Vikan


Vikan - 03.08.1939, Blaðsíða 10

Vikan - 03.08.1939, Blaðsíða 10
10 VIKAN Nr. 31, 1939 Ursula „frænka“. Róbert Laisné var ekki hamingjusam- ur í hjónabandinu. Kona hans var leiðinleg og nöldursöm og hafði ákaf- lega gaman af slúðursögum. Hún var svo afbrýðissöm, að engu tali tók og þar að auki hégómagjörn og skemmtanafíkin. Þetta varð til þess, að Róbert þorði ekki fyrir sitt líf að vera með vinum sínum og kunningjum utan heimil- isins, — sérstaklega ekki konum, þó að hann hefði aldrei gefið Germaine ástæðu til að vera afbrýðissöm. Dag einn var hann á heimleið frá skrif- stofunni og hitti unga, óvenjulega laglega, ljóshærða konu, madame Bijou, sem var gift einum starfsbróður hans. Þessi unga kona slóst í för með honum. En hamingjan hossaði honum ekki þenn- an dag. Skyndilega fannst honum vera horft á sig, og þegar hann leit við, kom hann auga á madame Foligny, vinkonu Germaine, sem var eldri en hún og illgjörn slúðurskjóða. Til þess að komast sem fyrst burtu, stakk hann upp á því við ungu konuna, að þau færu inn í veitingahús eitt og fengju sér hressingu. Áður en hún gat svarað, greip hann í hana og dró hana af stað með sér, í þeirri von, að madame Foligny hefði misst sjónar af þeim. Asnaleg von! Kvöld eitt, viku síðar, tók kona hans öskuvond á móti honum, þegar hann var að koma af skrifstofunni. — Kannske þú segir mér, hvaða ,,brúða“ það var, sem þú varst með um dag- inn? Róbert, sem hafði gleymt þessu með öllu, varð hugsi, en síðan rann atburður- inn upp fyrir honum, og hann greip til þess neyðarúrræðis að skrökva. — Brúða! Sagðirðu brúða? Spaugsöm ertu. Er það Ursula frænka, sem þú átt við ? — Ursula frænka? Hvers vegna sagðir þú mér ekki, að þú hefðir hitt hana? — Hvers vegna? Auðvitað af því, að þið getið ekki sézt. Ég þagði, því að ég vissi, að þú yrðir reið. — Nei, þú sleppur ekki þannig, góði minn. Þó að ég hafi aldrei séð Ursulu frænku, veit ég, að hún er gömul og ljót, en stúlkan, sem þú varst með, var ung og falleg. Róbert, sem var dauðhræddur orðinn, reyndi að leiða stríðið inn í land óvinar- ins: — Brúða, segirðu. Það er þér fyrir beztu, að Ursula frænka skuli ekki heyra til þín. — Reyndu að hætta þessum útúrsnún- ingum. Sá, sem sagði mér þetta, hefir ágæta sjón. Annars kemur þessi frænka þín til borgarinnar á þriðjudaginn í verzl- imarerindum, og þar sem við eigum að Smásaga. mæta þar bæði, höfum við tækifæri til að athuga konuna . . . Mademoiselle Ursula d’Hauterive, — ,,frænka“ Róberts, bjó á gömlum búgarði í Clamécy. Hann var ákaflega fallegur, en afskekktur. Mademosielle Ursula var alltaf svartklædd. Hún hafði fölt, laglegt andlit og svart, liðað hár. Hún var alin upp eftir ströngum aga og hafði aldrei þekkt skemmtanalífið, hvað þá daður. Þrátt fyrir auðæfi sín, lifði hún ákaflega sparsömu lífi. Presturinn í héraðinu heimsótti hana við og við, en annars sá hún engan allt árið nema Róbert einstaka sinnum. Hann kall- aði hana frænku, þó að hún væri lítið skyld honum. Hann var sonur frænku hennar, sem var mikið eldri en hún, svo að Róbert var aðeins tveimur árum yngri en hún. Henni þótti ákaflega vænt um Róbert, og vissi aldrei, hvernig hún átti að láta með hann, þegar hann heimsótti hana. Þar sem hún átti enga ættingja, hafði hún arf- leitt Róbert að öllu sínu. Þess vegna hafði Germaine gifzt honum. En Ursula, sem var greind kona og vissi, hvernig í hlutunum lá, neitaði að skipta sér nokkuð af Ger- maine. Þannig stóð á því, að konurnar höfðu aldrei sézt. Dag einn þegar mademoiselle Ursula stóð upp frá borðinu, kom þjónn hennar inn og sagði henni, að bíll væri að koma-. — Það er monsieur Róbert, hrópaði hún glaðlega. — Flýtið yður og takið á móti honum. — En hvað það er gaman að sjá þig, sagði hún, þegar Róbert gekk inn. .