Vikan - 07.09.1939, Síða 19
Nr. 36, 1939
VIKAN
19
allar konur nota við svona tækifæri: —
Ertu vitlaus?
— Komdu með mér, hélt Ilyin áfram.
— Ég fann það núna eins vel og á bekkn-
um í skóginum, að þú ert eins ístöðulaus
og ég, Sonja. Það er komið eins fyrir þér!
Þú elskar mig, og ert árangurslaust að
reyna að friða samvizkuna ....
Þegar hann sá, að hún var að færa sig
undan, greip hann í knipplingaermi henn-
ar og sagði ofsalega: — Þú verður að láta
undan, ef ekki í dag, þá á morgun! Elsku,
hjartans Sonja, dómurinn er fallinn, —
hvers vegna þá að fresta framkvæmd
hans? Hvers vegna ertu að blekkja sjálfa
þig?
Sofia Petrovna sleit sig lausa, og hljóp
upp að dyrunum. Þegar hún kom inn í
dagstofuna, gekk hún eins og í leiðslu að
pianóinu, lokaði því, horfði lengi á nótna-
borðið og settist svo niður. Hún gat ekki
staðið, ekki hugsað. Kæti hennar og kæru-
leysi var horfið, eftir var aðeins óttakennt
magnleysi, sljóleiki og auðn. Samvizkan
sagði henni, að hún hefði hegðað sér illa,
heimskulega í kvöld, eins og ærslafull
stelpa, að hún hefði látið faðma sig úti á
svölunum áðan og fyndi ennþá áhrifin af
snertingunni um mittið og í olnbog-
anum.
Það var enginn í dagstofunni og logaði
aðeins á einu kerti. Frú Lubyantsev sett-
ist á kringlótta stólin fyrir framan píanóið.
Hún sat hreyfingarlaus eins og hún biði
einhvers. Ofurþung, ómótstæðileg löngun
greip hana, það var eins og þessi löngun
drykki mátt sinn úr myrkrinu og örmagn-
an hennar sjálfrar. Eins og teygjuband
greip hún um líkama hennar og sál, óx ás-
megin með hverri sekúndu; hún ógnaði
henni ekki lengur, stóð henni aðeins skýrt
fyrir augum. Hún sat hreyfingarlaus í
hálftíma og barðist ekki gegn hugsuninni
um Ilyin. Síðan stóð hún upp og gekk með
erfiðismunum upp á herbergið sitt. Andr-
ey Ilyitch var háttaður. Hún settist við
opinn gluggann og gaf sig löngununni á
vald. Það var nú engin ,,flækja“ framar í
höfðinu á henni. Hugsanir hennar og til-
finningar beindust allar að einu marki.
Hún reyndi fyrst að berjast gegn því, en
hætti því strax aftur . . . Hún skildi nú,
hve sterkur og miskunarlaus óvinurinn
var. Það þurfti mikið sálarþrek til þess
að berjast gegn honum, og uppeldi henn-
ar, menntun og líf höfðu ekki búið hana
neitt undir þá baráttu.
— Siðlaus skepna! Auðvirðilegt kvik-
indi! sagði hún við sjálfa sig. — Svona
ertu inn við beinið!
Velsæmiskennd hennar var svo þrung-
in reiði yfir þessu ístöðuleysi, að hún jós
yfir sig öllum þeim ókvæðisorðum, sem
hún kunni. Hún sagði við sjálfa sig, að
hún hefði aldrei verið siðprúð, að hún hefði
aldrei komizt í vandræði fyrr, blátt áfram
af því, að hún hefði aldrei haft tækifæri
til þess, að sjálfbarátta hennar í dag hefði
öll verið skrípaleikur ....
— Og jafnvel þó að ég hafi barizt, hugs-
aði hún, — hvers konar barátta var það
þá? Jafnvel konan, sem selur sjálfa sig,
heyir sína baráttu, og samt selur hún sig.
Dálagleg barátta það! Eins og strá í vindi
hefi ég snúizt á einum degi! Á einum
degi!
Hún ásakaði sig fyrir að hafa látið
freistast, ekki af tilfinningum sínum, ekki
af Ilyin persónulega, heldur af því, sem
hún átti í vændum .... Iðjulaus hefðar-
frú að njóta sumarleyfisins eins og svo
margar aðrar!
— Eins og ófleygur fugl, þegar móðirin
hefir verið drepin, var sungið hásri röddu
fyrir utan gluggann.
— Ef ég á að fara, þá er kominn tími
til þess, hugsaði Sofia Petrovna. Hjarta
hennar fór allt í einu að berjast ákaft.
— Andrey! æpti hún næstum. —
Heyrðu! Við . . . við f örum ? Er það ekki ?
— Jú, ég er búinn að segja þér það;
þú ferð ein.
— En sjáðu til, ef þú kemur ekki með
mér, þá áttu á hættu að missa mig. Ég
held, að ég sé . . . orðin ástfangin, sagði
Sofia Petrovna.
— Af hverjum? spurði Andrey Ilyitch.
— Það skiptir engu máli fyrir þig, hver
það er! hrópaði Sofia "Petrovna.
Andrey Ilyitch settist upp með fæturna
fram úr rúminu og horfði undrandi á konu
sína.
