Vikan


Vikan - 07.09.1939, Blaðsíða 17

Vikan - 07.09.1939, Blaðsíða 17
TJr. 36, 1939 VIKAN 17 5-mínútna saga. Engin afsökun að var erfiður akstur upp Svínahrygg. Sjö mílna langur skógarruðningur, og vegurinn ýmist gaddfrosinn hjólaför eða lausamjöll. Bíllinn smaug áfram á móti ísköldum norðangjósti, sem læsti sig inn úr yfirhöfn Murdocks og deyfði fingurna í skinnhönzkunum. En hann glotti að hristingnum og storm- inum og vafði treflinum fastar að sér. Hann hafði einmitt tekið það með í reikn- inginn. Beint fram undan og nokkru ofar sá hann ljósið í glugganum á húsinu milli trjástofnanna. Hann var nærri kominn, loksins — nærri kominn. Bíllinn staðnæmdist. Bílstjórinn þreif upp vasaúrið sitt og brá því upp að birt- unni frá framljósunum. Hann hló með sjálfum sér. — Það tókst. Vantar tvær mínútur í tíu. Komdu með peninginn. — Ég kalla, að ég sleppi billega, Luddy. Murdock dró seðil upp úr vasanum. — Það borgar sig að greiða tvöfalt fargjald í þessu veðri! Hann tók vaðsekkinn sinn upp úr bíl- kassanum. Luddy sneri við og lagði af stað niður veginn. Murdock staulaðist af stað upp gangstíginn að húsinu og glotti enn. Þessir fimm dollarar í ofanálag höfðu tryggt honum, að hann kæmist upp hrygg- inn fljótar en í nokkrum öðrum bíl. Með þeim hafði hann keypt sér vitni, sem gæti svarið upp á mínútu, hvenær hann kom. Það yrði langt þangað til hann fengi jafn- mikið fyrir peninga sína. Peningar hans! Honum volgnaði inn- vortis við tilhugsunina, um leið og hann fór aftur fyrir húsið. Það var ekki fyrir- ferðin á þeim nú, en eftir eina mínútu eða svo, ef allt færi eins og ætlað var —. Það var enginn bíll í bílskúrnum. Mur- dock hafði reiknað með því — Waring var alltaf vanur að senda vinnumann sinn til bæjarins á hverju laugardagskvöldi — en það var bezt að ganga úr skugga um það samt. Hann opnaði vaðsekkinn og tók upp úr honum strigapoka fullan af sandi, en eins og bjúga í lögun. Hann stakk pokanum í vasann áður en hann tók í hurðarhúninn. Dyrnar voru ekki læstar. Hann lokaði þeim án þess að heyrðist. Það var dimmt í gang- inum, hann þreifaði sig að veggsímanum, tók heyrnartólið og beið þangað til hann heyrði stöðvarstúlkuna svara. Þá lét hann tólið aftur á án þess að segja til sín og glotti út undir eyru. Það hefðu ekki allir gengið fyrst úr skugga um, að síminn væri opinn. Hann læddist að dyrunum á stofunni. Þaðan gat hann heyrt fiðluleik frá útvarp- inu og skrælþurra rödd Warings einum tón ofar en hljómsveitin. Murdock fetti upp á trínið. Waring hafði útvarpið alltaf opið á meðan hann lét dæluna ganga fyrir framan hljóðnemann á talvélinni. Það örfaði hugs- unina, sagði hann. Hugsun! Eins og nokk- ur maður með heilbrigða hugsun myndi grafa sig lifandi upp í regin fjöllum, eins og útilegumaður, og semja bækur, sem enginn las, en liggja þar, eins og ormur á gulli — gulli, sem hann hafði engin not af, aðeins til þess að aftra Murdock frá því að eignast það. Hann var orðinn þreyttur á þeim leik. . Hljóðlega lauk Murdock upp hurðinni. Hann hló með sjálfum sér. Honum hafði jafnvel ekki yfirsézt í því efni. Waring var í baðslopp og á inniskóm. Hann steig þrjú löng spor. Þrisvar reiddi hann til höggs. Einu sinni hefði nægt. Hann hljóp að símanum og hringdi gríð- arlega. — Gefið þér mér samband við fóget- ann. Fljótt. Það hefir verið framið morð. Hann heyrði undrunaróp stöðvarstúlk- unnar.' Það virtist líða löng mínúta áður en hann heyrði rödd fógetans í sím- anum. Hann vissi upp á hár, hvað hann ætlaði að segja. Hann æpti, spreng móður: — Það er Murdock. Ég er heima hjá Waring. Var að koma inn úr dyrunum og sá hann liggja á gólfinu — steindauður. Hann — — hvað, hvað er það? -----Já, auðvitað er ég viss um það. Hnakkinn er mölbrotinn. — Ha? Nú. Það er enginn hér nema ég. Hafið engar áhyggjur af því. Ég veit. Ég skal ekki snerta á nokkrum hlut. Hann lét símann aftur á. Það var skrít- ið að finna til megnrar hræðslu, að geta haldið áfram að hlægja með sjálfum sér, jafnvel þegar hann tók lík Warings upp og bar það fram á tröppuganginn. Það var ekki þungt. Hann færði það úr baðsloppn- um, áður en hann bar það fram. Fógetinn gæti ekki komið fyrr en eftir klukkutíma og þá-------það stóð í læknabókunum í bókasafninu, að lík kólnaði á þremur til fjórum klukkustundum niður í venjulegan stofuhita. Þarna frammi í ganginum fyrir opnum dyrum myndi það ekki taka svo langan tíma. Murdock tæmdi sandpokann og dreifði sandinum yfir skrælnað lauf fyrir fram- an tröppurnar. Hann stakk pokanum í eld- inn í arninum og skaraði öskuna inn í glóðina. Hann yrði að segja fógetanum, að eldurinn hefði verið nærri útbrunninn, en að hann hefði bætt við á eldinn án þess að muna, að hann átti ekki að snerta á neinu. Hann yrði að leggja áherslu á, að hann hefði ekki snert nokkurn annan hlut. Það var ekki annað að gera en bíða og láta hugann renna yfir það, hve laglega honum hefði tekizt. Víst myndi falla grun- ur á hann, en það var vísast, að hann yrði álitinn saklaus, af því að hann var ein- mitt þar, sem enginn sekur maður myndi kjósa að vera. Afsökun. Hér og hvergi annars staðar. Þrisvar fór hann fram til að þreifa á líkinu. Þegar hann sá ljósin á bílnum í fjarlægð, bar hann það inn, færði það í baðsloppinn og lagði það á sama stað aft- ur, rétt fyrir framan talvélina. Hann stóð í dyrunum, þegar fógetinn kom upp gang- stíginn, og læknirinn nokkrum skrefum á eftir. Andlitssvipir þeirra gerðu honum hughægra — veðurbarin andlit sveita- manna, sem lýstu þægilega nokkurri ein- feldni í allri aðsjálni þeirra. Þeir tóku kveðju Murdock í lágum hljóðum. Hann stóð álengdar, ásamt fógetanum, meðan læknirinn fór höndum um líkið, og þegar hann beygði um úlnlið, hné og olnboga, átti hann bágt með að stilla sig um að glotta. Læknirinn hristi höfuðið. — Dauður, að minnsta kosti í þrjá klukkutíma. Gætu verið fjórir eða fimm. Fógetinn kinkaði kolli. Hann stóð graf- kyrr, en syfjandaleg augun hvörfluðu frá einum hlut til annars. — Er allt með kyrrum kjörum, eins og þér komuð að því? — Alveg eins. Ég varð að bæta á eld- inn, en ég hefi ekki snert á nokkrum hlut nema símanum. Mig langaði til að loka fyrir útvarpið og stöðva talvélina, en þér bentuð mér á að taka ekki á neinu. Það var heldur óskemmtilegt að hlusta á út- varpið og vita af Waring þarna á gólfinu. Hann skældi munninn í brosi. Fógetinn virtist hafa samúð með hon- um. Hann gekk nær talvélinni og leit yfir hana. — Það lítur út fyrir, að hann hafi verið að tala inn á plötu, þegar árásin var gerð. Hann strauk kjálkann. — Ætli það sé nokkur leið að stilla vélina aftur á bak, svo að við getum heyrt það, sem hann var að segja? Murdock tók útvarpið úr sambandi og gaf sig að talvélinni, sem hann kunni til við. Það var á takmörkum, að hann skellti ekki upp úr, þegar hann heyrði þyrkings- legan málróm Warings í heyrnartólinu. Hann rétti fógetanum áhaldið, sem bar það ■ upp að eyranu og kinkaði kolli. — Hm. Og hefir haft útvarpið opið. Maður heyrir það eins og undirleik —. Hann lét áhaldið síga. Hann leit hægt af dauða manninum á Murdock, á lækninn, sem stóð hjá eldinum, til dyra. — Heyrið þér, læknir, ef Waring skyldi nú hafa legið úti, en ekki hérna hjá eldin- um, þá þyrfti hann ekki að hafa verið Frh. á bls. 19.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.