— Komdu, við skulum fá okkur sæti. — Þú mátt ekki reiðast mér, Ursula frænka, en ég verð að fara strax aftur. Það á að heita, að ég sé í París. — Það hefir vonandi ekkert komið fyr- ir? Hún horfði kvíðafull á náfölt andlit hans. Loksins, eftir margítrekaðar tilraunir, gat Róbert stunið upp sögunni og sagði síðan: — Þú sérð, að ég hefi ekki farið rétt að ráði mínu að segja Germaine, að ég hefði verið með þér. — Hættu nú, Róbert, sagði Ursula og þóttist vera reið. — En í þetta skipti skal ég láta sem það hafi verið ég, sem þú varst með, ef einhver spyr að því. — Þakka þér fyrir, Ursula frænka, svaraði Róbert hikandi. — En það er ekk- ert áhlaupaverk, því að konan, sem sá okkur, hefir lýst konunni nákvæmlega. Lýsingin hljóðar þannig: Ung, falleg og ljóshærð. Klædd eftir nýjustu tízku. Þeg- ar Germaine sér þig á þriðjudaginn . . . — Sér hún, að ég er hvorki ung né falleg . . . — Ef kona mín sér þig, kemst hún að því, að þetta er lýgi, og þá er úti um heim- ilisfriðinn. Ef þú sendir ekki einhvern fyrir þig á fundinn á þriðjudaginn. — Þú veizt, að þetta er áríðandi fund- ur, Róbert. — Já, en málaflutningsmaður þinn, monsieur Cornillot, getur vel mætt í þinn stað. Hann er samvizkusamur maður. — Jæja, úr því að þú biður mig svo vel, skal ég gera það. Undir eins og Róbert var farinn, hringdi mademoiselle Ursula til monsieur Cornillot, sagði honum frá loforði sínu og bað hann að fara á fundinn fyrir sig. — Mademoiselle, sagði málaflutnings- maðurinn. — Þetta gengur ekki. Þér verð- ið að koma sjálfar á fundinn á þriðjudag- inn. Það gæti kostað yður 2 milljónir franka að koma ekki. Þér verðið að taka loforð yðar aftur. Ursula beit í vörina. Nú var hún í dá- laglegri klípu. Annað hvort varð hún að svíkja loforð sitt eða tapa 2 milljónum franka. Auðvitað hefði hún ekki átt að hika, en það gerði hún samt. Enn hafði hún aldrei svikið loforð. Eftir margar íhuganir, fann hún loks eina leið út úr öllu þessu. Lýsingin á ungu stúlkunni var svo nákvæm, að hún gæti dulbúið sig. Hún gat látið lita hár sitt. Ung . . . það var dálítið erfiðara, en ekki ómögulegt. Hún var 38 ára. Ef hún færi í ljósari föt og léti laga hárið, yrði allt í lagi. Daginn eftir kom fegurðarsérfræðingur og saumakona frá stóru tízkuhúsi til bú- garðsins. Þau sáu um að klæða Ursulu. Hinn ákveðna dag sátu Róbert, kona hans og hinir á skrifstofu málaflutnings- mannsins. Tíminn var kominn, en monsieur Cornillot, sem Róbert hélt, að kæmi í stað Ursulu, var ekki kominn enn. Menn furðuðu sig á, hvað komið hefði fyrir og datt jafnvel í hug að hingja til málaflutningsmannsins, en þá opnuðust dyrnar, og dyravörðurinn sagði: Mademoi- selle Ursula d’Hauterive. Róbert hrökk við. Hann langaði til að sökkva niður í jörðina. Hvernig gat hún svikið loforð sitt án þess að láta hann vita. — Jæja, loksins veitist mér sá heiður, hvíslaði Germaine. En-------Róbert var nærri farinn að æpa, en stillti sig-----. Ursula frænka kom svífandi inn. Hún leit í kringum sig, talaði hátt og bar sig feykilega vel í nýju fötunum. Fögur og glæsileg fannst öllum nema Germaine, sem átti bágt með að dylja von- brigði sín. Við málaflutningsmanninn sagði hún ástúðlega: — Góði monsieur Percier, þér afsakið, hvað ég kem seint. Nei, og þú hér Framh. á bls. 22.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.