— Það er ímyndun! sagði hann geisp-
andi.
Hann trúði henni ekki, en hann var
skelfdur. Þegar hann hafði velt þessu fyr-
ir sér stundarkom og spurt konu sína
nokkurra þýðingarlausra spurninga, kom
hann fram með skoðanir sínar á fjöl-
skyldulífi, á ótryggð . . . rausaði látlaust
í tíu mínútur og fór svo upp í rúmið aft-
ur. Umvandanir hans báru engan árangur.
Það eru til býsna margar skoðanir í heim-
inum, og meira en helming þeirra er hald-
ið fram af mönnum, sem aldrei hafa lent
í vandræðum!
Þó að orðið væri framorðið, voru sum-
argestir ennþá að ganga úti. Sofia Petr-
ovna smeygði sér í létta skinntreyju,
staldraði við andartak og hugsaði . . . .
Hún var ennþá nógu sterk á svellinu til
að spyrja mann sinn:
— Ertu sofnaður? Ég ætla að fara út
að ganga . . . Viltu koma með mér?
Þetta var síðasta vonin hennar. Þegar
hún fékk ekkert svar, fór hún út . . . Það
var hressandi gola úti. Hún skynjaði
hvorki goluna né myrkrið, hélt aðeins
áfram, áfram . . . Ómótstæðilegt afl rak
hana áfram, — það virtist jafnvel ýta á
bakið á henni, ef hún ætlaði að nema
staðar. ,
— Siðlaus skepna! tautaði hún utan við
sig. — Auðvirðilegt kvikindi!
Hún andaði þungt, eldrauð og heit af
blygðun, og fann ekki til fótanna, en það
sem rak hana áfram var sterkara en blygð-
un, sterkara en skynsemi eða ótti.
ENGIN AFSÖKUN. Framh. af bls. 17.
dauður svo ýkja lengi, varla meira en
klukkutíma, eins og veðrið er núna?
Murdock heyrði varla svar læknisins.
Það virtist koma úr löngum f jarska. Nærri
því úr jafnmiklum fjarska og klukkuslög-
in, sem heyrðust í heyrnartóli talvélarinn-
ar, þegar fógetinn færði nálina eilítið aft-
ur á bak, hér um bil jafn langt í burtu og
hin röddin, sem heyrðist í þagnarlotu á tal-
plötunni:
— W B Z Q — New York. Klukkan er
tíu e. h. Tolliver tími.
Murdock leit örvæntingaraugum til dyr-
anna, en að öðru leyti var hann ráðþrota,
lamaður. Öll hugsun var sem stöðvuð, svo
að hann virtist ekki heyra það síðasta, sem
Waring hafði talað inn á plötuna, heldur
aðeins þá rödd, sem var nær en jafn köld
og geigvænleg, með dauðann sjálfann í
hverju orði.
— Waring var lifandi klukkan tíu.
Tveimur mínútum eftir að þér komuð hing-
að, Murdock, en nokkrum sekúndum áður
en þér náðuð í mig í símanum og sögðuð
mér, að hann væri dauður. Réttið þér fram
hendurnar!
FLUG — Framh. af bls. 11.
um yfir hundruð þúsundir og miljónir
kílómetra, voru látnir setjast í hreyfla-
lausar smáflugur. Þeim til heiðurs get ég
fullvissað um, að þessir karlar voru ekki
lengi að ná C.- og jafnvel silfur C-prófi.
Síðan urðu flestir þeirra ákafir svifflug-
félagar og stunda svifflugæfingar sér til
dægrastyttingar í frítímunum milli vél-
flugs.
Mótorflug. Svifflugurnar eru ekki enn
svo þroskaðar, og verða það kannske
aldrei, að þær geti tekið að sér skyldur
þær og verkefni þau, er nútíminn krefst af
flugvélum. Ég get ekki stillt mig um að
segja, að skyldustörf þau, sem flugvél-
arnar verða nú að vinna daglega, svo sem
farþega- og póstflutningur, verpi nokkrum
skugga á flugið út af fyrir sig. Mótorflug-
ið er einnig íþrótt. Ekki einungis í þeim
skilningi, að það er iðkað af þúsundum
áhugamanna alveg eins og hver önnur
íþróttagrein, heldur einnig í þeim skiln-
ingi, að hvert flug er æfintýri, veitir
ánægju og óspillta gleði flugmönnunum og
þeim, sem fljúga með þeim. Lyftast frá
jörðu, losna við hennar vandamál, glíma
við hið óþekkta afl lofts og vinda — í því
er fólgið eðli flugsins, einnig með mótor-
flugum.
Hverjum ósviknum flugmanni er það í
blóð borið að keppa að einhverju marki,
ná prófum og, að þeim afloknum, vinna
að eflingu flugs á ýmsan annan hátt, t. d.
með því að setja met. Flugmálum og efl-
ingu þeirra eru afrek og met eins nauðsyn-
leg og öðrum íþróttagreinum. Þau votta
ekki einungis framfarir á sviði flugiðnað-
arins og flugtækni, heldur þar fram yfir
dugnað, fórnfýsi og ósérplægni flugmann-
anna og aðstoðarmanna þeirra.