Vikan


Vikan - 07.09.1939, Blaðsíða 14

Vikan - 07.09.1939, Blaðsíða 14
14 VIKAN Nr. 36, 1939 ReiiÉn i iri. Bogi, Eiríkur og Valur stukku af hjól- unum sínum fyrir framan fallega bæinn í útjaðri skógarins. — Ef okkur hefir verið sagt rétt til, sagði Bogi, — þá er þetta hús skógar- varðarins. — Auðvitað, sagði Eiríkur. — Það er enginn efi á því. Það sést blátt áfram á húsinu, að í því býr skógarvörður. — Við skulum bara vaða inn, sagði Val- ur og þurrkaði svitann af enni sér. Hann var yngstur og honum hafði veitzt erfitt að hjóla upp brattar brekkur. Drengirnir reistu hjólin sín upp við trjá- stofna og gengu heim túnið. Við brunn, sem þar var, stóð gamall, gráhærður mað- ur. Þeir heilsuðu kurteislega. Gamli mað- urinn kinkaði kolli. — Sæll, sagði Bogi. — Ert þú skógar- vörðurinn ? — Nei, svaraði maðurinn vingjarnlega. — Skógarvörðurinn er ekki heima. En ég er vinnumaður hans og gegni störfum hans á meðan hann er fjarverandi. Hvað er ykkur á höndum? — Okkur langar til þess að fá að tjalda í skóginum, sagði Bogi. — Við erum á ferðalagi og langar til að dvelja hér í nokkra daga. Hér er svo fallegt. Vinnumaðurinn brosti. — Jæja, svo að þið eruð á ferðalagi, sagði hann. — Já, unga fólkið hefir gott af því að skoða sig um. — Við skulum fara varlega með eld og allt þess háttar, sagði Eiríkur. — Við er- um vanir þessum ferðalögum. — Og það er engin hætta á því, að við eyðileggjum tré eða gróður, bætti Valur við. Gamh vinnumaðurinn horfði rannsak- andi á þá. — Þið virðist vera duglegir, góðir drengir, sagði hann. — Ég leyfi ykkur þetta fyrir hönd skógarvarðarins. Hvar ætlið þið að tjalda? — Niðri við litla vatnið, sagði Bogi. Gamli maðurinn starði óttasleginn á þá. — Við vatnið, sagði hann. — Getið þið ekki tjaldað á öðrum stað? — Hvers vegna? spurði Valur. Vinnumaðurinn strauk skeggið á sér. — Ekki af neinu, sagði hann dálítið vandræðalega. — Það er aðeins það, að fólk segir, að þar sé reimt. — Allt í lagi, sagði Eiríkur hlæjandi. — Hvernig lýsa þessir reimleikar sér? spurði Bogi. — Þetta er nú auðvitað tóm hjátrú, tautaði gamli maðurinn —, og þið takið ekkert mark á því. Tjaldið þið bara, hvar sem þið viljið. Annars er sagt, að ýmislegt Barnasaga kynlegt komi fyrir niðri við vatnið á næt- urnar. Stafurinn er sleginn úr höndunum á manni og þess háttar. En þetta er auð- vitað vitleysa. Verið þið sælir. Hann sneri sér frá þeim og gekk leiðar sinnar. Félagarnir þrír þökkuðu fyrir sig, kvöddu og fóru. Þetta er nú draugurinn, sagði Bogi. — Þetta var skringilegur karl, sagði Valur. — Skyldi hann hafa ætlað að hræða okkur ? — Hann trúir, að það sé reimt niðri við vatnið, sagði Bogi brosandi. — En því trúum við ekki, sagði Eiríkur hlæjandi. — Við skulum tjalda þar eins og við ætluðum okkur. Þeir þutu af stað á hjólunum. Klukku- tíma síðar höfðu þeir sett tjaldið upp. 1 rökkrinu um kvöldið sátu þeir í kring- um bál, sem þeir höfðu kveikt, og störðu á logana. Yfir höfðum þeirra hvein í krón- um hárra grenitrjáa. Við og við heyrðist kvak í