Vikan


Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 11

Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 11
Nr. 38, 1939 VIKAN 11 Bókmenntir. o Úr landsuðri. Nokkur kvæði eftir Jón Helgason. Heimskringla 1939. að er nú orðið löngu kunnugt, að Jón Helgason, prófessor í Kaupm.höfn., er ekki aðeins slingur vísindamaður í þjóð- legum fræðum, heldur einnig eitthvert vin- sælasta kímniskáld, sem nú yrkir á ís- lenzka tungu. Árum saman hefir það átt sinn þátt í að lífga upp útlegðartímann fyrir íslenzkum stúdentum í Höfn, að ,,Kengon“, eins og hann löngum var kall- aður, væri klappaður upp á fundum þeirra til að flytja eitthvert nýort gamankvæði um einhverja viðburði, er gerðust í þeirra hóp, eða út af einhverju broslegu, sem þá var að fréttast utan af íslandi. Og stúdent- amir voru næmir á kvæðin, og þegar þeir komu heim, höfðu þeir þessi kvæði yfir í góðum hóp, þar sem þau vom eitthvert óbrigðulasta kryddið í viðræðunum og lík- legust af öllu til að vekja hressandi hlátur. Þannig urðu gamankvæði Jóns prófessors landfleyg, þótt ekki ,,gengi út á þrykk“. En nú hefir ,,Heimskringla“ gefið út ofurlítið safn af kvæðum Jóns. Það er í tveimur köflum; kímnikvæðin fyrst, en síðari hlutinn er kvæði alvarlegs efnis og sum þýdd. Þetta er ljómandi bók um allan frágang, og er óhætt að segja, að fátt er nú lesið þessa dagana, síðan hún kom út, meira en einmitt hún. Þess verður ekki dulizt hér í landi kunn- ingsskaparins, að tilefni margra kímni- kvæðanna eru persónuleg, enda þótt eng- in nöfn séu nefnd, svo ekki verður siglt fyrir þau sker, að einhverjir finni þar broddi að sér stungið. En þeir hinir sömu verða þá að hugga sig við það, að því að- eins hafi þeim verið veitt athygli, að þeir voru þess verðir. Ávirðingum þýðingarlít- illa manna nennir enginn að halda á lofti og því síður að yrkja um þær, og það með ágætum. En svo má einnig líta á þessi kvæði frá alveg ópersónulegri hlið. Meðal þeirra em hárbeittar ádeilur á ókosti, sem eru al- gengir meðal þjóðarinnar. „Kvæðið um af- drif hanans“, sem er fremst í bókinni, ger- ir gys að því kjánalega ,,snobbi“, sem hér er altítt, fyrir erlendum gestum. „Alþingis- maðurinn og dóninn“ er eins konar góðlát- leg vasaútgáfa af „The Picture of Dorian Gray“, eftir Oscar Wilde, þar sem ráðizt er á ósamræmið milli hins ytra og innra manns, eða þann tvískinnung í skapgerð manna, sem veldur stundum fullkomnu ósamræmi milli hugsjónar þeirra og breytni. Þá fær óvandvirknin og akta- skiptin, sem nú eru svo algeng hér, sinn dóm í kvæðinu „Hraðritun", eða titlatogið og hégómatildrið í kvæðinu um Sölva Helgason og Þjóðhátíðarsöngnum, og má svo lengi telja. Sú hhð skáldsins, sem fram kemur í síðari hlutanum, er almenningi ekki eins kunnug og sú, er í kímnikvæðunum birtist. Þarna eru „lýrisk“ kvæði og viðkvæm, og ekki laust við raunablæ á sumum þeirra. Manni verður ósjálfrátt að orði: Þetta á hann þá til, háðfuglinn! En sama er hand- bragðið, hvern strenginn, sem hann snert- ir, þann káta eða þann dapra. Hrein og silfurtær tungan hittir ná- kvæmlega það, sem ætlazt er til. * Það er mikið rætt um stríðsráðstafanir þessa dagana, og menn tala um stríðið, eins og þeir geti nú haft einhver áhrif á gang þess með dómum sínum um stríðs- aðila og bollaleggingum um það, hvernig fara muni. En það var góð stríðsráðstöf- un hjá „Heimskringlu" að gefa út þetta ljóðakver. Menn geta tekið það sér í hönd og lesið það upphátt fyrir kunningja sína, í staðinn fyrir það að tala um stríðið. N. Þórir Bergsson: Sögur. Isafoldarprentsmiðja h.f. r T þessari bók eru 22 sögur, flestar stuttar, A eins og vera