Vikan


Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 19

Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 19
Nr. 38, 1939 VIKAN 19 FUIDIB FÉ. * Iíslenzkutímanum var kennarinn að skýra út fyrir nemendunum, hvað væri fundið fé. — Ef þið finnið eithvað á götunni, sem «r einhvers virði, þá er það fundið fé, sem þið megið ekki stinga í ykkar eigin vasa, heldur verðið þið að afhenda það á lög- reglustöðina, sagði hann að lokum. — Já, þá fær maður fundarlaun, bætti einhver við. — Það fékk pabbi minn. Hann fann einu sinni armbandsúr á götunni, fór með það á lögreglustöðina og daginn eftir fékk hann tíu krónur í fundarlaun. Augu Viggós leiftruðu af hrifningu og ákafa. Hugsið ykkur, tíu krónur! — Mega litlir strákar finna fundið fé? spurði hann. — Já, auðvitað, svaraði kennarinn bros- andi. — Ef þú hefir augun opin, getur ver- ið, að þú hafir heppnina með þér. Viggó langaði mest af öllu til þess að leggja strax af stað og reyna að finna eitthvað. Hann gat ekki gleymt tíu krón- unum. Hann varð fyrstur út úr skólanum þann daginn. Hann skoðaði götuna vandlega, en varð einskis vísari. Jæja, það hafði enginn sagt, að fundna féð lagi fyrir utan skól- ann. Á allri heimleiðinni leit hann niður fyrir sig, svo að hann missti ekki af neinu. Þegar hann kom heim var hann méð blýantsstúf, einseyring og ryðgaða öryggis- nál. — Ég skal sýna þér, að ég skal finna ýmislegt, sem er meira virði en þetta, þeg- ar ég er orðinn æfðari, sagði hann við leik- bróður sinn. — Maður getur fundið allt mögulegt, bara, ef einhver hefir týnt því. Litli drengurinn horfði hrifinn á hann. Síðan leit hann í kringum sig. — Getur maður líka fundið hjól ? spurði hann allt í einu. — Ég veit nefnilega um eitt. Viggó komst allur á loft. — Ertu viss um þetta? Ég á við, að einhver hafi týnt hjólinu ? — Já, það er hjólið, sem stendur þarna við girðinguna. Það hefir staðið þarna í allan dag. Viggó starði hugfanginn á hjólið. Það var nú einhvers virði að finna þetta. — Ef þú værir í skólanum, gætir þú fundið þetta sjálfur, en þú veizt einu sinni ekki, hvar lögreglustöðin er. Litli strákurinn játaði fúslega þekking- arleysi sitt. Hann var ánægður, þó að hann fengi ekkert annað en að horfa á. — Viggó greip í stýrið og ætlaði af stað. Því miður var hjólið læst, og þegar hann reyndi að draga það af stað, var barið harkalega í rúðu á annarri hæð. Litli strákurinn lagði hendurnar á bak- Barnasaga iiiiiiii m iiiiiiimiiiii ii imi ii inm •••••••••>> ið og labbaði rólega af stað, en Viggó hljóp skelfdur í burtu —-------. Nokkrum dögum síðar varð Viggó að ósk sinni. Hann fann dálítið — — —. Það var gömul, svört vasabók með skrif- uðum blöðum. Þar voru kynlegar tölur og dularfullt krot. Hún hlaut að vera ein- hvers virði, eins þykk og hún var. Það var ekki heldur laust við, að móðir hans væri hrifin af bókinni, og að lokum labbaði hann með bókina niður á lögreglu- stöð. — Ekki vantar á þig stærðina, sagði gamli lögregluþjónninn vingjarnlega. — Hvað heitir þú í dag? Hann hét Viggó, gat hann stamað um leið og hann dró fram bókina. Lögregluþjónninn blaðaði í bókinni og sá, að hún var öll krotuð barnalegum teikn- ingum. Á einum stað stóð Friðrik stórum stöfum. — Þetta lítur út fyrir að vera stílabók. Þú skalt fara með hana og reyna að teikna eins og Friðrik. Þegar lögregluþjónninn sá, hvað Viggó var vonsvikinn, kenndi hann í brjósti um hann. •— Heyrðu, Viggó, ætli þetta sé ekki símanúmerið hjá Friðriki? Við skulum reyna að hringja. I símann kom kona. Lögregluþjórminn sagði henni frá Viggó og fundi hans. Konan greip fram í fyrir honum með því, að hann hefði hringt í vitlaust númer. Á heimilinu væru engin börn, — Nei, sagði lögregluþjónninn hlæjandi, — þú græðir ekkert á þessari bók. Ég ætla að gefa þér krónu fyrir það, hvað þú varst góður að koma með hana. Viggó lallaði í öngum sínum heim. Auðvitað voru vonbrigðin honum sjálf- um að kenna, þar sem að hann hafði ímyndað sér, að bókin væri svo mikils virði. Nú var hann gersamlega eyðilagður. Um kvöldið þegar Viggó, mamma hans og pabbi voru að hlusta á útvarpið, tók mamma hans eftir því, að hann var með tárin í augunum. — Kjáninn þinn, sagði hún. — Hvernig dettur þér í hug------, lengra komst hún ekki, því að þau tóku að hlusta. — Við höfum lofað að flytja þessa til- kynningu. Lítill drengur, Viggó að nafni, sem hefir fundið vasabók, gefi sig fram. Frægur eðlisfræðingur tapaði þessari bók, en í henni eru margar, dýrmætar teikning- ar. Hann sneri sér til lögreglustöðvarinn- Vigg'ó greip í stýrið og ætlaði af stað, ar, og þar var honum sagt, að Viggó hefði ætlað að afhenda bókina, en hún hefði ver- ið talin einskis virði. Ef Viggó á bókina enn, fær hann góð fundarlaun, ef hann af- hendir prófessornum hana. Viggó varð reglulega hreykinn, þegar hann fór með mömmu sinni til þess að skila bókinni. Þegar mamma hans sagði konu prófess- orsins, að lögregluþjónninn hefði haldið, að barp ætti bókina, fór hún að skelli- hlæja og sagði: — Maðurinn minn hefir þann slæma vana að krota og krota þegar hann er að hugsa. Vinnukonan kom í símann, og hún hefir ekki áttað sig á þessu: „Friðrik". Jæja, Viggó fékk fundarlaun, sem voru miklu meiri en fundarlaun mannsins, sem fann armbandsúrið. —• Hvemig vakti prinsinn Þyrnirós? Lísa litla: . . . ? — Þú veizt það. Hvað gefur mamma þín þér á morgnana, þegar hún vekur þig? Lísa litla: Fulla skeið af lýsi. # — Hvers vegna ertu að hlaupa, drengur ? — Til þess að forða tveim strákum frá því að slást? — Hvaða strákar eru það? — Sveinn og ég. # Frissi skrifar heim úr skólanum: — Og svo lékum við gamanleik, sem hét „Ham- let.“ Sumir áhorfendurnir höfðu séð hann áður, en hlógu samt . . . # — Mamma, — hvernig komast engl- arnir í náttkjólana sína utan yfir vængina ? # — Mamma, er hárvatn í þessari flösku? — Nei, lím. — Nú, það er þess vegna, sem ég næ húfunni ekki af höfðinu. * — Álítið þér mig vera bjána? — Nei, en mér getur skjátlazt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.