Vikan


Vikan - 03.08.1939, Blaðsíða 17

Vikan - 03.08.1939, Blaðsíða 17
Nr. 31, 1939 VIKAN 17 Rupert K. Vaness stendur mér lifandi fyrir hugskotssjónum, af því að hann var svo stór og föngulegur, og af því að hann var í framkomu og hegðun persónugerfingur þeirrar heimspekikenn- ingar, sem blómgaðist svo mjög á árunum fyrir heimsstyrjöldina, lá niðri á eymdar- John Galsworthy: auðvelt að skera úr, hvort hann var flug- an eða ljósið. Ég var að minnsta kosti í vafa um það þennan marzmánuð, sem ég dvaldi í Charleston, ásamt Miss Sabine Monray og Rupert K. Vaness. Við lauS- lega athugun gat það litið svo út, sem hún væri að „koma honum til“ við sig, eins og sagt er, en mín athugun var ekki lausleg. 1 mínum augum var Vaness einskonar sönnunargagn, ,og ég gaf nánar gaum að stutt f ramf arir, jafnvel þó að þær væru ef na- legs eðlis, annars staðar en í löndum, þar sem efnaleg auðæfi voru enn þá mikil, í samanburði við fólksfjölda. Mér hafði virzt stríðið sýna það, að maðurinn væri enn of herskátt dýr, til þess að viðurkenna nokk- um tíma, að farsæld f jöldans væri sama og farsæld einstaklingsins. Ég hafði sann- færzt um, að hinir ruddalegu, herskáu og eigingjörnu myndu alltaf verða í meiri hluta. I stuttu máli: Það var ekki nóg af ósérplægni til í heiminum — ekki helming- ur, ekki hundraðasti hluti þess, sem vera þurfti. Hinn einfaldi hetjuskapur, sem heimsstyrjöldin leiddi í ljós virtist ekki fela í sér neina von — fyrir því sáu nas- hyrningar og tígrisdýr yfirstéttanna. Vegir vísindanna virtust yfirleitt liggja afturábak. Ég hafði sterkan grun um, að verið hefðu tímabil, þegar íbúar þessarar jarðar hefðu verið hlutfallslega hraustari en þeir voru nú, þó að þeir hefðu ekki verið eins margir og búið við eins mikil þægindi. Hvað trúarbrögðum viðvék hafði ég aldrei hina minnstu trú á fyrirheitum forsjónar- innar um sæluvist annars heims til handa hinum vansælu hér í heimi; sú kenning fannst mér bera vott um skort á rökréttri hugsun, því að hinir aumkunnarverðu í þessu lífi fundust mér helzt þeir, sem haft höfðu heppnina með sér, og þá senda trú- arbrögðin, eins og við vitum, og eins og máltækið um úlfaldann og nálaraugað ber vitni um, í heildsölu til helvítis. Velgengni, vald, auðæfi — þessi markmið fjármála- manna og braskara, í raun og veru allra, sem ekki gátu séð guð í daggardropanum, heyrt hann í fjarlægum hljóm sauðabjall- anna, og fundið hann í ilm pipartrésins, höfðu alltaf í mínum augum verið í ætt við þurra rotnun. Og þó varð það greini- legra með hverjum degi, að þeir voru baun- in í tóbaki lífsins, miðpunktur í alheimi, sem þeir voru á góðum vegi með að gera óbyggilegan, til staðfestingar á þeim méiri hluta, sem þeir voru fulltrúar fyrir. Það virtist ekki einu sinni þýða neitt að hjálpa náunga sínum; allar tilraunir til að létta undir með öðrum urðu ekki til annars en að gera sæta húð utan um beizka pillu, og hvöttu þrjózkufulla og þrætugjarna leiðtoga til að steypa okkur út í ný vand- ræði. Ég var því allsstaðar að leita að ein- hverju, sem ég gæti trúað á og var jafn- vel fús til að taka Rupert K. Vaness og sólbaðsheimspeki hans sem átrúnaðargoð. En var hægt að baða sig í sólinni allt sitt líf? Gátu fallegar myndir, sjaldgæfir ávextir og víntegundir, góð hljómlist, ilm- ur Alparósa og beztu tóbakstegunda, og umfram allt návist fagurra kvenna full- nægt andlegum og líkamlegum þörfum mínum? Var það hugsanlegt? Það var það, sem mig langaði til að komast að raun um. Allir, sem fara til Charleston á vorin, koma fyrr eða síðar í Magnolia Garden. Ég fæst mikið við að mála tré og blóm, einkum í görðum, og ég fullyrði hiklaust, að enginn garður í heimi er eins falleg- ur og þessi. Enginn blettur gerður af Munaðarseggur. árum stnðsins og er nú aftur í fullum blóma. Hann var New Yorkbúi með ítölskum einkennum. En blöndun blóðs þess, sem rann í æðum hans, var mér oft undrunar- efni. Útlit hans benti til, að hann væri blóðríkur, og nafn hans studdi þá