Vikan


Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 3

Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 3
Nr. 38, 1939 V IK A N 3 Eftir Jón Árnason, lækni á Kópaskeri. Sumarið 1937 vildi það slys til í skemmtiferð Reykvíkinga um Þingeyjarsýslur, að danskur aðstoðartannlæknir Halls Hallssonar, tannlæknis í Reykjavík, Ole Braae að nafni, hrapaði fyrir hamra niður í hið geigvænlega Jökulsárgljúf- ur, spölkorn neðan við Dettifoss, allt að því hundrað metra hæð, en slapp svo lítið skaddaður, að með hjálp góðra manna hélt hann ekki aðeins lífi, heldur náði fullri heilsu, andlegri og líkamlegri. Mundi þessu kraftaverki helzt við að jafna, er landi vor Guðmundur Andrésson, sællar minn- ingar, hrapaði úr Bláturni í Kaupmannahöfn og sakaði ekki. Jón Árnason, læknir á Kópaskeri, var kallaður til, er slys- ið varð, og stundaði hann sjúklinginn, unz hann var úr hættu. Fer hér á eftir frásögn hans um þennan óvenjulega atburð og er úr skýrslu hans til landlæknis, en birtur hér með leyfi höfundarins. Jón Árnason læknir er með allra pennafærustu mönnum og sérkennilegur í stílshætti — hann er albróðir Þuru, skáldkonu í Garði. Er höfundurinn leyfði birtingu frásögunnar, sló hann þó þann varnagla að telja ef til vill vafasamt, hvort það væri „öldungis rétt milliríkja- pólitík, að birta þann samanburð, sem ég geri á þjóðunum, ógkafinn". Það höldum vér öldungis óhætt vegna vorrar hispurslausu sambandsþjóðar og ætlum, að Braae tann- læknir, sá, er fyrir slysinu varð, hafi þar tekið af skarið fyrir þjóð sína, svo að sízt halli á hana í samanburðinum. „Ég hefi áð vísu, segir Jón læknir Árnason, „skrifað Braae mínum allt það sama, en hann segir, að það hafi þó alltaf verið Dani, sem lifði þetta fall af!“ Að kvöldi 9. júlí 1937 kom bifreið frá Reykjavík að Skinnastöðum. Var hún á vegum Ferðafélags Islands og voru í henni, að sögn, 16 manns, ef til vill 16 auk vagnstjórans. Þarna voru einir 6‘ Danir, þar af 2 stúlkur, nokkrar íslenzkar stúlkur og að minnsta kosti 5 íslenzkir karlmenn, sem ég minnist. Fólkið gisti Skinnastöðum um nóttina, fékk sér lítinn árbít næsta morgun (kaffi og þess hátt- ar) og fór síðan áleiðis til Hólsf jalla. Mun það hafa ætlað að fá miðdegisverð á Grímsstöðum, — en á leiðinni átti að koma að Dettifossi. Ganga þarf lítinn spöl að fossinum og fór fólkið alla leið að brún hans fljótlega, nema tveir danskir tann- læknar, Ole Braae og Ole Forch að nafni, ungir menn, vinnandi í Reykjavík. Þeim dvaldist á gljúfurbarminum litlu neðar. Var Forch þó snúinn á leið á eftir fólkinu, en Braae stiklaði fram á nöf eina, að því er haldið var til þess að taka myndir. Svo vildi til, að handan við ána var staddur Þórarinn bóndi í Krossdal í Kelduhverfi, ásamt 2 stúlkum, er hann fylgdi að foss- inum. Þetta fólk sá nú stein detta og síð- an Braae í gljúfrið. Forch sá og, er Braae féll, og hljóp nú til samferðafólksins og sagði tíðindin. Man ég eigi, hvort þetta var á 11. eða 12. tíma um morguninn. Það sáu menn, að Braae var ekki með öllu dauður, því að hann hreyfði sig eitthvað. Næst er að geta hins helzta, er ég veit réttast um stað og fallhæð. Forch heldur, að Braae hafi fallið ca. 60 metrum neðan við fossinn, en mjög er torvelt að gera sér grein fyrir fjarlægðum í hinu hrikalega umhverfi. Þarna er nöf, er fossinn sést af. Síðar í sumar kom ég að fossinum. Mældi ég þá, ásamt vagnstjóra mínum, dýpt gljúfursins á þessum stað. Spottinn var ekki nema 83 metrar og náði ekki til botns, en eigi mundi mikið vanta. Norðan þess- arar nafar er vik í gljúfurbrúnina. Bergið er þar varla hærra en 40—50 metrar ofan á stall, er svo er breiður, að Braae hefði stöðvast að fullu á honum. Þá kemur önn- ur nöf, ca. 200—250 metrum neðan við fossinn. Mæling okkar fór þar á sömu leið og á hinni fyrri, hæðin mundi að minnsta kosti 90 metrar. Sunnan á þessari nöf segir Þórarinn að Braae hafi fallið. Hann sá bezt til. Hann er þarna kunnugur og við báðir. Samkvæmt lýsingu Hólsfjalla- manna, er síðar getur og í gljúfrið fóru, hefir Braae fallið þarna. Af athugunum . mínum uppi, bornum saman við þær, sem iég gerði slysdaginn niðri í gljúfrinu, álít ég einnig, að Braae hafi fallið þarna. Norð- ur af hinum breiða stalli undan vikinu hækkar standbergið strax, þ. e. verður stallalaust hengiflug ofan að á. Þó mun einhver kverk þarna eða aflíðandi. Neðst 1 í hana hefir Braae komið niður. Sennilega ier hæðin þarna um 80 metrar. Hann féll ú loftkasti og með feiknahraða síðast — ^segir Þórarinn — stöðvaðist á litlum stalli — segir Þórarinn og Forch, — brölti og íféll svo aftur 4—5 metra, — segja þeir, ,er að honum komu — ofan að á. Eftir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.