Vikan


Vikan - 07.09.1939, Blaðsíða 15

Vikan - 07.09.1939, Blaðsíða 15
Nr. 36, 1939 VIKAN 15 I>að, sem áður er komið af sögunni: Félagarnir sátu inni í drykkjustofu i Sjómanna- hælinu og spjölluðu saman. Muller gamli tók að segja þeim frá Mullers Bo-k-kunni, og æfintýrinu, sem Ágústínus, að- stoðarprestur og frændi hans, hafði ratað í. — Ronald Bracy-Gascoigne og Hypatia Vace, frænka yfirmanns Ágústínusar, biskupsins yfir Storth- ford, höfðu orðið ástfangin hvort af öðru, en biskupinn var á móti ráðahagnum. Ágústínus ætl- aði að hjálpa þeim að ná saman með því að gefa biskupnum dropa úr hinni svo kallaðri Mullers Bo-k-ku. — Þegar biskupinn og frúin komu í heimsókn til Ágústínusar, ætlaði hann strax að grípa tækifærið og tala máli Hypatiu, en þau voru bæði ósveigjanleg, þar sem þeim hafði verið sagt, að mannsefnið væri i alla staði ómögulegt. — Með Mullers Bo-k-kk-unni. Þér mun- ið, hve oft ég hefi sagt yður frá hinum kostulegu eiginleikum þessarar dæmalausu mixturu. Þetta undralyf gerbreytir öllum andlegum sjónarmiðum og viðhorfum á undursamlegan og töfrandi hátt. Við þurf- um ekki annað en að lauma nokkrum drop- um í heitu mjólkina hennar Priscillu frænku yðar annað kvöld, og þér munuð verða í sjöunda himni yfir áhrifunum. — Er þetta nú áreiðanlegt? Viljið þér ábyrgjast það? — Absolut. Skilyrðislaust. Það er gott, sagði stúlkan, og hýrnaði yfir henni, — því þetta er einmitt nákvæm- lega það sama, sem ég gerði í kvöld. Ronnie var einmitt að stinga upp á þessu, þegar þér komuð til okkar í kvöld, og mér fannst vera saklaust að reyna það. Ég fann svo flöskuna í bollaskápnum hérna og hellti nokkrum dropum í heitu mjólkina hennar Priscillu frænku, og til þess að gera þetta ofurlítið almennilega, helti ég duk- unarlitlu í toddyið hans Percy frænda líka. — Það var engu líkara en gripið væri hranalega með ískaldri hendi utan um hjartað í séra Ágústínusi. Nú fór hann að renna grun í innvortis-ástæðuna fyrir leik- fimissýningunni í svefnherberginu hans áðan. — Hvað miklu? spurði hann gapandi. — Ö, ekkert fjarska miklu. Ég ætlaði mér ekki að eitra fyrir þessum gamla, góða vini. Það hefir verið sem svarar fleytifullri matskeið. Sargandi og skjálfandi þjáningaróp brauzt fram af vörum séra Ágústínusar. — Vitið þér það, mælti hann lágri, stynjandi röddu, — að hæfilegur skammt- ur af þessu undralyfi er talin lítil teskeið handa rígfullorðnumr 8000 punda þungum fíl? — Nei, það vissi ég ekki. — Nei, ekki það. Háskalegustu afleið- ingarnar af öllu í náttúrunni eru af of í Stutt framhaldssaga eftir P. Q. Wodehouse. ÞRIÐJI KAFLI *<'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ■■■'■■■ ll■■lll■l■ll■ ■■■■■■■iiii mimimiuiik'^ stórum skömmtum. Hann dæsti. — Mig skal ekki undra, þó að herra biskupinn virtist dálítið ankanalegur í hegðun sinni fyrir skemmstu. — Virtist yður framkoma hans nokkuð undarleg ? Ágústínus kinkaði kolli, en var dapur í bragði. — Hann kom inn í svefnherbergið mitt og fór á handahlaupum eftir fótagaflinum á rúminu mínu, og svo fór hann burt í fötum af Simbað sjómanni. — Til hvers gerði hann það? — Ég þori varla að leiða getum að því. En það má vera, að hann hafi verið að hugsa um að heimsækja Vegamóta-knæp- una. Það er veizlumót þar og grímuball, eins og þér munið. — Vitanlega hefir hann gert það, sagði Hypatia. — Og það er áreiðanlega þess vegna, sem Perscilla frænka kom til mín fyrir svo sem klukkutíma, og bað mig að ljá sér Columbinu-grímubúninginn minn. — Gerði