Vikan


Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 22

Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 22
22 VIKAN Nr. 38, 1939 Fyrir nokkrum árum ákváðu framsókn- armenn í Eyjafirði að stofna til skipulags- félagsskapar með sér, og var séra Gunnar Benediktsson í Saurbæ, meðal annarra, kjörinn til þess að semja stefnuskrá og lög fyrir félagið. Settust þeir nú á rökstóla séra Gunnar og félagar hans og íhuguðu málin vand- lega. Uppgötvar þá séra Gunnar, að allar niðurstöður hans og skoðanir fara mjög í bága við félagana og verður bæði honum sjálfum og þeim ljóst, að hann er komm- únisti og á ekki heima í þeim félagsskap. Sumarið eftir er Jónas Jónsson á ferð í Eyjafirði, heimsækir séra Gunnar og spyr hann, hvernig á því standi, að hann hafi oltið út úr félagsskapnum. — Það var af því, segir séra Gunnar, — að því betur, sem ég íhugaði málin, því sannfærðari varð ég um, að ég er sósíal- isti, en ekki framsóknarmaður. Jónas þagði við um hríð og mælti síðan: — Mikið andskoti var að þú skyldir nokkuð fara að grufla út í þetta. Jóhann Snorrason heitir unglingspiltur á Akureyri. Hann er sonur Snorra Sigfús- sonar, skólastjóra, og hinn mesti æringi og skjótráður sem hann á kyn til. Það bar til í sumar, að brekzt herskip kom til Akureyrar og lá þar við landfestar. Um þessar mundir hafði Jóhann umráð yfir mótorhjóli, sem annars var hinn mesti gallagripur og mjög dutlungafullt í tökt- um sínum. Kom Jóhann þeysandi á hjólinu niður á bryggju, þar sem herskipið lá, en er hann ætlaði að snúa farartækinu á bryggjusporðinum stöðvaðist gangvélin, og hverjum brögðum, sem Jóhann beitti, gat hann ekki komið vélinni aftur af stað. Hópur sjóliða stóð við borðstokk herskips- ins og höfðu mikla gleði af vandræðum drengsins, og hlógu dátt að honum. Leiddi þá Jóhann hjólið upp að skipshliðinni, nam staðar framan við sjóliðahópinn, benti þeim á hjólið og mælti með yfirlætislegri ásökun: — Made in England, please! Allir sjóliðarnir hurfu á skammri stund undir þiljur. 24. krossgáta Vikunnar. Lárétt: 1. Þráðarefni. — 3. Fúatré. — 9. Hamingju- söm. — 12. Tveir eins. — 13. Rola. — 14. Heimta. — 16. öðlast. — 17. Æðri vera. -— 20. Þungur. — 22. Með tölu. — 23. Úrfelli. — 25. Klær. — 26. Fyrir neðan. -— 27. Filmstjarna. — 29. Spýt- ist. — 31. Ný. — 32. Fugla. — 33. Afleiðsluend- ing. — 35. Ákalí, sk.st. — 37. Frumefnistákn. — 38. Sviftir fé. — 40. Algeng sk.st. — 41. Trúi varla. — 42. Húsdýr. — 44. Gleðskapur. — 45. Iðið dýr. — 46. Útnes, þolf. — 49. Afkvæmi. — 51. Algeng sk.st. — 53. Tvöfaldir. — 54. = 40 lárétt. — 55. Tíu dropar. — 57. Hljóða. — 58. Töluforskeyti. —• 59. Spyrja. — 60. Vindur. — 62. Spurðir. — 64. Hreinsa. — 66. Hlé. — 68. Utan. — 69. Mánuður. -— 71. Myndar. — 74. Litar. -—• 76. Beygingarending. — 77. Stétt. — 79. Snemma. — 80. Grískur bókst. — 81. Úrræði. — 82. Veiðin. — 83. Veiðistaður. Lóðrétt: 1. Fylgir oft páskum. — 2. Flugmaður. — 3. Skál. -— 4. 