Vikan


Vikan - 07.09.1939, Blaðsíða 4

Vikan - 07.09.1939, Blaðsíða 4
4 VIKAN Nr. 36, 1939 kappróðrabátar, með vasklega, hálfnakta menn innanborðs, sem æfðu stælta hand- leggsvöðvana fyrir næstu kappróðra. Þjálf- ari fylgdi þeim eftir á mótorbát og kallaði til þeirra í kvellum herforingjatón. Og öld- urnar frá þessari umferð skullu á litlu trébryggjunum í Stralau. Frá hinni strönd- inni ómuðu tónarnir frá lúðrasveit, sem lék á stórum veitingastað. Þar sat fólkið úti, undir útþöndum, marglitum sólhlífum og fékk sér hressingu. Þetta er í einni af mestu menningarborgum heimsins, þar sem röð og regla er á öllum hlutum. Hið bezta í siðfágun Evrópumanna ræður hér lögum og lofum. En, — hinn flakkandi Zigauni á hér ekkert friðland. — Nauðugur, viljugur verður hann að beygja sig undir sömu lög og aðrir borgarar. Hann verður að sinna reglubundinni vinnu, búa í húsum í stað vagna og tjalda, senda börn sín í skóla og virða eignaréttinn. En í timburkofunum, undir skuggasælu trjánum í Stralau, virð- ist þó vera svolítið afdrep, ekki svo að skilja, að armur laga og réttar nái ekki að teygja sig þangað, alveg eins og annars staðar í Berlín. En bak við gömlu trjá- girðinguna er hægt að slæpast og' sleikja sólskinið dag og dag, og þangað er hægt að skjótast með eina og eina hænu í poka, eða vafða inn í jakkann sinn, þegar svo hlýtt er í veðri, að maður þarf ekki sjálf- ur að nota hann. Og þótt Zigaunakrakki sjáist leika sér að hænulöpp, hver getur þá sannað, að hún hafi verið illa fengin? En Zigauna þykir nú einu sinni gott hænsnakjöt og hann heldur áfram að vera Zigauni, hvað sem hver segir. * Mánuði síðar erum við á tvímennishjóli í einu af vesturhéruðum Irlands. Við erum á leiðinni til Galway og Connemara, þar sem fólkið talar sama mál og Melkorka kenndi Ólafi pá, syni sínum, — þetta hljómfagra, ljóðræna mál, sem „fellur létt í stuðla". En við verðum að bjarga okkur á brezku, og það gengur slysalaust. „Þið eruð náttúrlega að fara á kapp- reiðarnar í Galway,“ segja allir, sem heyra hvert við ætlum. Kappreiðarnar í Galway eru að hefjast, og þangað streymir fólkið. Bifreiðamar þjóta eftir vegunum. Fólk hjólar eða gengur. Fólk ekur í hestvögn- um eða litlum asnakerrum. Allir til Galway! Á aðaltorginu í Athenry hleypur hirðu- leysislegur kvenmaður í veg fyrir mig. Hún er með brjálæðisaugu og óðamála, og beið- ist ölmusu. Ég læst hvorki heyra hana né sjá, en greikka sporið. Betlarar koma allt- af við hjartað í mér, en ég hefi ekki efni á að láta þá sjá það og herði mig upp með því að líta á þá sem synd þjóðfélagsins. Á Islandi og Þýzkalandi sjást aldrei betl- arar. Hvers vegna þurfa þeir þá endilega að eiga sér stað á Bretlandseyjum ? — Hún var eitthvað að tala um það, konuauming- inn, að sig langaði á kappreiðamar í Gal- way. — Við ætlum til Galway, en ekki endilega á kappreiðarnar. Það er svo margt þar vestur frá, sem okkur leikur forvitni á að sjá, annað en hið vinsæla hrossasport Ira. Og þegar við komum til Galway, sjáum við, að þangað hefir drifið fleiri en kapp- reiðafólk og hestavini. Þarna er nefnilega almenn sumarskemmtisamkoma fyrir vestanvert írland. I þessari litlu, snotru borg, sem hýsir hér um bil 18 þúsund íbúa, eru staddar, urmþessar mundir, ekki minna en 40—50 þús. manna. Á tveimur torgum hafa „Cirkus“-flokkar slegið tjöldum sín- um. Hringekjur og sveiflubátar eru þarna á sífelldu iði. Loddarar leika listir sínar, borða beitta hnífa, eða dansa á línu. Tamdir birnir og slöngur fremja hér fá- ránlegustu kúnstir. Fólk skemmtir sér, hvíar og öskrar og kann sér engin læti. Og lángt út yfir borgina glymur „Boomps- a-Daysy“ á hvellri spiladós. Þarna eru allan tegundir losaralegra þjóðfélags ,,elementa“ á veiðum eftir fljót- teknum gróða. Á grasflötum í útjaðri borgarinnar sjáum við, hvar íbúðarvagn- ar standa. Inni í borginni eru líka fárán- lega klæddar konur á sveimi. Þær bjóðast til að lesa í lófa. — Það má svo sem nærri geta, hvort einhverjar af írsku stúlkunum, sem lentu í ástaræfintýri kappreiðardag- ana vilji ekki fá að vita, hvort úr því verði eitthvað til frambúðar. Svo breiða þær úr hvítum og mjúkum lófanum í mórauðri og hrjúfri hendi Zigaunakonunnar og hlusta með hjartslætti