verjast þar og
dvelja, unz til úrslita dró. Þá voru borga-
umsát mjög tíð, og stóðu sum árum sam-
an. T. d. var setið sjö ár um Troju. Vígin
urðu því að vera þannig úr garði gerð, að
fólk gæti hafzt þar við langdvölum. Leyni-
göng að vatnsbóli var því brýn nauðsyn.
Með þessari uppgötvun sinni hefir Bron-
eer fornleyfafræðingur aukið mjög við
fyrri rannsóknir á vígi hinnar fornu höfuð-
borgar, og jafnframt hernaðar- og land-
varnarsögu Forn-Grikkja, svo að eigi verð-
ur sagt, að hann hafi til einskis skriðið inn
í klettaraufina.
veitingastaði, og stundum dvalið sem gest-
ur á landsetri hans. Hún hefði t. d. komið
að máli við hann daginn áður en hann dó,
og þá hefði ekkert borið á góma, er gæfi
ástæðu til að halda, að hún myndi erfa
hann.
Þessi nýbakaða dollaraprinsessa er ætt-
uð úr þorpinu Winthrope í Massachusetts,
og kom fjórtán ára gömul til New York.
Hóf hún þá leiklistanám, og er hún hafði
lokið námi, fekk hún smáhlutverk í nokkr-
um Broadway-revyum, og lék oftast kór-
mey. En hér var samkeppnin hörð, og er
Helen Weyant var 27 ára, varð hún að
hverfa af leiksviðinu fyrir aldurs sakir,
og vita menn fátt um starf hennar síðan.
En um það leyti, sem hún hætti að leika,
mun hún hafa kynnzt Jakob Ruppert
bruggara.
Þegar frá leið, tók kórmeyjan þessari
skyndilegu upphefð mjög skynsamlega.
Hún fekk þegar í stað fjölda bónorða, en
hún hvað ekki hafa í hyggju að láta blekkj-
ast til hjónabands. Kveðst hún hafa nóg
önnur ráð til að eyða fé sínu, og verja því
betur. Ungfrú Weyant var ekki einkaerf-
ingi Rupperts bruggara. Hann arfleiddi
einnig tvær frænkur sínar að all-þokka-
legri fjárupphæð, 24% milljón krónur
hvora. Eigur hans í reiðu fé og hluta-
bréfum voru metnar á 190 milljónir króna,
en 60% gengu í skatt til ríkisins.