Vikan


Vikan - 07.09.1939, Blaðsíða 22

Vikan - 07.09.1939, Blaðsíða 22
22 VIKAN Nr. 36, 1939 Barði Guðmundsson fór til útlanda í sumar, eins og kunnugt er, til þess að sannfæra menntamenn á Norðurlöndum um þá kenningu sína, að menn af sjálenzk- um uppruna hefðu átt drjúgan þátt í land- námi íslendinga. Margt gleðimanna var á skipsfjöl, og bjuggu þeir saman í klefa prófessor Nor- dal og Barði. Barði dró sig hvergi í hlé við gleðskap- inn, en fór þó að öllu prúðmannlega. Þegar verið var að leggja að bryggju í Kaupmannahöfn, og farþegar höfðu gert upp reikninga sína við brytann, ber prófessor Nordal þar að, sem Barði Guð- mundsson horfir á reikning sinn í þungum þönkum. Lítur þá Barði snöggt upp og segir við prófessorinn: — Hann er ekki fallegur þessi frá bók- menntalegu sjónarmiði, en hann er hins vegar ágætt heimildarrit. Bezta amatörmyndin Tveir hátt uppi. Sigurður Einarsson, dócent fór til út- landa í sumar, en alllöngu eftir að þeir prófessorar guðfræðideildar fóru til Palest- ínu, og Guðbrandur prófessor Jónsson hafði lýst erindum þeirra. Daginn sem Sigurður fór hitti hann kunningja sinn á götu, og mælti hann: — Ert þú að fara utan í dag ? — Jú, svarar Sigurður. — Ætlar þú líka til Palestínu? — Ekki er það nú á áætluninni, en hver veit, hvar maður lendir á ferðalagi. — Að hverju ert þú nú helzt að hugsa um að leita, ef þú kemur þangað? — Með því gjaldeyrisástandi, sem hér ríkir í landi, held ég, að það lægi næst að skyggnast eitthvað eftir þessum 30 silfur- peningum, svaraði Sigurður. KEIMLEIKARNIR VH) VATNIÐ. Frh. af bls. 14. Daginn eftir fóru strákarnir með apann til umferðaleikflokksins. Hans hafði verið saknað. Strákarnir fengu ekki einungis ókeypis aðgang að sýningunni um kvöldið, heldur fimm krónu seðil hvor frá eiganda apans. Þegar þeir fóru fram hjá bæ skógar- varðarins á heimleiðinni, stóð gamh vinnu- maðurinn úti á hlaði. — Við náðum draugnum við vatnið, kölluðu þeir. — Bara, að þeir væru fleiri. Vinnumaðurinn hristi höfuðið. — Svona er ungdómurinn, tautaði hann og horfði á eftir þeim, þar sem þeir hent- ust áfram. Síðan bætti hann við bros- andi. — En það er gott, að hann skuli vera þannig. Kóngaljós. Einmana fór ég um öræfi og fjöll og aflraunir þreytti við jötna og tröll. Ég lamdi þau niður og lemstraði öll í logandi vígamóði. — Ég hræddist aldrei, þótt ögn rynni af blóði —. Ég lék mér að hættum, og lífsins ég naut. Mig lamaði hvorki sorg eða þraut, því alla hlekki ég af mér braut í æskunnar vígamóði. — Ég hræddist aldrei, þótt ögn rynni af blóði —. Svo yfirgaf ég mín fögru fjöll. Mín freistuðu dalsins hlátrasköll. Og síðan eru mín auðæfi öll ómur — áf hetjuljóði — — aðeins ómur af hálfkveðnu hetjuljóði —. Axel Ben.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.