Vikan - 03.08.1939, Blaðsíða 5
Nr. 31, 1939
VIKAN
5
ÞJOÐHATIÐ
ÁRNI QUÐMUNDSSON, kennari.
VISTMANNAEYJA.
Fyrsti verulegi áfanginn og stærsta
sporið í frelsisbaráttu íslendinga er
stjómarskrá sú, er Kristján konung-
ur IX. gaf þjóðinni 5. janúar 1874 og gekk
í gildi 1. ágúst sama ár. Þessi sigur hefir
sjálfsagt átt sinn þátt í þeim miklu há-
tíðahöldum, sem fram fóru á Þingvöllum
og víðar um land þetta sumar, í tilefni af
þúsund ára afmæli Islands byggðar.
Guðsþjónusta fór þá fram í öllum kirkj-
um landsins 2. ágúst, sem bar upp á sunnu-
dag. Ennfremur voru héraðsmót og fjöl-
mennar samkomur víða um land, ýmist í
júlí eða ágúst.
Á Þingvöllum var sjálf þjóðhátíðin dag-
ana 5.—7. ágúst, og var þar kominn
Kristján konungur með miklu föruneyti.
Margt var þar og annarra erlendra gesta.
Mikið var um dýrðir, og voru hér rædd
ýms áhugamál landsmanna. M. a. var
samið ávarp til Jóns Sigurðssonar, sem
barizt hafði fremstur í flokki fyrir frelsi
hinnar íslenzku þjóðar.
Hátíðahöldin úti um landið voru yfir-
leitt nefnd þjóðhátíðarnafninu, þ. á. m. í
Vestmannaeyjum. Hófst sú hátíð með
guðsþjónustu séra Brynjólfs Jónssonar í
Landakirkju, og héldu menn síðan í Herj-
ólfsdal, en hann hafði verið valinn fyrir
hátíðarstað. Var dalurinn skreyttur eftir
föngum, með fánum og lyngi.
Allstórt borð var hlaðið upp úr torfi og
grjóti og fór þar fram borðhald. Slátrað
var nauti og veitt af því eftir vild. Enn-
fremur var kaffi og vín á borð borið.
Skemmtu menn sér í Herjólfsdal daglangt
og fram til kl. 4 morguninn eftir við ræð-
ur, söng, bændaglímu og dans.
Er skyggja tók um kvöldið voru luktir
festar upp á stengur, og brunnu í lukt-
unum kertaljós. Þarna voru samankomn-
ir allir Eyjamenn, sem vettlingi gátu vald-
ið. Kostnaður við þessi hátíðarhöld var
greiddur með almennum samskotum, en
forgöngu um málið höfðu dönsku kaup-
mennirnir, Pétur Bryde og Thomsen.
Þetta var nú fyrsta þjóðhátíð Vest-
mannaeyja — hin eiginlega þjóðhátíð —
og þetta var 2. ágúst 1874. —
Síðan hafa Vestmannaeyingar iðulega
haldið hátíð til minningar um þessa, t. d.
hefir hún verið haldin árlega — að undan
teknum einu eða tveimur af stríðsárunum
— frá því um aldamót. Þjóðhátíðarnafnið
hefir festst við þessi hátíðahöld, og þann-
ig er það tilkomið, að Vestmannaeyingar
— þetta litla brot af þjóðinni — tala um
sína eigin „þjóðhátíð“.
Hátíðin stendur í tvo daga og tvær næt-
ur, laugardag og sunnudag, ávallt í fyrri
hluta ágústmánaðar. Á föstudeginum byrj-
ar fólk að flytja tjöld sín og búslóð í dal-
inn. Má segja, að allflest heimili eigi sitt
tjald, sem fólk dvelur í yfir hátíðina, mat-
býr þar að nokkru eða öllu leyti og sefur
þar sumt, einkum fyrri nóttina, — að svo
miklu leyti sem um svefn er að ræða. Kost-
ar allt þetta mikið umstang og erfiði, en
það borgar sig vissulega, — ánægjan verð-
ur að sama skapi óblandnari, sem erfið-
leikar undirbúningsins eru meiri.
