Vikan


Vikan - 07.09.1939, Blaðsíða 3

Vikan - 07.09.1939, Blaðsíða 3
Nr. 36, 1939 VIK AN 3 Milli Stralau og Ornamore Kunningi minn í Berlín á mótorbát. Sólskinsdag einn segir hann við mig: „Við skulum aka niður í Stralau. Þar liggur báturinn minn við bryggju. Það getur orðið gaman í dag að bregða sér á Spree.“ Við nemum staðar í útjaðri borgarinnar. Þar gengur tangi út í bugðu á Spree, vax- inn gömlum eikum og kastaníutrjám, sem breiða úr krónunum alveg fram yfir ár- bakkann. Þarna er Stralau. Við göngum gegnum litlar dyr á hárri rennsli einhverra húsa opnast rétt hjá þessum stað. En önnur börn gerðu það, sem enn kynlegra var. Þau tóku vatn í lófa sinn og drukku það. Enn önnur fleyttu ryðguðum dósum á því og höfðu fyrir skip. Hár þessara barna var dökkt og hrokkið og augun svört. Sum hefðu getað talizt fríð, ef í þau hefði sézt fyrir óhrein- indum. Þau strípluðust þarna svo granda- laus í sólskininu, að ég spurði sjálfan mig, hvort mig væri að dreyma, að ég væri staddur á eyju í Suðurhöfum. Tvær Zigaunamyndir í sumar. Eftir KNÚT ARNGRÍMSSON kennara. og ellilegri timburgirðingu. Þá sjáum við undir trjástofnunum litla hvirfingu lágra og fornfálegra húsa. Þetta eru timburkof- ar, sumir svartmálaðir. Um lit annarra er örðugt að seg ja, því að í þá hef ir verið klastr- að með járnplötuafgöngum og þakpappa- pjötlum. Við göngum fram á árbakkann og út á eina af mjóu trébryggjunum, sem teygja sig þar fram í ána. Þaðan sjáum við nú framhlið þessara húsa, með litlum gluggum, með smáum rúðum, og dyrum með skekktum hurðum. Þama liggur mótorbátur kunningja míns. Hann sveitast við að koma vélinni af stað, en hér hefir eitthvað bilað. Hann er lengi að skoða vélina í krók og kring. Ég get ekki hjálpað honum. Ég get aðeins setið þarna á þóftunni og beðið og horft í kringum mig. Mér verður litið upp á árbakkann. Ég sé nú fólk á hreyfingu fyrir framan timb- urkofana. Krakkar á ýmsum aldri koma niður að vatnsborðinu. Öll eru þau ber- fætt, sum allsnakin, önnur í gömlum, rifn- um náttfötum eða einni skítugri skyrtu. Mér verður starsýnt á tilburði þeirra. Sum þykjast vera að baða sig í vatninu, en koma — ef satt skal segja — enn þá dekkri upp úr því, en áður en þau dýfðu sér í það. Áin Spree rennur gegnum alla Berlín- arborg, og þarna er moldarbotn, og af- þessu stóð, en fjömgar samræður þarna á bryggjunni vöktu mig eins og af svefni. Þarna stóðu þrír menn og kepptust við að gefa kunningja mínum ráð viðvíkjandi mótomum. Hann lét sýnilega allt það, sem þeir sögðu, fara inn um annað eyrað og út um hitt, en þeir héldu áfram að rausa og En, svo tók að kárna gamanið. Hróð- ugur strákur á náttfötum kemur með hænufót í hendinni. Hann danglar honum öðru hverju í leiksystkini sín. Loks ræðst hann á allsnakta, hrokkinhærða stelpu og klórar henni óþyrmilega í höfðinu með þessu hentuga áhaldi. Klærnar á hænufæt- inum læsast helzt til djúpt í höfuðleður telpunnar. Hún fer að grenja og ber strák- inn af öllum kröftum. Hinir krakkarnir hafa nú veitt því athygli, að hænufótur getur verið til margra hluta nytsamlegur og ráðast nú öll á strákinn. Þegar bardaginn stóð sem hæst, kom kona út úr einu hreysinu. Hún sendi krökk- unum óvalinn tóninn á sæmilegri þýzku. Eftirtektarverð var hún, ekki síður en börnin. Kjóllinn hennar var skræpóttur, köflóttur og rósóttur. Þar rákust allir lit- ir á, eins og þarna væri aukið saman öllum sýnishornapjötlum stórrar álnavömverzl- unar. Andht hennar var eiginlega frítt. 1 kolsvörtum augunum brá fyrir einhverj- um óræðum glömpum. I göngulaginu var sambland af virðuleik og loddaraskap, eins og stundum sést á leiksviði í minni- háttar leikhúsum. Nú komu út úr húsun- um konur á ýmsum aldri og með ýmsu andlitsfalli, en allar með svipaðar hreyf- ingar og yfirlit. Þær gengu að því með dugnaði og allt að því grimmd, að sundra krakkaþvögunni og reka hvert heim til sín. Síðan settust þær á bekk framan við eitt húsið og töluðu lengi saman. Þeim var mikið niðri fyrir. Þær gáfu orðum sínum áherslu með léttum handahreyfingum og virtust algerlega á valdi umræðuefnis síns. Ég hafði nærri gleymt kunningja mínum og mótornum hans, meðan á Ibúðarvagn Zigauna og asni með kerru við Omamore á Vestur-írlandi. Zigaunar í Þýzkalandi fyrir nokkrum árum. Gamla konan með pípuna var á ferli í Rúmeníu í ungdæmi sínu og kann enn talsvert hrafl í rúmensku. (Myndin er tekin úr bókinni „Zi- geuner" eftir dr. Martin Block.) það með svip, sem átti að sýna, að þeir væru slyngir vélamenn. Þeir voru jakka- lausir, þessir menn, með uppbrettar skyrtuermar og berfættir í skónum. Einn þeirra tottaði tóma pípu. Líklega vildu þeir fá vinnu við að gera við bátinn. Mig var nú þegar farið að gruna, hvert þjóðerni þessa fólks væri. En þegar menn- irnir höfðu vikið sér frá okkur, spurði ég þó kunningja minn, hvort þetta væru ekki Zigaunar. Hann kinkaði kolli til samþykk- is, en gaf mér merki um að hafa ekki hátt um það. Ég var strax með á nótunum. Zigaunar taka því illa að vera nefndir Zigaunar. Sín á milli kalla þeir sig „rom“ og það kvað þýða ,,menn“. Ég kom seinna þarna niður í Stralau í bát kunningja míns. Zigaunarnir voru þar á ferli. Meðal þeirra sá ég ljóshært fólk og líkt því, sem fólk er flest. Þótt á virk- um degi væri, voru karlmennirnir að slæp- ast. Samt höfðu konurnar eitthvað til að matreiða og sátu sumar þeirra á bekk við árbakkann, höfðu það notalegt og reyktu sínar sígarettur. Eftir ánni Spree brunuðu stór og fögur lystiskip með öll þilför þakin glæsilega búnu og glaðværu fólki. Önnur skip drógu fljótapramma, drekkhlaðna kolum og ann- arri þungavöru. Það þutu líka fram hjá

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.