Vikan


Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 15

Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 15
Nr. 38, 1939 V IK A N 15 Allir íbúamir í Végiers-le-Réthel höfðu fylgt monsieur Badon-Leremineé til grafar, og í hugum þeirra hljómðu enn þá síðustu orðin í ræðu héraðsstjór- ans: — Heiðarlegur maður hefir kvatt okk- ur. Hann hafði verið heiðarlegur í hvívetna, gegnum allt sitt líf. Öll framkoma hans og látbragð, göngulag hans, ræður hans, jafnvel lagið á hattinum hans og það, hvernig hann klippti skegg sitt, allt bar það vott um hinn strangheiðarlega mann, sem í hverju smáatriði var eftirbreytnis- verður. Hvert orð hans hafði miðað að því að fræða, og í hvert sinn, er hann gaf ölmusu, þá lét hann einhverja góða ráðleggingu fylgja með. 1 hvert sinn, er hann rétti út hönd sína, var það ávallt einhverjum til blessunar. Hann lét eftir sig tvö börn, son og dótt- ur. Sonur hans var í bæjarráðinu, og dóttir hans var gift málafærslumanni, mon- sieur Poirel de la Voulte, og voru þannig bæði börnin í hópi hinna virðulegri borg- ara í Véziers. Þeim þótti ákaflega vænt um föður sinn og tóku sér dauða hans mjög nærri. Eftir að greftrunarathöfnin var um garð gengin, fóru þau heim í íbúð hins látna. Þar lokuðu þau sig, öll þrjú, inni í herbergi, opnuðu erfðaskrána, sem aðeins mátti opnast af þeim í einrúmi og þó ekki fyrr en kaffið hafði verið borið inn í her- bergið, þar sem innsiglað umslagið lá á borðinu. Þessar fyrirskipanir hins látna höfðu þau fengið með bréfmiða, er hafði verið lagður ofan á erfðaskrána. Monsieur Poirel de la Voulte opnaði erfðaskrána, enda var hann sem lögmaður vanur slík- um störfum. Fyrst þurrkaði hann gleraug- un vel og vandlega, setti þau á sig, ræksti sig og hóf svo lesturinn með kaldri, þurr- legri röddu, sem virtist ágætlega fallin til upplesturs lögfræðilegra frásagna eða efnis. — Kæru börnin mín! Ég gæti ekki sof- ið rólegur mínum síðasta svefni, ef ég gerði ekki þessa játningu til ykkar nú, þegar ég er lagstur til hinnstu hvíldar. Það er játning á glæp, sem hefir hvílt á sál minni eins og mara og eitrað líf mitt. Já, ég er sekur um glæp------hræðileg- an glæp.-------Ég var þá aðeins tuttugu og sex ára gamall og var þá nýkominn til Parísar og vann þar sem málafærslu- maður. Þar lifði ég, eins og svo margir aðrir, án kunningja, vina eða ættingja. Al- einn á meðal þúsundanna. Ég fékk mér ástkonu. Hversu margir eru þeir ekki, sem fyllast viðbjóði, þegar þeir heyra þetta orð! Samt eru til menn, sem einveran er þjáning. Ég er einn af þeim. Á hljóðum kvöldum, er ég sit einn við arininn, og á næturnar, þegar myrkrið og þögnin umlykur mig, þá fyllir einveran hug minn hræðilegri angist. Mér finnst, sem væri ég aleinn í öllum heiminum, svo hræði- lega einmana, umkringdur óþekktum hætt- um, einhverjum ægilegum háska. Þunni veggurinn, sem skilur mig frá nábúa mín- um, manni, sem ég hefi ekki hugmynd um, hver er, virðist gera hann jafn fjarlægan mér eins og reginfjarlægð stjarnanna, sem AÍAUPASSANT: ég sé út um gluggann minn. Það er engu líkar en ég sé með hitasótt. Óþolinmæði og hræðsla fyllir sál mína og þöglir vegg- irnir fylla hug minn skelfingu. Hún er svo djúp, svo óendanlega hljóð og dapurleg, þögnin í herberginu, þar sem einveran býr. Þögnin umlykur ekki aðeins líkamann, það er eins og setjist einhver ægilegur hljóð- leiki að sálinni, allt er svo dauðahljótt, að marri í stól, þá er eins og hræðsluskjálfti fari í gegnum mann. Því að í þessum ein- manalegu herbergjum, þar sem allt er svo þögult, verður hvert hljóð, sem berst að eyrum manns, eins og óvænt árás. Stundum, þegar mér fannst þessi hræði- lega þögn vera að gera mig brjálaðan, þá byrjaði ég að tala, muldra orð án nokk- urrar skynsemi eða innihalds, aðeins til að gera hávaða. Á slíkum augnablikum fannst mér rödd mín hljóma svo