hún það? öskraði Ágústínus. — Já, reyndar gerði hún það. Ég gat ekki látið mér til hugar koma, hvað hún vildi með búninginn. En nú get ég svo vel skilið það. Síra Ágústínus rak upp vein, sem virt- ist koma frá innstu fylgsnum sálar hans. — Hlaupið í hendingskasti upp í her- bergið hennar og vitið, hvort hún er þar. Ef mér skjátlast ekki því meir, höfum við sáð vindi en uppskerum fellibyl, eins og stendur hjá Hósea, 8, 7. — Stúlkan þaut af stað og Ágústínus tók að ganga um gólf eins og hann væri vankaður eða með hitasótt. Hann hafði komizt 5 skref og var að byrja á því 6., þegar hann heyrði hávaða fyrir utan franska gluggann og sá bregða fyrir mynd af sjóliða, sem þaut inn og féll másandi ofan í bríkarstólinn. — Biskupinn, hrópaði Ágústínus. Biskupinn veifaði til hans hendinni til merkis um það, að hann ætlaði að sinna honum, þegar hann hefði kastað mæð- inni og ná nauðsynlegri lungnafylli af góðu andrúmslofti, og hélt áfram að berjast um og mása. Síra Ágústínus virti hann fyrir sér mjög áhyggjufullur. Hon- um virtist gesturinn frekar söndugur um fráganginn. Verulegur hluti af fötum Sim- baðs sjómanns hafði verið slitinn burtu án bersýnilegrar nærgætni, og höfuðfatið var horfið. Hinn skelfilegi grunur aðstoð- arprestsins virtist ætla að rætast. — Biskup, hrópaði hann. — Hvað hefir komið fyrir? Biskupinn settist upp. Nú var honum farið að verða hægra um andardráttinn. Og það var kominn glaðlegur sjálfs- ánægjusvipur á andlitið á honum. — Úff, sagði hann. — Dálítill troðn- ingur. — Segið mér, hvað kom fyrir? hélt síra Ágústínus áfram í eymdarlegum æsingi. Biskup fór nú að hugsa sig um og draga viðburðina í rétta tímadilka, — Jæja, sagði hann, — þegar ég komst inn á Vegamótum, voru allir að dansa. Snotur hljómsveit. Snotur hljómsveitar- stjóri. Snotur gólf. Svo að ég dansaði líka. — Dönsuðuð þér? — Vissulega dansaði ég, gíra Ágústínus, sagði biskupinn með embættislegum tign- arsvip, sem fór honum einkar vel. — Dans- aði fjörugan sjómannadans. Ég tel það skyldu hinnar æðri klerkastéttar að vera til fyrirmyndar í þessum efnum. Þér héld- uð, að ég mundi ekki vilja koma á annan eins stað og Vegamót til þess að dansa aleinn við sjálfan mig. Ég hefði þó haldið, að meinlaus hressing væri ekki fyrirboðin. — En kunnið þér að dansa? — Kann ég að dansa? sagði biskup- inn. — Kann ég að d a n s a, síra Ágúst- ínus? Hafið þér nokkurn tíma lieyrt getið um Nipinsky? — Já. — Leiksviðs-nafnið mitt. Ágústínus saup kveljur og átti bágt með að ná andanum. — Við hverja dönsuðu þér? spurði hann. — í fyrstu, sagði biskupinn, — dansaði ég aleinn. En, til allrar hamingju bar svo konuna mína þar að bráðlega, og hún var hreint og beint yndisleg, í gagnsæum og gisnum klæðnaði, og auðvitað dansaði ég við hana. — En var hún ekki steinhissa á því að sjá yður þarna? — Ekki hætis hót. Vegna hvers hefði hún svo sem átt að vera það? — Æ, ég veit ekki. — Því voruð þér þá að spyrja að þessu ? — Ég hugsaði ekki út í það. — Ávallt að hugsa áður en þér talið, séra Ágústínus, mælti biskup í ávítunar- róm. Dyrnar opnuðust og Hypatia kom þjót- andi inn. — Hún er ekki--------. Henni varð orð- fall. — Frændi, hrópaði hún. — Já, eftirlætið mitt, sagði biskupinn. — En ég var að segja yður frá þessu, séra Ágústínus. Þegar við höfðum dansað nokkra stund, gerðist mjög leiðinlegt at- vik. Þegar við vorum nú að leika okkur þarna- og allt var í bezta gengi, alhr syngj-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.