ber um góðar smásögur. I stuttu máli má um þær segja, að þær séu hver annarri betri. Eg held, að það sé óhætt að segja, að svona gott smásagna- safn komi hreint ekki út, nema einu sinni á aldarf jórðungi á Norðurlöndum. Þetta er ein af þessum bókum, sem maður les með vaxandi undrun og gleði, því aðhérfersam- an ágæt tækni, óháð hugmyndaflug, lif- andi skáldgáfa og vandvirkni, — en það er heldur sjaldgæft, að þessir kostir fari allir saman í byrjandaritum. Þórir Bergsson er frumlegur, á þann eina hátt, sem hægt er að vera það. Frá- sögn hans er ávalt eðlileg, og það, sem af öðrum er lært, er svo vel mælt, að það er orðin hans eigin eign. Þá er það lang- þreyttum lesanda mikil fróun að mæta hvergi, á 236 síðum, hinum meira og minna dulbúnu drisildjöflum pólitísks áróðurs, sem annars maðksmjúgja bókmenntir vor- ar á hinn ógeðslegasta hátt. Eina sögu hefi ég lesið áður, eftir Þórir Bergsson, fyrir hér um bil 20 árum. Síðan hefi ég lesið margar bækur og flestum gleymt, en þessa litlu sögu, Brosið, heitir hún, mundi ég vel og þótti gaman að líta yfir hana að nýju í þessari bók. Hún er perla, — en það orð má nota um mikinn hluta þessara sagna. Beztar þykja mér Sigga-Gunna, Brosið, Stökkið, hin gull- fallega saga: Sakramentið, Lýgi, Dýr, sem er mjög skemmtileg, sálfræðileg athugun, Slys í Giljareitum, Mennirnir og steinn- inn og Nótt. Bréf úr myrkri og I Svartadal er í raun og veru lítill róman, — og saknar maður þess töluvert, að hann er ekki lengri. En vonandi á höfundurinn eftir að bæta okkur það upp. Þetta er góð bók. Kristmann Guðmundsson. Guðm. G. Hagalín: Virkir dagar I—II. irkir dagar eru saga Sæmundar Sæ- mundssonar skipstjóra, skráð af Guð- mundi G. Hagalín eftir sögu Sæmundar sjálfs. Hér er því eigi um skáldrit að ræða, heldur sagnarit, ævisögu íslenzks dugnað* armanns úr alþýðustétt, sem róið hefii margan krappan sjó um dagana, fengizt lengst af við sjómennsku sem skipstjóri á hákarlaskipum, síldveiðaskipum og þorsk- veiða, flutningaskipum o. fl„ oftast nær með mikilli heppni um aflabrögð, en jafn- an með miklum dugnaði. En jafnframt fékkst Sæmundur einnig við sveitabúskap um alllangt skeið og bjó góðu búi. Saga hans gefur því tækifæri til þess að lýsa að meira eða minna leyti tveimur aðal- greinum íslenzks atvinnulífs, eins og því var háttað fram til síðustu áratuga, enda verður sízt sagt, að það tækifæri sé látið ónotað í bókinni. Ævisagan hefir að geyma mikinn og margháttaðan fróðleik um ís- lenzka menningar- og atvinnusögu, sér- staklega þó um sjávarútveginn, á seinustu áratugum 19. aldar og fram undir síðustu ár. Allur sá fróðleikur er að vísu nálega eingöngu bundinn við Norðurland og sér í lagi Eyjafjörð, þar sem Sæmundur átti heima alla tíð, þangað til hann fluttist til Vesturlands (Hnífsdals og síðar Isafjarð- ar, þar sem hann á nú heima) fyrir nokk- urum árum. Fjöldi nafngreindra, sumpart víðkunnra, manna kemur við söguna, sem vænta má. Yfirleitt eru dómar um þá menn mjög hógværir og oftast lofsamlegir, og er auðsætt, að Sæmundi hefir verið betur lagið að sjá það, sem gott var í mönnum og nýtilegt, en hitt, sem miður fór. Víða bregður fyrir góðlátlegri glettni í lýsing- um. Virkir dagar eru merkileg bók vegna efnis síns og fróðleiks þess, er hún hefir að flytja. En þeir eru líka og ekki síður skemmtileg bók. Atburðirnir verða ein- kennilega lifandi og fullir af margbreytni, þótt sumir þyki smávægilegir og hver öðr- um líkir fljótt á litið. Bókin sameinar á listfengan hátt trúverðugleik hinnar sönnu sögu og spenning skáldsögunnar. Guðni Jónsson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.