Vikan - 03.08.1939, Blaðsíða 14
14
VIKAN
Nr. 31, 1939
Sólböð og sólbruni.
Það er af, sem áður var, þegar konur notuðu sólhlífar í sól-
skini til þess að sólbrenna ekki. Nú þjóta allir út í sólina til
þess að sólbrenna sem mest. En einmitt þar er hættan falin.
Margir eru svo hugsunarlausir, að þeir liggja í sólböðum, þar
til þeir eru skaðbrenndir.
1 húðinni eru frumur, sem í er litarefni, „pigmentan", en það
eykst við áhrif sólargeislanna. Fyrst verðum við rauð, síðar
brún, en það tekur langan tíma.
Ljóshærðir þola betur sólböð en dökkhærðir, vegna þess að
litarfrumurnar eru færri og dreifðari í ljóshærðu fólki. Ef litar-
frumurnar liggja á víð og dreif, verður fólk freknótt.
Hver maður veit nokkurn veginn, hvað húðin þolir mikla sól.
Fyrst þolir enginn meira en tíu mínútna sólbað, — síðan má
smáauka það um fimm mínútur á dag.
Ef þér hafið ráð á og tíma til að taká háfjallasólböð á
vetuma, getið þið haldið sumarsólbrunanum allt árið um kring.
Getið þér ekki einhverra hluta vegna legið ber í sólbaði í
sumarfríinu, skuluð þið ganga Ijósklædd, því að lituð efni hrinda
ultraf jólubláu geislunum frá sér.
Brúni liturinn kemur seint, ef húðin flagnar. Til eru smyrsli,
sem vemda húðina gegn því að flagna.
Ef húðin bólgnar af sólbruna, er ágætt að bera á hana bór-
vatn. Ef húðin er óflögnuð, er hægt að baða hana úr blöndu af
vínanda og vatni — ein matskeið af vínanda í hálfpott af vatni.
Þetta er lagt eins og bakstur á andlitið og þegar hann er farinn
að volgna, er lagður nýr bakstur á.
Sumir eru freknóttir allt árið, en þó mest á sumrin. Ef ykkur
þykir það leiðinlegt, skuluð þið forðast að liggja í sólbaði. En
annars er það mesta vitleysa að láta sér leiðast þessir litlu blett-
ir, því að það er staðreynd, að þeir eru ekki ljótir — þvert á móti.
Nú er flestum ljóst, að það er bráðnauðsynlegt að hafa sólar-
gleraugu í sólbaði til þess að vernda augun gegn of sterkri birtu.
En aftur á móti er öllum ekki ljóst, að glerin í gleraugunum
þurfa helzt að vera annaðhvort brúnleit eða grá. Ódýr gler-
augu með einföldu gleri geta beinlínis haft skaðleg áhrif á aug-
un. Sólargleraugu með slípuðu gleri em kannske þrisvar sinn-
um dýrari, en það margborgar sig að kaupa þau.
Nýjasta danstízka. Skórnir eru úr silki og gullbrokade. Hvemig lízt ykkur á?
Á þennan hatt er hlaðið
miklu skrauti. Pjaðrimar,
blómin og böndin em í öll- Stráhattur, útsaumaður með ullargarni. Hann er fmmlegur, þessi barðastóri,
um regnbogans litum. útsaumaði stráhattur, en reglulega laglegur.
Kjósendur I fegurðarsamkeppninni skrifi nafn og heimilisfang
stúlkunnar, sem þeir kjósa á línurnar á kjörseðlinum — en
geta sín hvergi sjálfir.
Fegurðardrottning Islands 1939
tsedííí
Nafn ...........
Heimilisfang ........................................
— Vikublaðið VIKAN, Austurstræti 12, Reykjavík. —
Nýlega vom gefin saman í hjónaband ung-
frú Sigrún Þórðardóttir og hr. Ásgeir Ein-
arsson, rennismiður. Heimili þeirra er á
Njálsgötu 106. (Sig. Guðmundsson ljósm.).
Pegurð og TTízka.