skoðun. En hvað K-ið átti að tákna komst ég aldrei að raun um; þrír möguleikar voru jafn sennilegir. Var hann brot úr Háskota, t. d. Kenneth eða Keith? eða var það einhver vottur af þýzku eða norrænu blóði, t. d. Kurt eða Knut? Ef til vill var það sam- bland af Sýrlending eða Armena, t. d. Khalil eða Kassim? Blá augun útilokuðu hið síðasta. En það var eggjandi bjúglína í þöndum nasvængjunum og dökk slikja yfir jörpu hárinu, sem annars var byrjað að víkja fyrir gráum hærublæ, þegar ég kynntist honum. Andlitsdrættirnir voru líka stundum dálítið þreytulegir og hangandi, og hinn hái líkami virtist dálítið óþjáll undir velsaumuðum fötunum — en hann var líka fimmtíu og fimm ára. Það var auðfundið, að Vaness var heimspekingur, en þó tróð hann aldrei skoðunum sínum upp á neinn. Honum nægði að láta mann kynnast þeim smám saman, með því að taka eftir, hvað hann borðaði, drakk, reykti, hverju hann klæddist og hvernig hann safnaði í kringum sig fögrum gæðum þessa heims bæði dauðum og lifandi. Hann virt- ist vera ríkur, af því að enginn talaði eða hugsaði um peninga í návist hans. Lífið bærðist í kringum hann hljóðlaust og þægi- lega eða staðnaði við hið fullkomna hita- stig, eins og andrúmsloftið í kringum veik- byggt skrautblóm í gróðurhúsi, sem drag- súgurinn mundi blása um koll. Ég hefi gaman af þessari samlíkingu á Rupert K. Vaness og blómi, vegna smá- atviks, sem kom fyrir í Magnolia Garden skammt frá Charleston í Suður-Carolina. Vaness var einn þeirra manna, sem aldrei er hægt að segja um með neinni vissu, hvort hann er að sveima í kringum unga, fallega stúlku, eða unga, fallega stúlkan er að sveima í kringum hann. Út- lit hans, auðæfi, smekkur og orðstír vörp- uðu ljóma á hann; en aldur hans, hærur og gildnandi mitti voru farin að draga úr þeim ljóma, svo að það var ekki lengur Miss Monroy og honum. Stúlkan var falleg. Hún kom — að ég held — frá Baltimore og hafði vott af gömlu, suðrænu Kreóla- blóði í æðum, að því er sagt var. Há og grönn eins og pílviður, með dökkjarpt hár, breiðar, dökkar augnabrýr, blíð og fjör- leg augu og fallegan munn — þegar hún notaði ekki varalit —. Hún var gædd ör- uggari og rólegri lífsþrótti, en nokkur önn- ur stúlka, sem ég hefi séð. Það var óbland- in ánægja að horfa á hana dansa, ríða og leika tennis. Hún hló með augunum og tal- aði af töfrandi f jöri. Hún virtist aldrei vera þreytt eða leið. Hún var — í einu orði sagt — ,,töfrandi“. Og Vaness — fegurðardýrk- andinn — var sýnilega heillaður. Það er vandsagt um menn, sem hafa það fyrir atvinnu að dást að fegurð, hvort tilgang- ur þeirra sé í raun og veru sá að bæta fallegum kvenmanni við safn sitt, eða hitt, að kjass þeirra og skjall sé einungis gam- all vani. En eitt var víst, að hann fylgdi henni, hvort sem hún stóð eða gekk, ók í bíl, eða fór á hestbak, hlustaði á hljómlist með henni og spilaði á spil við hana. Hann gerði allt, nema að dansa við hana, og stundum var hann jafnvel kominn á fremsta hlunn með það. Augu hans — þessi skæru, gljáandi augu — eltu hana á röndum. Hvernig hún hafði getað sneitt hjá hjónabandi fram að tuttugu og sex ára aldri, var hulinn leyndardómur, þangað til maður gerði sér ljóst, að með getu sinni til að njóta lífsins hefði hún ekki enn þá haft tíma til þess. Lífsorka hennar var starfandi af fullum krafti átján tíma sólar- hringsins. Hún hefir hlotið að sofa eins og ungbam. Manni fannst, að hún mundi falla í djúpan, draumlausan svefn, um leið og hún legði höfuðið á koddann, og ekki hreyfa sig fyrr en hún sprytti upp til að fara í bað. Ég var um þetta leyti í einskonar heim- spekilegum vandræðum. Sáðkorn forlaga- trúarinnar, sem þegar fyrir stríð hafði skotið rótum í hugum skálda og lista- manna, hafði dafnað vel og vaxið á eymd- arárum stríðsins. Var menning, sem byggði tilveru sína á framleiðslu efnalegra verð- mæta, annars megnug en að ala á ósk um frekari efnaleg verðmæti? Gat hún

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.