Vikan - 07.09.1939, Side 11
Nr. 36, 1939
VIKAN
11
Ha 140, vél af nýjustu gerð. Notuð til flugs yfir Suður- og Norðuratlantshaf.
hún dregin upp af flugvél. Þetta eflir fé-
lagslyndi og samheldni. Svifflugmenn eru
góðir félagar, sín á milli, og við félaga
sína í öðrum löndum. Einstaklingurinn er
ekki neitt, en heildin skapar afrekin.
Svifflug á Islandi. Svifflugið eins og það
er iðkað nú, er um 20 ára gamalt, þar sem
það er elzt, þ. e. í Þýzkalandi. Hér á Is-
landi er það ekki nema rúmlega þriggja
ára. Árangurinn, sem þegar hefir náðst,
bæði hér í höfuðstaðnum og fyrir norðan á
Akureyri, er þó furðu góður. Samheldnin
milli félagsmanna er góð, en á þó eftir að
styrkjast. Svifflugsmenn eru nógu margir,
sem stendur, þó má bæta við byrjendum,
bæði hér og fyrir norðan. Þeir sem lengst
eru komnir, eru góðir flugmenn, sumir af-
bragðsgóðir; á ég hér við svifflugkennar-
ana í Reykjavík og á Akureyri og flug-
manninn, sem flaug 5 tíma í fyrra.
Afrekum eins og þessum mun fjölga
bráðum. Framfarirnar yrðu örari, ef félag-
arnir mættu oftar vera að því að halda
námskeið og liggja úti vikum saman til
þess að sæta lagi og hagnýta góðviðris-
dagana. En eins og svifflug er nú stundað
hér, í hjáverkum og einungis um helgar,
hefir það borið bezt hugsanlegan árangur.
Ég þykist vita, að svifflugmennirnir ís-
lenzku séu þakklátir kennurum sínum,
þeim Reichstein, Böhme, Ludwig og ef til
vill mér. En nú verða þeir bráðum „fleygir"
og geta haldið áfram, út á þá braut, sem
liggur til alþjóða svifflugmóta og sam-
keppni. Áður þyrftu þó nokkrir að sigla
til þess að fullkomna sig í smíðum og
smíðakennslu.
Vík ég nú að einu atriði, sem mér þykir
mikilsvægt fyrir alla Islendinga og íslenzk
flugmál almennt: Með starfi svifflugfélag-
anna færist flugkennslan til Islands. Hing-
að til hafa íslenzkir flugmenn orðið að
sækja menntun sína til útlanda. Nú geta
þeir þó a. m. k. byrjað hér, byrjað með
svifflugi og einkatímum á þeim flugvélum,
sem til eru. Ég get ekki séð annað en að
flugið eigi glæsilega framtíð fyrir sér á
Islandi, sem er strjálbyggt, en býður þó
ágæt flugskilyrði. Þá mun vera bezt, að
allir íslenzkir flugmenn byrji að fljúga yfir
íslenzka grund í svifflugum sínum. Þá verð-
ur skýlið á Sandskeiði með tímanum há-
skóli íslenzkra flugmanna!
Afrek og met. íslenzkir svifflugmenn,
sem aðrir flugmenn um víða veröld, keppa
að metum, og er eini mismunurinn milli
meta í svifflugi og meta í öðrum íþrótta-
greinum sá, að í fluginu verða metin seinna
til, þ. e. sá flugmaður, sem einhvern tíma
er svo heppinn að geta sett met, hefir þá
áreiðanlega lagt fram miklu meiri vinnu,
orku og sjálfsfórn en methafi í öðrum
íþróttagreinum. — Þrepin að hverju meti
eru ótal afrek. Bezta afrek er og mun
ávallt verða að lenda vélinni óbrotinni,
enda er svifflugmet ekki viðurkennt, nema
bæði maðurinn og vélin komi heilu og
höldnu til jarðar.
Milli brottferðar og lendingar liggur þá
metið. Metin, sem set hafa verið af svif-
flugmönnum hin síðari ár, eru svo ótrú-
leg, að þau hefðu verið met með mótor-
flugum fyrir nokkrum árum. Ætla ég hér
aðeins að geta nokkurra þeirra: Tímamet
settu tveir ungir Þjóðverjar í fyrra við
Eystrasalt í tveggja manna vél, ,,Kranich“
(samskonar vél og Ludwig sýndi í fyrra
listflug á), með því að halda sér uppi í
50 klst. 15 mín. Á vél af sömu gerð setti
einn flugmaður hæðarmet með því að kom-
ast 9.200 metra upp fyrir brottferðarstað-
inn.
Dýrmætasta met í svifflugi mun þó vera
hið svokallaða markflug, þ. e. flugmaður-
inn reynir að ná fyrirfram ákveðnu marki
í ákveðinni fjarlægð. Þjóðverjinn Peter
Riedel, sem einmitt um þetta leyti er að
sýna sig og ,,Kranich“ sinn í Ameríku og
m. a. flaug yfir Rocky Mountains (5800
mtr.), átti lengi metið í markflugi, 370
km. Á meðan hann dvaldi nú vestan hafs,
notuðu félagar hans, sem eftir voru í
Þýzkalandi, tímann til þess að bæta met
Riedels, svo að um munaði: Einn flaug
530 km. að ákveðnu marki (lengri leið en
þvert yfir Island frá Látrabjargi til
Gerpis); hann hefði þó að líkindum getað
lent einhvers staðar á þurru landi, en það
var ekki hægt fyrir ameríska svifflug-
manninn, sem flaug yfir Michigan-vatnið:
110 km á tæpum klukkutíma!
Allir þessir drengir og miklu fleiri frá
öðrum löndum munu koma saman í Hel-
sinki á olympisku leikana árið 1940, en
þar verður keppt í svifflugi í fyrsta sinn
á olympíuleikum. Allir þátttakendur verða
að nota svifflugu af sömu gerð (,,Meise“).
Hagnýting svifflugs. Svifflug er þó ekki
einungis iðkað flugmannanna vegna, það
kemur öllum almenningi að gagni á marg-
víslegan hátt. Ég ætla hér aðeins að nefna
tvö dæmi: Svifflugur eru víðast hvar not-
aðar til veðurathugana. Veðurfræðingur-
inn, sem um leið verður að vera góður svif-
flugmaður, lætur draga sig upp af mótor-
flugu í ca. 5.000 metra hæð. Síðan reynir
hann að hækka flugið sjálfur, en samtímis
mælir hann lofthita, loftraka, loftþrýsting,
athugar skýjafar. Mælingar hans verða
miklu nákvæmari en mælingar gerðar í
mótorflugu, vegna þess að í svifflugunni
þurfa ekki að vera neinir hlutir úr málmi,
er geta haft áhrif á mælingaáhöldin.
Svo er hitt: Betri undirbúningur undir
mótorflug en svifflug er ekki til. Eins og
sjómaðurinn lærir bezt að mæta vindi og
sjávargangi á seglskipi, fær flugmaðurinn
bezta reynslu í viðureign sinni við vind og
loftstrauma í svifflugu. Var þess vegna
ákveðið í Þýzkalandi og mörgum öðrum
löndum, sem reka farþegaflug, að gera
svifflug að skyldunámsgrein fyrir farþega-
flugstjóra. Svo strangt var gengið eftir
þessu, að jafnvel frægir flugmenn, sem
stjórnað höfðu risavöxnum farþegaflugvél-
Prh. á bls. 19.
Do X, stærsti flugbátur heimsins, smíðaður 1929 i Domierverksmiðjunum.