1 smiðju. — 5. Öfugur tvihljóði. — 6. Málfræðis sk.st. — 7. Planta. — 8. Grastegund. — 10. Skeið. — 11. Fá í hendur. — 13. Velstæð. -— 15. Þekkt. — 18. Farvegur. — 19. Fugl. — 21. Nokkrum dögum áður en yfirstandandi styrjöld brauzt út sátu nokkrir andans forystumenn höfuðstaðarins að kaffi- drykkju á Hótel Borg, og ræddu þeir ástand og horfur í alþjóðamálum. Sýndist sitt hverjum, og urðu harðar deilur um það, hvernig leysa bæri öngþveiti það, sem þjóðirnar væru nú komnar í. Einn þeirra manna, sem þátt tók í þessari orðahríð var Þórbergur Þórðarson, rithöfundur. Sem niðurstöðuorð á sinni skoðun á við- horfi alþjóðamála sagði Þórbergur: — Það er nú svo komið, að eina friðar- vonin er sú, að það verði langvarandi stríð! # Snorri, bóndi í Fellsseli í Ljósavatns- hreppi, hafði eitt sinn vinnukonu, er Indí- ana hét, og var kölluð Inda. Það bar til um sumar á túnaslætti, að bolakálfur nokkur varð viðskila við Fellssels kýrnar, og sendi þá Snorri Indu til að leita að kálfinum. Er hún hafði lengi leitað kálfsins sér Snorri hilla undir hana upp á f jalli, og varð hon- um þá að orði: — Þarna kemur þá Inda greyið kálf- laus og finnur ekki tarfinn! ....................................iiiiiii.....""'íj, | Fegurðardrottningarvalið. | Þeir, sem taka vilja þátt í fegurðardrottningarvalinu, þurfa að senda at- j 1 kvæðaseðla sína strax, þannig að þeir séu í vörslum blaðsins í síðasta lagi i j laugardaginn 23. september. Á sunnudaginn verða atkvæðin talin og í blað- j i inu 28. september verða úrslitin birt. I ^,l||lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllÍlllllllllllllllllllllllllllllll"l"IIII"lllllllll* *l"*llllllll"lll*"l*l""l*""l*ll*l,,,,,,*,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,VV Storknar. •— 23. Kom við. — 24. Húsdýrið. — 26. Kvenm.nafn. — 27. Mállýti. — 28. Féndur. — 30. = 35. lárétt. — 31. Furðar. — 32. Mannsnafn. — 34. Áfengi. — 36. Líkamshluti. — 38. Fyrir- gefning. — 39. Sterkur. — 41. Bókstafur. — 43. Sjaldgæfur. — 47. Tveggja. — 48. Spanskur stjómmálamaður. — 49. Lína. — 50. Suð. — 52. llát. — 54. Þannig. — 56. Ræfill. — 59. Spum- arfomafn. •— 61. Flík. — 63. Töluorð, þolf. — 64. Kvenm.nafn. — 65. Karlm.nafn. — 67. Fóður. — 69. Meltingarvökvi. •— 70. Lagleg. — 72. Veit- ingastofa. — 73. Efni. — 74. Vísir. — 75. Dýr. -—• 78. Tveir eins. •— 79. Spil. er þvottasápa nútímans. — Hver er þessi laglega stúlka? — Hún er búðarstúlka. — Hvers vegna heldurðu það? — Ég kyssti hana einu sinni, þegar ég var með henni í boði, og hún spurði: — Var það nokkuð fleira ? * — Góða nótt, frú Jóna, og takk fyrir. Þetta er skemmtilegasta kvöld, sem ég- hefi lifað. — Segið þetta ekki, frú Ásta. — Jú, kæra frú Jóna. Ég segi þetta alltaf. — Hvernig líður tengdamóður þinni? Mér var sagt, að hún væri hættulega veik. — Já, en það er langt síðan. Nú er hún hættulega frísk. Frönskukennsla fyrir byrjendur: Vinur — Un ami. Vinkona — Une amie. Tvær vinkonur — Bigami. Hann: Meina konur alltaf nei, þegar þær segja nei? Hún: Nei. * Sýndu mér naglalakkið þitt, og ég skal segja þér, hver þú ert!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.