Vikan - 03.08.1939, Blaðsíða 9
Nr. 31, 1939
VIKAN
9
1 augnaráði hennar felst reiði og fyrir-
litning þegar hún tekur hringinn af fingri
sér, leggur hann á borðið, gengur út og
skellir á eftir sér hurðinni.
— Jæja, hvað sagði hann, mamma?
spyr Jóhanna klukkustund síðar.
— Hann er leiður og botnar ekki neitt
í neinu. Ég reyndi að hugga hann.
— Og hringurinn?
— Hann stakk honum í veskið sitt.
— Einmitt! Jóhanna spurði einskis
frekar. Hún fann, að móðir hennar var
reið, en huggaði sig við það, að Albert
myndi skrifa og biðja fyrirgefningar á
framferði sínu. Eða ef til vill hringdi hann
eins og hann var vanur. En dagurinn leið,
án þess að Albert léti til sín heyra. Jó-
hönnu leið illa. Hún iðraðist reiði sinnar, en
var of stórlynd til þess að hringja til hans.
Jóhanna skellir heymartækinu á.
— Vertu róleg, góða mín, segir móðir
hennar blíðlega. — Það hefir ekkert kom-
ið fyrir. Þú hefir verið svo reið þennan
síðasta hálftíma, að engu tali tekur, og
samt hefir hann ekki gefið þér neina
ástæðu til þess.
— En mamma, ég er viss um, að ég hefi
ástæðu til þess. Hann hagar sér asnalega.
— Þvaður, barn. Þetta er tóm ímynd-
un í þér.
— Já — auðvitað hefi ég á röngu að
standa. Auðvitað ert þú á sama máli og
hann eins og venjulega. Kannske þú viljir
vita, hvemig þetta var. Ég mætti honum
með ungri, laglegri stúlku úti á götu, og
hann lét sem hann sæi mig ekki. Ég er
viss um, að hann hefir séð mig. Hann gat
að minnsta kosti hringt til mín eftir mat
eins og hann er vanur. En hann hefir
ekkert látið frá sér heyra. Nú hefi ég
Jóhanna fleygir sér í hægindastól og
starir reiðilega fram fyrir sig. Frú Blutél,
sem þekkir skapferli dóttur sinnar, heldur
vinnu sinni áfram. Þær sitja inni í vinnu-
herbergi hr. Blutél, sem þeim finnst — þó
að þar sé allt morandi í blöðum og drasli —
skemmtilegasta herbergið í húsinu.
Dyrabjöllunni er hringt, en Jóhanna tek-
ur varla eftir því. Hún stendur skyndilega
á fætur, þegar Albert kemur inn, brosandi
út að eyrum.
— Fyrirgefðu, að ég veð svona inn, en
þið hafið nú leyft mér það. Komdu sæl,
Jóhanna. Ég er svo ánægður-------en —
—, hvað er að ?
— Það, svarar Jóhanna, — að ég þoli
ekkert pukur og léttúð. Ef þú værir ekki
samvizkulaus, skammaðist þú þín fyrir
hegðun þína. Þú getur farið í leikhúsið með
þessari virikonu þinni, sem þú varst að
spóka með í dag. Hér er hringurinn þinn
— gjörðu svo vel. Þér er sama um mig,
og ég------ég er ekkert viss um, að mér
hafi nokkurn tíma þótt vænt um þig.
hringt til hans þrisvar sinnum og alltaf
fengið sama svarið: — Á tali! Hann er
svo sem í símanum, þó að honum detti
ekki í hug að hringja til mín.
— Vertu ekki að þessari vitleysu, góða
mín. Hann er verzlunarmaður og er því
önnum kafinn.
— Já, en hann er nú einu
sinni trúlofaður mér.
— Hættu þessu nú og farðu
að skipta um föt . . . Þið ætlið
í leikhúsið í kvöld.
— Ég fer ekki fet!
Jóhanna fleygði sér grátandi á legubekkinn . . .
Miðdegisverðinum ætlar aldrei að verða
lokið. Hr. Blutél er í einstaklega góðu
skapi og glettist mikið við Jóhönnu.
Hann hefir enga hugmynd um, hvað
fyrir hefir komið, og Jóhanna veit ekki,
hvemig hún á að segja frá því. Frú Blutél
álítur, að því minna, sem um málið sé rætt,
því fljótar verði snurðan, sem hlaupið hefir
á þráðinn, lagfærð.
Hr. Blutél les kvöldblaðið að miðdegis-
verði loknum. Kona hans sezt við sauma
sína á ný, en Jóhanna getur ekki um ann-
að hugsað en Albert, — hvort hann hringi
nú?
— Brunaliðið! hrópar hr. Blutél allt í
einu. — Það hlýtur að vera bruni hérna ná-
lægt. Svei mér, ef brunaliðið er ekki allt í
fullum gangi.
Hann gengur út að glugganum og gæg-
ist út. Himinninn er eitt eldhaf. Þetta hlýt-
ur að vera stórbruni! Ég ætla að fara og
athuga þetta, segir hann.
Framh. á bls. 16.
— Halló! Halló! Hvers vegna f æ ég ekki
samband? Maður verður að hringja þetta
þrisvar og fjórum sinnum áður en þér
anzið, og svo fæ ég ekki númerið. Hringið
þér nú duglega. Halló! Halló!
A TALI
SMJISAGA