Vikan


Vikan - 07.09.1939, Blaðsíða 16

Vikan - 07.09.1939, Blaðsíða 16
16 VIKAN Nr. 36, 1939 andi og f jörugir — hver haldið þið þá svo sem að komi inn, nema samfylking af sletti-rekum, meinfýsnum lögregluspæjur- um, sá allra fruntalegasti og hvimleiðasti mannflokkur, sem til er. Auk þess höguðu þeir sér alveg eins og þefarar og rannsókn- ardómarar. Einn þeirra var alltaf að jag- ast í mér og skipa mér að segja sér nafn mitt og heimilisfang. En ég var ekki lengi að hugsa mig um að setja undir þann leka- vaðal, svo að ég rak hnefann í augað á honum. — Þér rákuð hnefann í augað á hon- um? — Ég rak hnefann í augað á honum, séra minn. Þannig leysi ég slík vandamál. Þessi náungi var svo hjartanlega viðbjóðs- legur. Hann fyrirleit með því einstakasta jafnaðargeði og svívirti þá marg-endur- teknu fullyrðingu mína, að ég segði ein- ungis beztu vandavinum mínum og nán- ustu skyldmennum nafn mitt og heimilis- fang. Auk þess var hann svo bíræfinn að káfa með krumlunum í fötin mín, og það meira að segja með handbragði, sem hver óvahnn skraddari mundi hafa talið lubba- legt og kauðalegt. I stuttu máli sagt, rak ég að sjálfsögðu krepptan hnefann í aug- að á honum. Og vitanlega komst ég þá í agnarlítið tusk, minn kæri séra Ágústínus. En, eins og þér munið, var einn af ætt- feðrum mínum í embættinu, Odo biskup, nafntogaður fyrir það, á ríkisstjórnarár- um Vilhjálms hins sigursæla, hve leikinn hann var í því að berja með bardagaexi sinni. Og svo löðrungaði ég fuglinn dálítið. Haldið þér, að hann hafi fengið skrokk- skjóðu? Þér ættuð að spyrja mig að því. Og svo skríkti biskup og skellihló af fögnuði. Séra Ágústínus og Hypatia litu ótta- slegin hvort á annað. — En frændi — —, stundi Hypatia. — Ekki að grípa fram í, barnið mitt, sagði biskupinn. — Ég get ekki skipulagt hugsanir mínar, ef sífellt er verið að grípa fram í. Hvar vax ég? Já, nú man ég það. Jæja, við tuskið varð undrunin, sem í fyrstu hafði komið á söfnuðinn, að hreinu og beinu uppnámi og handalögmáli. Það var, m. ö. o. tekið til þess úrræðis að hraða allri afgreiðslu. Sumir skrúfuðu fyrir ljós- in.. Aðrir tóku sér fyrir hendur að velta borðum og mölva stóla. Og ég ákvað með sjálfum mér að hypja mig í burtu. — Það leið innilegur og dapurlegur áhyggjusvipur yfir ásjónu hans. — Ég treysti því, hélt hann áfram, — að mín elskulega biskups- frú hafi komizt undan, án stórtjóns á lífi og limum. Það síðasta, sem ég sá til henn- ar, var það, að hún stakk sér út um einn gluggann, og það á þann hátt, sem bar vott um ótrúlegt snarræði, óvanalega líkamslipurð og storkandi hispursleysi. Ó, þama er hún, og lítur þolanlega út, þrátt fyrir allar hremmingarnar. Komdu inn, elskan mín. Ég var að segja Hypatiu og þessum ágæta gistivini okar, honum séra Ágústínusi mínum, frá þessu smáæfintýri, sem fyrir okkur kom, þegar við skruppum út áðan til þess að draga að okkur hreint loft áður en við færum í bólið. Þarna stóð þá líka biskupsfrúin og greip andann á lofti. Hún var óneitanlega ekki bein -tízku-fyrirmynd frá París í sniðunum. Til að sjá var hún einna líkust brengluðum og brotnum gufukatli með ótal götum á eldhólfinu. — Bjargaðu mér, Percy, geispaði hún, og barðist við að ná andanum. — Svo sannarlega, hjartað mitt, lítið og gott, sagði biskupinn hjartanlega. — En frá hverju? Biskupsfrúin benti steinþegjandi á gluggann. 1 gegnum gluggann mátti sjá lögregluþjón, sem kom gangandi með löng- um skrefum eins og erfðasyndin. Hann dró andann líka með miklum erfiðismun- um, líkt og maður, sem er að berjast áfram gegn ofviðri. Biskupinn ygldi sig. — Hver er, má ég spyrja, sagði hann kuldalega, — meiningin með þessum ó- svífna fruntaskap og eltingaleik? — Ha, sagði lögregluþjónninn. Hann lokaði glugganum og sneri svo að þeim baki og hélt þannig vörð. Nú var röðin komin að séra Ágústinusi, hinum hagsýna og kurteisa manni, sem alltaf vissi, hvað taka átti til bragðs. — Gott kvöld, herra lögregluþjónn, sagði hann glaðlega. — Þér virðist