fugli eða gagg í refi. — Hér er yndislegt, sagði Valur og geispaði. — Já, og nú skulum við skríða niður í svefnpokana, svaraði Eiríkur. — Sáuð þið leikmannaflokkinn, sem var að koma til bæjarins, sem við hjóluðum í gegnum? spurði Bogi. — Það væri gaman að horfa á eina sýningu hjá þeim. — Peningarnir eru að verða búnir, sagði Valur. — Við eyddum of miklu fyrstu dag- ana. — Já, að minnsta kosti höfum við ekki ráð á að fara í hringleikahús, sagði Eiríkur. — Það var nú verri sagan, andvarpaði Bogi. — Leikskráin virðist vera ágæt. En við skulum koma að hátta. Það er kominn háttatími. Skömmu síðar voru þeir allir komnir í svefnpokana sína. 1 tjaldinu var niðamyrkur. Samræðum- ar dóu út. Valur var þegar farinn að hrjóta. Allt í einu heyrðist marrandi hljóð, og Valur rauk upp með ópum. — Hvað er að? spurði Eiríkur syfju- lega. — Það — það kom skaftpottur í haus- inn á mér, sagði Valur. — Köstuðuð þið honum ? — Nei. Þeir lágu kyrrir og hlustuðu. Eitthvert þrusk var í tjaldinu. — Draugurinn, hvíslaði Eiríkur. — Þessi, sem vinnumaðurinn minntist á. — Vitleysa, sagði Bogi. — Það getur verið, að hér séu skógarmýs. Andartak ríkti dauðakyrrð. Síðan æpti Eiríkur upp yfir sig. — Það tók einhver í svefnpokann minn, stundi hann. — Þetta er draugur. Bogi settist upp og kveikti á eldspýtu. — Hér er enginn, sagði hann. — Við skulum fara að sofa. Draugar eru ekki til. Hættið þið nú þessum óhemjugangi. Aftur lögðust félagarnir þrír fyrir í myrkrinu. Stundarf jórðungur leið. En síð- an heyrðist hátt marr. — Hamingjan góða! æpti Valur. Luktin datt niður. Það er eitthvað bogið við þetta. — Verið kyrrir, hvíslaði Bogi. — Ef þið þegið ekki, skal ég lúberja ykkur á morg- un. Þetta verðum við að rannsaka. — Þú segir það, sagði Valur. — Eigum við ekki heldur að leita okkur að öðrum t jaldstað ? — Þegiðu, æpti Bogi. Valur og Eiríkur þögðu. Þeir þekktu Boga. Fimm mínútur liðu. Ef til vill tíu. Bogi lá grafkyrr. Skyndilega fann hann, að ein- hver strauk kaldri hendi yfir andlit hans. Rétt snöggvast langaði hann til að æpa af öllum kröftum. Hann stillti sig þó og lá grafkyrr. Ég má ekki hræða hina, hugsaði hann. Nú kom höndin á ný. Bogi þreif utan um hana. — Kveikið þið! kallaði hann og hélt fast utan um það, sem hann hafði náð í. Valur stökk upp úr svefnpokanum og kveikti á lukt- inni. — Þetta er nú draugurinn, sagði Bogi. — En náið fljótt í eitthvað, svo að hægt sé að binda hann, því að hann bítur og klórar. Valur og Eiríkur gláptu. — Apaköttur! hrópuðu þeir báðir í einu. Já, það var apaköttur. Villtur apakött- ur, sem drengirnir bundu við aðra tjald- súluna. — Hér er nú draugurinn ykkar, sagði Bogi. — Hann hefir sloppið einhvers staðar út og leitað til skógar. — Og truflar nú nætursvefn okkar, sagði Valur. — Hann er áreiðanlega svangur, sagði Eiríkur. Drengimir gáfu honum að eta. Og þegar apinn hafði fengið nóg, lagðist hann niður og sofnaði. Loksins gátu drengimir líka sofnað í friði. Framh. á bls. 22.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.