Vikan - 03.08.1939, Blaðsíða 20
20
VIKAN
Nr. 31, 1930
Aldrei hafði hann séð svo stór og falleg
augu, svo hvítt enni og mjúkan munn.
Þetta andlit gat ekki skrökvað. Hér stóð
barn, sem hafði gengið langa leið í grenj-
andi rigningu vegna þess, að móðir þess
grét. Barnið bað hann um að hugga móð-
ur sína, og móðir þess var dóttir hans.
Hann gat ekkert sagt. Honum var mikið
niðri fyrir, og hann fann tárin renna nið-
ur kinnar sínar. Hann leit undan og út
um gluggann. Síðan fann hann litla hendi
í sinni hendi, og barnið hallaði höfði sínu
að honum.
Þegar Axel kom þjótandi af gleði inn
um dyrnar heima hjá sér, varð hann undr-
andi þegar hann sá framan í mömmu. Hún
sagði: — Axel, hvar varstu ?
Nú sá hann fyrst, að hann hafði ekki
farið rétt að ráði sínu. Hann hafði stolizt
út. — Ég fór og sótti afa, sagði hann af-
sakandi. — Hér er hann.
Rigningin var hætt. Einn og einn dropi
rann niður eftir rúðunni til þess að gægj-
ast inn í stofuna.
Nú voru þeir tveir, sem léku sér að tin-
dátunum — lítill drengur og gamall mað-
ur. Maðurinn í rúminu virtist vera hress-
ari. Hann horfði glaðlega á konu sína, sem
var að leggja á borðið.
Þegar mamma sagði: — Gjörið svo vel,
sagði afi við Axel: — Nú drekkum við
nokkra dropa í tilefni dagsins.
Axel gaut hornauga til dropanna á rúð-
unni. Hér var samt dálítið, sem hann gat
ekki talað við afa um, því að fullorðið fólk
skildi það ekki.
*
— Það skeður ekki margt í svona litl-
um bæ?
— Nei —, aðeins það allra nauðsynleg-
asta.
ÞJÓÐHÁTÍÐ
VESTMANNAEYJA.
Frh. af bls. 5.
manna, heyrn og ímyndunarafli. Bjarmi
bálsins á Fjósakletti lýsir upp allt um-
hverfið, dalinn og brekkurnar í kring, allt
upp að hamrabeltunum fyrir ofan, — en
utar og ofar virðist myrkrið enn svartara.
Allt er iðandi af lífi og fjöri. Alls staðar
er fólk, úti um grundir, uppi í brekkum,
inni í tjöldum, á danspöllunum. Víða úr
tjöldunum má heyra guitarleik, mandolín-
spil, munnhörpublástur og grammófóntón-
leika. Allt rennur þetta saman við músik-
ina á danspöllunum og brimgný frá Kapla-
gjótu, ásamt þúsundrödduðu mannamáli.
TJr þessu verður ein meiriháttar hljóm-
kviða, sem jafnvel myndi gera tónlistarsér-
fræðinga útvarpsins agndofa. Óneitanlega
ber oft töluvert á drykkjuskap, mismun-
andi mikið, eftir árferði og aldaranda —
en þó hvergi nærri eins og orð er á gert.
En menn eru í óvenjulega góðu skapi,
syngja meira en þeir eru vanir og eru há-
værari en ella. Og hér er engin lögregla.
Mitt í önnum sumarsins halda Eyjamenn
tvíheilagt um þessa helgi, enda er þjóð-
hátíðin eina verulega héraðsmót þeirra.
Þátttakan er alltaf mjög almenn og má
segja, að bærinn sé mannlaus, meðan á
hátíðinni stendur. Það er ofurskiljanlegt,
að hátíð þessi sé Eyjabúum svona hjart-
fólgin, þegar á það er litið, hve oft og
lengi hún hefir verið haldin. Vestmanna-
eyingar, sem nú eru komnir á fullorðins-
ár, muna eftir þjóðhátíð í Herjólfsdal, þeg-
ar þeir voru smá-hnokkar, og þeir hfa
hana því ávallt öðrum þræði í heimi minn-
inganna.