hafa verið á liðsforingjaæfingu. Ég er visS um, að þér hefðuð gott af að fá ofurlitla hress- ingu. Lögregluþjónninn sleikti út um, en sagði ekki orð. — Ég hefi ágætt hressingarmeðal hér í borðskúffunni minni, hélt Ágústinus áfram, og ég er viss um, að yður mun verða gott af því. Það er svo fjörgandi. Ég ætla að blanda það með ögn af sóda- vatni. Lögregluþjónninn tók annars hugar við glasinu. Athygli hans beindist öll að bisk- upnum og lagskonu hans. — Loksins búinn að hanndsama ykkur, sagði lögregluþjónninn. — Ég skil ekki pólitíið, sagði biskup fyrirlitlega. — Ég er búinn að elta drósina þarna, sagði lögregluþjónninn, og benti á biskups- frúna, — stífa mílu. — Þá hafið þér gert yður sekan í hinni viðbjóðslegustu ruddamennsku og sóðaleg- asta slettirekuskap, mælti biskup. — Sam- kvæmt fyrirskipun húslæknisins verður mín elskulega eiginkona að taka sér stutta gönguferð um borgina á hverju kveldi, áð- ur en hún leggst til hvíldar. Það er flest farið að ganga rangsælis í henni veröld, ef hún má ekki fara eftir fyrirmælum heimilislæknisins nema að vera hundelt — ég skal taka dýpra í árinni — krambóler- uð og mólesteruð af lausgirtum lögreglu- þjónum. — Það hefir þá verið læknirinn, sem skipaði henni að fara á grímuballið á Vegamótum, ha? sagði lögregluþjónninn hæðnislega. — Ég mundi verða steinhissa, ef ég frétti, að mín elskulega eiginkona kæmi nálægt slíku spillingarbæli, sem þér eigið við, mælti biskup. — Og þér voruð þar sjálfur líka. Ég sá yður. — Bull. — Ég, sem horfði á; að þér gáfuð Book- er lögregluþjóni glóðarauga. — Hlægilegt. — Fyrst að þér voruð þar ekki, sagði lögregluþjónninn, — hvað eruð þér þá að gera með þessa sjómanna-munderingu ? Augabrýrnar á biskupnum lyftust upp undir hársrætur. — Ég á ekki að mega ráða því sjálfur — eftir nákvæma og rækilega yfirvegun — í hvernig fötum ég geng, nema að út á það sé sett og að því fundið af manndýri, sem venjulega sýnir sig á almannafæri í bláum einkennisbúningi og með hjálm á höfði. Má ég spyrja, hvað er það, sem þér hafið á móti þessum sjómannabúningi ? Ég trúi því ekki, að það sé neitt ljótt, rangt eða óheið- arlegt sérstaklega í fari sjómannabúnings. Margir af beztu mönnum Englands hafa verið í sjómannafötum. Nelson . . . Beatty aðmíráll .... — Og Arthur prinz, sagði Hypatia. — Alveg satt. Og Arthur prinz, eins og þú segir. Það kom klaufalegur ólundarsvipur á lögregluþjóninn. Sem rökræðuspekingur fann hann til þess, að honum hafði verið skákað. En samt var það augljóst mál, að hann var að reyna að telja sjálfum sér trú um, að það hlyti að vera til eitthvert svar, jafnvel við þessari ósvarverðu og ábyrgðarlausu röksemdafærslu, sem hann hafði neyðst til að hlusta á. Til þess að auðga hugsunarhátt sinn og hugkvæmni lyfti hann því upp glasinu með sódavatn- inu og strammaranum úr Mullers Bo-kk- unni, sem hann hélt á í hendinni, og drakk úr því í einum teyg. Og um leið og hann gerði það, var eins og við manninn mælt. Fyrirvaralaust, bráðsnöggt og skyndilega eins og andgustur hverfur af stáli, flysj- aðist fýluskænið af andliti hans og ólundar kólguskýin sópuðust burt úr svip hans, og gjörvöll ásjóna hans ljómaði eins og sól í grósku óendanlegrar alúðar og takmarka- lausrar velvildar. Hann þurrkaði ástúðlega efrivararskeggið og það tók að ískra í hon- um, niðurbældur og hollur gleðihlátur, eins og að hann væri að gera gælur við óumræðilega elskulegar og dásamlega skemmtilegar endurminningar. — Gat ekki stillt mig um að hlæja, þeg- ar ég hugsaði til þess, sagði hann. — Það var sjón að sjá það, — hélt hann áfram, — þegar margföld endaskipti urðu á gamla Booker og hann skall í gólfið. Man ekki eftir, að ég hafi nokkurn tíma á æfi minni séð fallegra kjaftshögg. Stílhreint og sindrandi. Ég held, að vegalengdin hafi ekki farið fram úr 6 þumlungum, eða var það ? Ég dáist að yður. Þér hljótið að hafa verið methafi í barsmíðum á yðar yngri árum, herra minn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.