á orðastrauminn, sem líð- ur óslitinn fram af koparbrúnum munni hennar. Þær gleyma sér fyrir seiðmagni hinna gljásvörtu augna og trúa, og borga. lít úr tízkugistihúsum með alþjóða-nöfn- um, eins og Imperial, Royal og Great Southern, koma mjóslegnar Ameríkumeyj- ar með fjóra eða sex silfurrefi á herðun- um og stíga með dansspori inn í gljáfægða luxusbíla. Hér agar öllu saman. Skinhor- aður og þrælkunarlegur bóndi, sem kann víst ekki orð í ensku, teymir lubbalegan, grá-jarpan asna fram hjá þessu öllu. Á kerrunni hans er grind, full af þurrum, brúnum mó. — Það er naumast, að það er stórborgarbragur á Galway litlu þessa dagana. Kappreiðalætin eru að fjara út, þegar við förum þarna austur um, tveim dögum síðar. Þó standa „cirkus“-tjöldin enn á torgunum, en engin hljómlist glymur nú um strætin. Af grasflötunum austan við borgina eru íbúðarvagnamir farnir. Við nemum staðar í þorpinu Ornamore við botn Galway-fjarðarins. Þar stendur niðri á sjávarbakkanum, hár og skugga- legur kastali, eitt af strandvígjum íra, sem Bretar lögðu eld í, þegar þeir börðust þarna um yfirráðin, Jakob konungur II. og Vilhjálmur IH., um 1690. Ég vil sjá þennan kastala. Við snúum því út af alfaraleið í áttina þangað. Það er steikj- andi hiti, og við erum þyrst. I útjaðri þorpsins sé ég ávexti í búðarglugga. Ég bregð mér inn í búðina til að kaupa okkur epli. Hvernig á ég að lýsa þeirri sjón, sem þarna mætti mér? Búðin var troðfull af fólki, eða réttara sagt: búðargólfið var þakið af fólki, sem ýmist sat þar á kartöflupokum eða á hækj- um sínum, eða flötum beinum á gólfinu, eða stóð og hékk fram á búðarborðið, — á að giska 15—20 manns. Búðin glumdi af söng og háværum hrópum. Allir héldu á ölglösum og virtust drekka þétt. Og hamingjan góða, hvílíkur lýður! Hér voru hrukkóttar kerlingar og unglingspiltar. Hér voru svartskeggjaðir karlar og börn, allt klætt rifnum og óþrifalegum lörfum. Á kartöflupoka sat kona með kolsvart úf- ið hár og gaf barni brjóst. Hún sveiflaði á meðan hálftæmdu bjórglasi og söng. Það lagði á móti mér einhvern alveg sér- staklega óþolandi þef. Ég reyndi að smeygja mér áfram án þess að þurfa að strjúkast upp við þetta fólk, því að mig svimaði andspænis því regindjúpi sóða- skapar og óhugnustu, sem þarna blasti við, og mér fanst augu þessa fólks ætla að éta mig upp til agna. Búðarmaðurinn stóð náfölur og skjálfandi innan við búð- arborðið, og er hann rétti mér eplin, var augnaráð hans neyðaróp. Ég sá undireins, hvað um var að vera. Hér var Zigaunaflokkur á ferð og hafði ákveðið að halda tyllidag. Búð, þar sem bjór var seldur, í útjaðri lítils þorps, var tilvalinn staður. Zigaunarnir höfðu blátt áfram lagt undir sig búðina og ætluðu að sitja þar, meðan sætt væri. Og hvað ætli það hefði þýtt fyrir eina vopnlausa og grenlulega búðarloku, að ætla sér að reka út röska tylft af ölvuðum Zigaunum, sem auk þess létu ekki á því standa að borga b jórinn ? Ég flýtti mér út. Við gatnamót í grennd- inni stóð íbúðarvagn. Aftan við hann hýmdi írskur asni fyrir kerru. Hinu megin við götuna hamaði sig horaður, jarpur klár, helmeiddur á herðakambinum. Eng- in manneskja sást hjá vagninum. Nú væri gaman að taka mynd af þessum samgöngu- tækjum Zigaunanna, hugsaði ég. Og það gerðum við. En slíkt getur verið hættuspil, því að Zigaunar leyfa sjaldnast að myndir séu teknar af þeim eða þeirra eigum, nema fyrir borgun. — Við sluppum. Stundarkorni síðar komum við aftur frá kastalanum og áttum leið um þessi sömu gatnamót. Þar var þá allt á tjá og tundri. Stór og stæðilegur lögregluþjónn var þar fyrir með skammbyssu í hendinni. Zigaun- arnir, lúpulegir eins og nýbarðir rakkar, voru að tínast inn í vagninn. Sumir skriðu upp á asnakerruna og settust þar flötum beinum. Nokkrum mínútum síðar buldi svipa ökumannsins á lend jarpa klársins, og lestin hélt af stað. Jarpur, meiddur hestur dregur íbúðar- hús á hjólum, og aftan við húsið lötrar asnabeinið, horað og lubbalegt með nokkra syfjulega stráka á kerru, — á leið til næstu borgar eða næsta þorps til að gera þar eitthvert skammarstrykið og verða reknir burtu af lögreglunni, aftur út á þjóðveginn, — sem aldrei tekur enda. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.