Vikan


Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 23

Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 23
Nr. 38, 1939 VIKAN 23 Gerið í dag lilraon, sem lekur ai allan eia. Kaupið eina dós af Lido-sportkremi og berið vandlega á hálft bakið,- en ekkert á hinn hlutann. Ef þér eruð óánægð með árangurinn eftir sólbaðið, þá skilið dósinni aftur og fáið yðarpeninga. Þér notið framvegis Lido-sportkrem. Óhreinindi í húðinni orsaka bólur og sprungur — og valda hrukkum, sem erfitt er að losna við. Leggist aldrei til svefns nema þér hafið hreinsað húðina vandlega úr LIDO-HBEINSUNABKREMI. Þér vaknið þá að morgni laus við allan stirðleika og óþægindi og sofið með þægilegan ilm fyrir vitunum. ÞEGAK DANSKI LÆKNIRINN HKAPAÐI------- Frh. af bls. 4. einhver dytti eða hnyti, sem var í hverju spori. Þessi stúlka hafði ef til vill versta verkið. Burðarkarlarnir voru ekki til skipta, og svo var rogazt í svitabaði í 4 klst., unz við komumst úr skriðunni. Fór nú allt að ganga betur. Norður und- ir Hafragilsfossi mætti okkur fyrsti hjálp- arliðinn, veifandi harðfiski einum í hendi, og brátt allir símamennirnir með nóg mat- væli. Þetta voru röskir strákar, svo að okkar strit var nú á enda, og brátt vorum við komin upp á brún. Voru nú þarna 6 bifreiðar og ca. 80 manns, sem sé auk fyrr- taldra ýmsir úr fjarlægum sveitum, sem ætluðu á samkomuna og notuðu nætur- blíðuna til þess að sjá fossinn tvíeggjaða. Sjálfságt mesti mannfundur, sem haldinn hefir verið á þessari Heljarslóð frá lands- byggð. Sá, sem á þó þarna leið um í fönn og vetrarhríð, lætur sér lítið um finnast sumarnáttarbrek nokkur. En Braae lifði og versnaði ekki. Nú var um miðnætti. Bifreiðarnar tvístruðust. Reykjavíkurfólkið hélt austur, en við bjuggum um sjúklinginn á bifreiðinni og héldum hægt til byggða. Þegar á leið, datt mér í hug að fara með sjúklinginn á spítala til Húsavíkur þegar um nóttina. Áleit, að hann þyldi það. En menn mínir sátu úti, þreyttir eftir dagsverk fyrir, og svalaði nú. Jafnvel sjálfur Guðmundur minn tók nú að doðrast, þó að ekki stæði á honum. Nú var örstutt í Skinnastaði og þar var sjúklingnum tilbúin hvíla og hlýindi. Þang- að komum við kl. 2 um nóttina. Lét ég alla hátta nema 2 stúlkur og tók nú að rannsaka sjúkhnginn. Hann reyndist vera hlaupinn úr mjaðm- arlið fram á við. Ekki áleit ég hann þola lagfæringu á því strax. Alvarlegast var og reyndist rotið. Mörg stór sár voru á höfði og höndum, og fór ég nú að stagla þau saman um nóttina á honum vakandi. Vildi ég einkum vanda saumaskap á andliti. Það snurfus varð mér til lítillar gleði. Er full- gróið var, hafði sjúklingurinn plokkað alla sauma burt með nöglunum í óráðinu, suma fyrir löngu. Þó greri þetta allt án ígerðar, nema lítillar í sári einu á hendi, sem mér sást yfir að sauma. Marinn var hann hér og þar og afrifur margar innan klæða. Um morguninn lagði ég mig 1 y2 klst. Púls hafði nú farið batnandi, en sýnilegt var, að sjúklingurinn fengi ekki hvíld nema gert væri við liðhlaupið. Ég áræddi því að svæfa hann. I það fóru 10 cm:! af etur- blönduðu klóróformi, svo lítið þurfti hann. Erfitt reyndist að kippa í liðinn, en gekk þó eftir atvikum fljótt. Eftir þetta gerðist Braae f jandi spræk- ur og lét illa, stökk fram á gólf o. s. frv. Okkur Guðmundi Karli — sem var á sam- komunni — kom saman um að gefa hon- um morfín, og náði hann þá fyrst að sofna. Næstu 3 daga var ég hjá sjúklingnum. Hann fékk brátt 40 stiga hita, sem þó stóð ekki lengi — svo hár. Um ástæðuna er óvíst, ég held hana meira ofkælingu en stafandi af meiðslunum. Meðvitund var gloppótt og æði allt vitlausra manna. Sjúklingurinn var 11 daga á Skinnastöð- um, og þótti mér hann þá ferðafær á spítala á Akureyri, en þangað fór hann þá á bifreið. Hann var þá fyrir nokkru hita- laus og sár gróin nema fyrr nefnt sár á hendi, sem þó var bólgulaust. Andlegu framfarirnar voru miklar — en þó stórum minni. Hann át og drakk og talaði og stundum af viti. Það hefir ekki verið tekið fram, sem e k k i var. Sjúklingurinn virtist alveg ’óskaddaður innvortis, engar sprungur eða blæðingar þar. Allar hreyfingar gat hann gert, og ég geri ráð fyrir, að tilfinning hafi líka verið í lagi. Hann hafði ekki merki um skemmdir á heila, aðrar en smáblæð- ingar, eða þetta, sem við köllum rot. Og hvert einasta bein var heilt. Hver vill nú prófa að stinga sér á hausinn á sama stað ? (Það þarf ekki að taka það fram, að ég bið ekki um að taka við neinum fyrir neðan). Sjúklingurinn var um tíma á spítalanum á Akureyri og fór dagbatnandi. Móðir hans, ein meiri háttar matróna í Kaupin- höfn, sótti hann, og hann fór héðan af landi 23. ágúst. Svo sagði mér Guðmundur Karl, í nóvember, að hann hefði heyrt, að herra Braae væri heill heilsu orðinn, hvar fyrir vér gratúlerum vorri hyperkúltíver- uðu sambandsþjóð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.