Ég hefi aldrei séð fullorðna menn, lífs-
reynda menn, gamla sjóvíkinga og vinnu-
þjarka skemmta sér jafnvel, vera jafn inni-
lega, barnslega glaða og á þjóðhátíð Vest-
mannaeyja, hátíðinni þeirra, þegar einnig
þeir, um stundarsakir, taka sér frí frá dag-
legu striti. —
— Nú tökum við lagið, lasm, og gaml-
ir húsgangar eru kyrjaðir í öllum tónteg-
undum og með ótal raddbrigðum. ,,Til há-
karla í Vestmannaeyjum" — gamall sjó-
arasöngur með sálmalagi — og gamlar
svaðilfarir rifjast upp. Menn verða ungir
í annað sinn. Vinnuhrjúf hönd strýkur hulu
tímans frá hugsjónum sínum, og menn
komast á annað svið. Fuglaferðir, hákarla-
túrar, skútuæfi, áflog við Norsara og
Franzmenn — og aftur söngur. Hér er lífs-
ins notið, — á dálítið frumstæðan hátt,
en af fullri einlægni alþýðumannsins, sem
nýtur af heilum huga þeirra fáu skemmt-
ana, sem lífið býður honum — og ekkert
þekkir til lífsleiða þeirrar manntegundar,
sem hefir allt of mikið af skemmtunum.
Á mánudaginn fara allir þessir menn til
vinnu sinnar aftur, kannske ofurlítið syfj-
aðir eftir hátíðina, ögn „þunnir“ sumir, en
brátt kemst lífið aftur í sama horf og
áður. Aftur hverfur hver að sínu og skel
„menningarinnar“. sezt á nýjan leik að
hjörtunum. Menn skipast a'ftur í stéttir og
flokka, og áður en varir, er allt þetta fólk
aftur orðið að venjulegum borgurum í
menningarlandi á hirrni tuttugustu öld.
*
Presturinn: Þér eigið konu, sem þér
getið sannarlega verið hreykinn af, Jón
minn.
Jón gamli: Mér þykir vænt um, að prest-
inum geðjast að henni. Það er öðruvísi
með mig.
— Alla mína æfi hefi ég gætt þess að
vera stundvís. Geti ég ekki borgað skuldir
mínar á ákveðnum degi, borga ég þær alls
ekki.
Það er ótrúlegt, hvað góður ljós-
myndasmiður kemst langt í list sinni.
Þessar frábæru myndir, eru teknar
af dýfingum í lítilli sundlaug, og
gætu þær hæglega gefið Marz-búum
tilefni til að álíta, að við jarðarbúar
værum fleygir eins og fuglar.
Lebrun, forseti franska lýðveldisins,
afhendir hér fána til minningar um
150 ára hátiðahöld frönsku bylting-
arinnar, eða þann atburð, þegar Le
Bastille, hið illræmda fangelsi
Frakkakonungs, var brotið upp. 1
baksýn er sigurboginn.
Móðir Roosevelts forseta, kona James
Roosevelt, hefir undanfarið verið á
ferð í Evrópu, þrátt fyrir háan aldur.
Hún er nú í Englandi, eftir að hafa
dvalið á ýmsum baðstöðum við Mið-
jarðarhafsströnd Frakklands sér til
heilsubótar í nokkrar vikur.
Ciano greifi, utanríkismálaráðherra
Itala, fór nýlega í opinbera heimsókn
til Spánar. Kom hann þá til Taragona,
þar sem mynd þessi var tekin, en sú
borg geymir margar minjar um foma
frægð Rómverja. Til hægri Serrano,
utanríkismálaráðherra Francos.