Vikan


Vikan - 07.09.1939, Blaðsíða 9

Vikan - 07.09.1939, Blaðsíða 9
Nr. 36, 1939 VIKAN 9 fást við heimspekilegar hugleiðingar, en hún var ánægð yfir þeirri stefnubreytingu, sem samtalið hafði tekið, og spurði: — Hvers vegna? — Af því að aðeins villtar konur og dýr eru hreinskilin. Undir eins og menningin fæddi af sér kröfur um þægindi, eins og til dæmis kvenlegar dyggðir, var hrein- skilnin ekki viðeigandi . . . Ilyin stakk stafnum reiðilega í sandinn. Frú Lubyantsev hlustaði á hann, og henni féllu orð hans vel í geð, þó að hún skildi ekki margt af því, sem hann sagði. Það, sem hún var mest hrifin af, var, að svo gáfaður maður skildi tala við hana, óbreyttan kvenmann, um svo heimspekileg og andleg málefni. Hún hafði einnig mikla ánægju af að horfa á svipbrigðin á fjör- legu, ungu andlitinu, sem enn þá var fölt og reiðilegt. Það fór margt fyrir ofan garð og neðan hjá henni af því, sem hann sagði, en hún dáðist að þeirri heillandi dirfsku, sem ein- kennir nútíma manninn í hiklausri rann- sókn hans á vandamálum lífsins, og hinum djörfu niðurstöðum þeirra rannsókna. Henni varð skyndilega ljós sú óþægilega staðreynd, að hún dáðist að honum. — Fyrirgefið mér, ég skil yður ekki, sagði hún í flýti. — Hvað fær yður til að tala um óhreinskilni? Ég endurtek bón mína: verið mér góður, sannur vinur, látið mig í friði! Ég bið yður þess í fullri alvöru! — Gott og vel, ég skal reyna það enn einu sinni, sagði Ilyin og stundi. — Ég er fús til að gera allt, sem ég get------. Að- eins efast ég um getu mína. Hvort sem ég hleypi af kúlu í gegnum hausinn á mér eða leggst í óreglu, verður útkoman sú sama. Það eru takmörk fyrir öilu — einnig fyrir baráttunni gegn náttúrunni. Segið mér, hvernig er hægt að berjast gegn geðveiki? Ef þér drekkið, hvernig getið þér þá barizt. gegn áhrifum áfengisins? Hvað á ég að gera, þegar mynd yðar er vaxin inn í sálu mína og stendur mér dag og nótt ljóslif- andi fyrir sjónum, eins og furutréð þarna? Segið mér, hvað get ég gert til þess að losna úr þessu vesæla, viðbjóðslega ástandi, þar sem hugsanir mínar, óskir og draumar eru ekki framar á valdi sjálfs mín, heldur einhvers djöfuls, sem tekið hefir sér bústað í mér? Ég elska yður, elska yður svo heitt, að ég hefi algerlega misst stjórn á sjálfum mér. Ég hefi yfir- gefið atvinnu mína, allt, sem mér er kært, ég hefi gleymt guði mínum! Ég hefi aldrei á æfi minni verið svo óstjórnlega ástfang- inn. Sofia Petrovna hafði ekki búizt við, að samtalið mundi taka þessa stefnu. Hún hörfaði undan Ilyin og horfði á hann með skelfingu. Augu hans fylltust tárum, var- irnar skulfu og svipurinn var biðjandi, hungraður. — Ég elska yður, hvíslaði hann, færði sig nær og horfði í stór, óttaslegin augu hennar. — Þér eruð svo fallegar! Ég kvelst núna, en ég sver, að ég mundi vilja sitja hérna alla æfi mína, þjást og horfa í augu yðar. En-------talið ekki, ég sárbið yður! Sofia Petrovna var algerlega utan við sig og reyndi í ofboði að finna upp eitt- hvað til þess að stöðva þennan orðaflaum. Ég fer, hugsaði hún með sjálfri sér, en áður en hún fékk tíma til að hreyfa sig, var Ilyin lagstur á hné frammi fyrir henni ------. Hann greip utan um hné hennar, starði framan í hana og talaði, ástríðu- þrungið í æsingu, orðin flæddu af vörum hans. I óttanum og fátinu heyrði hún ekki, hvað hann sagði. Á þessu augnabliki, þeg- ar hné hennar fundu þennan notalega þrýsting, eins og þau væru í volgu baði, var hún að reyna, í einskonar gremjufullri þrjósku — að skýra og skilja sínar eigin tilfinningar. Hún var reið yfir því, að í staðinn fyrir að fyllast dyggðugri vand- lætingu, varð hún algerlega yfirbuguð af magnleysi, deyfð og tómleika, eins og ósjálfbjarga, drukkinn maður. Aðeins innst í sálu hennar var örlítið brot af sjálfsvitund hennar með illgirnislegar að- dróttanir: — Hvers vegna ferðu ekki? Er þetta eins og vera ber? Já? Hún gat ekki skilið, ekki fundið neina skýringu á, hvers vegna hún dró ekki að sér hendina, sem Ilyin hélt í, dauðahaldi, eins og blóðsuga, og hvers vegna hún leit skyndilega til beggja hliða, eins og Uyin, til þess að vita, hvort nokkur sæi þau. Skýin og furutrén stóðu hreyfingarlaus, horfðu