annar- lega, að ég varð einnig hræddur við hana. Er hægt að hugsa sér nokkuð hræðilegra en sálarástand einmanans, sem situr og talar við sjálfan sig í húsi, sem er hljótt eins og gröfin ? Hann þekkir ekki sinn eig- inn málróm, honum finnst það vera rödd einhvers annars, einhver ókunn rödd, sem talar meiningarlausar setningar, sem ekki er beint til nokkurs manns, rödd, sem hljómar í grafhljóðu loftinu án þess að nokkurt mannlegt eyra hlusti á liana. — Áður en hann veit af, — já, jafnvel áður en hann finnur, hve herbergið er eyðilegt, þá er sem orðin stöðvist á vörum hans, og þegar þau loks hljóma draugalega í þögninni, þá verða þau honum aðeins berg- mál, undarlegt bergmál, sem hann hefir ekki hugmynd um, hvaðan kom eða hvert fer, bergmál af óljósum orðum, sem vitundin hefir hvíslað inn í þögnina. Ég fékk mér ástkonu, unga stúlku, eina úr hópi þeirra f jölda kvenna, sem vinna í París og fá lítil laun. Hún var yndisleg, góð stúlka. Foreldrar hennar bjuggu í Poissy. Hún fór öðru hvoru og heimsótti þau og dvaldi þá hjá þeim fáeina daga í einu. Eitt ár vorum við stöðugt saman, en samt var ég alltaf reiðubúinn að yfirgefa hana, strax og ég hitti konu, sem væri nægjanlega aðlaðandi fyrir mig, svo að ég gæti kvænzt henni. Ég lét hana f á dálítið af tekjum mínum, því að á meðal fólks í okkar stétt er það almennt viðurkennt, að það verður að borga fyrir ást konunnar. Ef hún er fátæk, fær hún peninga sem reiðufé, — kaup. Sé hún rík, þá eru pen- ingarnir aðeins sem gjöf til hennar. Dag nokkurn kom hún til mín og sagði mér, að hún væri barnshafandi. Ég starði á hana, undrandi og skelfdur. Ég sá í hug mér, hvernig framtíð mín var lögð í rústir, — allt líf mitt var eyðilagt. Ég var hneppt- ur í hlekki, sem ég var dæmdur til að bera allt mitt líf, hvar sem ég leit, á framtíð- arheimili mitt, á líf mitt í ellinni, hvert sem litið var, mættu þeir mér, þessir lif- andi hlekkir, sem bundu mig konu, og f jöt- urinn var barn, mitt bam, sem varð mér óþolandi hindrun. Barn, sem varð að ala upp á þann hátt að leyna fyrir því, hver var faðir þess, vaka yfir því sem leyndar- máli, er hvorki það né heimurinn mátti vita um. Ég var alveg þrumu lostinn yfir þessari fregn. Óljós ósk þaut um hug minn, — ósk, sem ég aldrei lét í ljósi með orðum, en ég fann, hvernig hún læsti sér í hug minn, leyndist þar eins og maður, sem bíður að dyrabaki eftir ákveðnu merki, reiðubúinn að stökkva fram. Glæpsamleg ósk leyndist í afkimum hugans, vonandi þess, að eitt- hvert tækjfæri skapaði henni framrás. Það eru svo margar af þessum litlu lífverum, sem deyja áður en þær fæðast. Ó! Ég óskaði ekki eftir dauða ástkonu minnar, en líklega hefi ég óskað eftir, að barnið dæi, áður en það fæddist. Barnið var fætt. 1 litlu einbýlisíbúðinni minni bjó nú fjölskylda, heimili, sem að- eins var blekking, og þar að auki barn, óvelkominn gestur. Bamið var eins og önnur börn. Mér þótti ekkert vænt um það. Feðurnir elska yfir- leitt ekki börn sín fyrr en þau stálpast, þeir hafa ekki þessar eðlisbundnu, ástríðu- fullu tilfinningar mæðranna. Tilfinningar þeirra þurfa að vakna smám saman. Hin daglega umgengni og bönd vanans vekja smám saman ástina í sálum þeirra, föður- ástina, sem gerir barnið að óaðskiljanlegri veru í lífi þeirra. Annað ár leið. Nú forðaðist ég litla hús- ið mitt, þar sem allt var yfirfyllt með alls- konar barnafatnaði. Nærföt, bleijur, sokk- ar, vettlingar, húfur, þúsund hlutir af alls konar klæðnaði var dreift út um borð og stóla, blasti við manni, hvar sem litið var. Ég reyndi að forða mér burtu, þó að ekki væri nema til þess að losna við að heyra grát þess, því að það grét yfirleitt alltaf. Þegar haft var fataskipti á því, þvegið eða háttað, alltaf grét það — alltaf. Ég hafði eignazt nokkra vini, sem öðru Mthiihigihi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.