Sérstök skipulagsnefnd hefir eftirlit með
tjölduninni og skipar hún tjöldunum við
ákveðnar götur, sem hver hefir sitt heiti.
Sumir hýrast á „Köldubraut", aðrir una á
„Ástarbraut", suma setur nefndin af misk-
unn sinni við „Líknarstræti"; þá búa menn
við Þórsgötu, Týsgötu og Herjólfsgötu.
Götumar halda alltaf
sömu nöfnunum, frá
því þetta skipulag
var tekið upp, 1931.
Um hádegi á laug-
ardag er þarna upp-
risin mikil tjaldborg
og skipuleg, nálægt
þrjú hundruð tjöld.
Stórt veitingatjald er
miðsvæðis í dalnum,
með tveim danspöll-
um, öðrum fyrir ung-
dóminn, en hinum
fyrir þá eldri, sem
frekar kjósa polka,
marzuka, wienerkruz
og ræl — heldur en
tango, rumbu eða
fox-trot.
Ámi Guðmundsson.
Á svonefndum Fjósakletti, utarlega í
dalnum, er komið fyrir viðamiklum bál-
kesti, sem bíður þar næturinnar sem hvert
annað fórnarlamb í tjóðri.
Dalurinn er skreyttur lyngi, fánum og
öðru skrauti, svo sem föng eru á. Milli
tveggja tinda, Blátinds og Molda, sinn
hvoru megin dalsins, er strengd lína, fán-
um skrýdd og öðru skrauti. Þykir mörg-
um mikið til þessa koma, því línan sézt
óglöggt eða ekki, sökum hæðarinnar, og er
því líkast sem fánarnir, og annað skraut á
línunni, sé í lausu lofti.
Áður en hátíðin er sett í dalnum, eða
fyrir hádegi á laugardag, fara fram tvö
atriði austur á höfninni. Er það kappróð-
ur og 50 st. sund karla, frjáls aðferð.
Keppt er um sundbikar, sem I. S. I. gaf
1931 í tilefni af því, að Vestmannaeyjar
eru fyrsti bærinn á landinu, sem fékk lög-
leidda sundskyldu fyrir öll börn á aldrin-
um 12—16 ára. Eftir að sundlaugin var
reist, fer sund þetta fram þar.
Kl. 1—2 er svo hátíðin sett í Herjólfs-
dal. Þar skiptast svo á, báða dagana, ræð-
ur, sögur, íþróttasýningar, kappleikir,
hljómlist o. fl. Oftast nær er sýnt bjarg-
sig og sigið af Fiskhellanefi eða Molda.
Af íþróttum má minnast á stangar-
stökkið. Á síðari árum hefir verið tekin
upp sú stefna, að fækka íþróttunum á há-
tíðinni sjálfri, en hafa heldur sjálfstæð
íþróttamót dagana á undan. Stangarstökk-
ið heldur þó ávallt sínum sessi, sem önd-
vegisíþrótt hátíðarinnar, enda má segja, að
það sé „þjóðaríþrótt" Vestmannaeyinga,
og hafa þeir jafnan verið fremstir lands-
manna í þeirri íþrótt. Þá er handknatt-
leikur kvenna. Hefir hann verið fastur lið-
ur á hátíðinni frá 1930. Þetta atriði nefndu
gárungarnir lengi vel „kvennaslaginn“ og
þótti oft ekki rangnefni. En drottinn, hví
skyldu konur ekki slást?
Báðar næturnar er dans stiginn í daln-
um, ef veður leyfir. Fyrri nóttin er aðal-
hátíðarnóttin. Um miðnætti er eldur bor-
inn að bálkestinum á Fjósakletti og flug-
eldar þjóta um loftið eins og vígahnettir,
dragandi á eftir sér marglitar ljósrákir.
Flestir, sem heppnir eru með veður, verða
snortnir af þeirri sérkennilegu fegurð, sem
þjóðhátíðarnótt í Herjólfsdal veitir sjón
Flugmynd af tjaldborginni í Herjólfsdal.
Framh. á bls. 20.