á þau með þögulli ásökun. Varð- maðurinn stóð eins og stólpi á hryggnum og virtist horfa á bekkinn. — Ég held hann megi glápa, hugsaði Petrovna. — En — — en, hlustið á mig, sagði hún að lokum með örvæntingarröddu. — Hvar endar þetta allt saman? — Ég veit það ekki, ég veit það ekki, hvíslaði hann og bandaði frá sér þessari óþægilegu spurningu. # Þau heyrðu hása, falska tóna lestar- flautunnar. Við þetta kalda, óviðkomandi hljóð hversdagsleikans áttaði Sofia Petr- ovna sig. Hún reis á fætur. — Ég get ekki verið hér lengur-------. Ég þarf að fara heim. Lestin er að koma-------. Andrey er með henni. Hann þarf að fá matinn sinn. Sofia Petrovna leit yfir að járnbraut- inni, eldrauð í framan. Eimvagninn skreið hægt framhjá, svo komu vagnamir. Það var ekki áætlunarlestin, eins og hún hafði búizt við, heldur flutningalest. Flutninga- vagnarnir runnu framhjá, með hvíta kirkj- una að baki, í langri halarófu, eins og dag- ar í mannsæfi, og þeir virtust aldrei ætla að taka enda. En að lokum hvarf síðasti vagninn með varðmanninum og ljósinu á bak við trén. Sofia Petrovna sneri sér snöggt við, og án þess að horfa á Ilyin gekk hún rösklega af stað upp eftir stígn- um. Hún hafði aftur náð stjórn á sjálfri sér. Blóðroðnaði af blygðun, yfirkomin af niðurlægingu, sem hún sjálf — ekki Uyin — hafði bakað sér með hugleysi sínu og blygðunarleysi. Hún, heiðarleg og siðprúð kona, hafði leyft karlmanni — ekki eigin- manni sínum — að taka utan um hné sér og þrýsta þau — hún átti aðeins eina hugs- un nú: að komast heim sem allra fyrst, heim til fjölskyldu sinnar. Lögfræðingur- inn gat varla fylgt henni eftir. Um leið og hún beygði út úr rjóðrinu, inn á mjó- an stíg,. sneri hún sér snöggt við, leit á hann, en sá ekkert, nema sandinn á hnjám hans, og bandaði honum burtu með hend- inni. Hún nam ekki staðar fyrr en á miðju gólfi í herberginu sínu. Þar stóð hún, hreyfingarlaus, í fimm mínútur, leit fyrst á gluggann og síðan á skrifborðið. — Auðvirðileg skepna! sagði hún við sjálfa sig. — Auðvirðileg skepna! I sjálfsásökun rifjaði hún miskunnar- laust upp allt, leyndi engu — hún viður- kenndi, að þó að henni hefði alltaf verið ástleitni Ilyin á móti skapi, hefði eitthvað knúið hana til samfunda við hann, og það sem verra var, hún hafði fundið til unaðs- kenndrar gleði, þegar hann lá á hnjánum frammi fyrir henni. Hún minntist alls þessa án þess að hlífa sjálfri sér, og nú, í blygðun sinni, hefði hún viljað slá sjálfa sig utan undir. — Vesalings Andrey! sagði hún við sjálfa sig og lagði eins mikla blíðu í and- litssvip sinn og hún gat. — Varya, vesalings, litla stúlkan mín, hún veit ekki, hvers konar móður hún á! Fyrirgefið mér, elskurnar mínar! Ég elska ykkur svo heitt------svo ákaflega heitt! í ákefð sinni, til sönnunar því, að hún væri enn þá góð kona og móðir, og að spillingin hefði ekki enn snert þá ,,helgi hjónabandsins", sem hún hafði verið að tala um við Ilyin, hljóp hún niður í eld- hús og skammaði eldabuskuna fyrir að hafa ekki enn lagt á borð fyrir Andrey Ilyitch. Hún reyndi að kalla fram í huga sér soltið og þreytulegt útlit eiginmanns síns, aumkaði hann hástöfum og lagði á borð fyrir hann með^eigin höndum, en það hafði hún aldrei gert fyrr. Því næst tók hún Varyu, dóttur sína, í fang sér og þrýsti henni innilega að sér. Henni virtist barnið kalt og þungt, en hún vildi ekki viðurkenna það fyrir sjálfri sér, og hún fór að útskýra fyrir barninu, hve góður, ástúðlegur og heiðarlegur pabbi þess væri. En þegar Andrey Ilyitch kom skömmu seinna, heilsaði hún honum naumast. Þetta flóð af fölskum tilfinningum var þegar fjarað út án þess að hafa sannað henni nokkuð, aðeins fyllt hana gremju og æsingi með falsi sínu. Hún sat við glugg- ann, gröm og geðill. Aðeins með því að lenda sjálfir í erfiðleikum, geta menn skil- ið, hve erfitt það er að hafa hemil á til- finningum sínum og hugsunum. Sofia Petr- ovna sagði síðar meir, að það hefði verið eins konar flækja innra með henni, sem erfitt hefði verið að greiða, eins og ef telja á hóp af spörfuglum, sem fljúga hratt fram hjá. Ut frá þeirri staðreynd, að hún Frh. á bls. 18.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.