Vikan


Vikan - 03.08.1939, Blaðsíða 21

Vikan - 03.08.1939, Blaðsíða 21
Nr. 31, 1939 VIK A N 21 Sigga litla. Njósnarar tveir hafa komizt að því, að vinir Siggu, Bennó og Baldi, eru Benedikt ríki og vin- ur hans. Þeir sjá þá koma. Það er stjórnarfundur í firma Benedikts og framkvæmdastjórinn segir: Enn hefir ekkert frétzt frá Benedikt. Honum hefir verið rænt. ALDREI SOLTSÐ---------Frh. af bls. 11. er ég með einar þrjár, fjórar í smíðum. — Og ætlið þér að halda áfram að skrifa á norsku hér heima? — Já, það býst ég við að gera. Ég er nú einu sinni búinn að venja mig á að skrifa á norsku, og það tekur sinn tíma að venja sig af því aftur. Auk þess er það mér fyrir beztu. — Eru þessar bækur, sem þér hafið í smíðum, um íslenzk söguefni? — Já, — ein er til dæmis um Reykjavík í dag. Ég ætla að kalla hana: Den hlle Café. — Hefir yður ávallt langað til að hverfa heim aftur, meðan þér dvölduð erlendis? — Já, því er nú ver og miður. Heim- þráin er eini kvillinn, sem hefir háð mér nokkuð í seinni tíð. En mig langar alltaf heim, og nú er ég kominn. Ég ætla að vera hér fyrst um sinn að minnsta kosti. Helzt sem lengst. Ég hefi aldrei svelt er- lendis, en í æsku minni var ég tvisvar sinn- um kominn að því að sálast úr hungri hér í Reykjavík. En ég vona, að það verði nú ekki afdrif mín, þó að ég flytji heim. S.B. TÓMAR FLOSKUR. Flöskuverzlunin, Hafnarstræti 21, er eina flöskuverzlunin hér á landi, sem kaupir allar teg- undir og stærðir af flöskum. Flöskuverzlunin, Hafnarstræti 21. Hringið strax, síminn er 5333. Sigga hefir farið i bæinn til að verzla. Hún heyrir, að annar njósnarinn segir: Svei mér, þetta er Benedikt ríki. Ailt kemst í uppnám: Þeir kalla: Benedikt verður að koma. — Ef hann kemur ekki, förum við á hausinn. MUNAÐARSEGGUR. Frh. af bls. 18. var þar, töfrandi eins og alltaf. Þó að ég væri ánægður yfir að hann skyldi ekki hafa náð henni, var ég næstum reiður út af þessum ótvíræðu sigurmerkjum æskunnar. Hún var í svörtum kjól, með rautt blóm í hárinu og annað á brjóstinu; hún hafði aldrei fyrr ‘verið svo falleg, svo þrungin lífsþrótti. í stað þess að setjast að í hótel- anddyrinu og reykja vindilinn minn í ró og næði, varð mér reikað út á Virkið og settist þar niður á bekk við myndastyttu af einhverjum verndardýrðlingi. Það var dásamlegt kvöld. Frá trjánum og runnun- um í kring barst sætur ilmur, og í hvítu rafmagnsljósinu báru fíngerð blöð akasíu- trjánna við dimmbláan kvöldhiminninn. Tilvalið kvöld fyrir munaðarsegg. Og allt í einu stóð Vaness skýrt frammi fyrir hugskotssjónum mínum, másandi, fölur, grannur; og við hlið hans stóð faðir gamla svertingjans, bundinn við eikartréð, með kúlnaregnið allt í kring og með helgi- ljóma yfir andlitinu. Þarna stóðu þær holdi klæddar hlið við hlið — trúarjátning lífs- Hinn njósnarinn: Og framkvæmdarstjóri hans hefir sagt biaðamönnum, að hann sé í ferðalagi. Hann heldur, að Benedikt hafi verið rænt. Allt í einu hringir síminn. Það eru njósnararn- ir, sem segja þeim, að Benedikt sé á skemmti- ferðalagi sem flækingur. Stjórnarmennirnir hrópa nautnarinnar, sem átti uppfyllingu sína undir misstismáli sínu; og trúarjátning kærleikans, trygg allt til dauðans. — Hver þeirra skyldi hlæja s í ð a s t ! hugsaði ég. Rétt í því sá ég Vaness sjálfan undir ljósastaurnum, með vindil í munninum, með frakkaslagið aftur yfir öxlina, svo að skein í silkifóðrið. Andlitið var fölt með þungbúnum beizkjusvip. Á þessu augna- bliki kenddi ég mjög í brjósti um Rupert Vaness. Gísli Ólafsson þýddi. Ódýrustu og beztu gummískóna á börn og fullorðna kaupa menn nú í Gúmmískógerð Austurbœjar Laugaveg 24 C. Þér finnið ekki til fótraka eða fótakulda, ef þér notið hina viðurkenndu hrosshárs- Gæfa fylgir góðum hring. leppa frá okkur. Kaupið trúlofunarhringana hjá Látið okkur annast um viðgerðir á gúmmí- Sigurþóri. Sendið nákvæmt mál. skófatnaði yðar og þér munuð verða ánægð. SIGTJRÞÓR, Gamlir gúmmískór gerðir sem nýir. Hafnarstræti 4. Reykjavík. Sækjum. — Sendum. — Sími 5052.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.