Vikan


Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 14

Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 14
14 VIKAN Nr. 38, 1939 Eruð þér kvæntir eða giftar? Ef svo er, þá eru hér nokkur góð ráð handa ykkur — tíu handa hvoru, og við tökum eiginkonuna fyrst: 1. Verið alltaf kátar og ferskar eins og rós. (Það ætti ekki að vera erfitt með þessum nýtízku hjálpar- gögnum). 2. Verið aldrei háværar eða önug. 3. Raulið aldrei, ef maður yðar talar, ekki einu sinni eftirlætis- lagið hans, nema hann sé þá heyrnarlaus. 4. Biðjið hann aldrei um gjafir eða greiða, fyrr en hann hefir borðað. 5. Truflið hann aldrei á meðan hann les kvöldblöðin — það er . kannske eina ánægja hans allan daginn. 6. Komið honum aldrei í vand- ræði með því að tala við hann blíðuorð eða kyssa hann, þegar aðrir eru viðstaddir. 7. Verið ekki afbrýðissamar, þó að hann hafi skemmt sér við að spjalla við aðra konu en yður. 8. Látið engan snerta á eigum hans. Það er það versta, sem manninum er gert, ef hann getur ekki haft sitt í friði. 9. Talið aldrei of mikið eða of hátt um kosti annarra manna í návist manns yðar. 10. Dáizt oft að dugnaði hans og hæfileikum. Hilla og spegill í forstofu. eigmmannmum Uppþvottur þykir almennt ekki skemmtilegur. Óteljandi eru þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til þess að létta þessari byrði af húsfreyjunni Á síðari árum hafa verið búnar til uppþvottavélar. Hér sjáið þið rafmagns- ofn, sem þurrkar leirtauið. Ráðin handa hljóða þannig: 1. Þér megið aldrei í margmenni útskýra eitthvað fyrir konu yðar með tvíræðri þohnmæði, svo að það líti út fyrir, að hún sé andlegur aumingi, sem þér verðið að hafa með yður. 2. Leiðréttið aldrei hinar breytilegu skoðanir hennar á hlutum, fataefnum og verði. Þar skilja konur hver aðra. 3. Verið ekki með fýlusvip, þegar hún hefir loksins lagað sig til og gengur út á undan yður. 4. Reynið aldrei að kenna henni að aka bíl, spila golf eða bridge — látið aðra um það. 5. Segið ekki við konu yð- ar, að þér þolið ekki málaðar neglur, ef þér dáist að þeim á öðrum konum. 6. Kallið ekki börn yðar „börnin mín“, ef þau eru þæg, en „börnin þín“, ef þau eru óþekk. 7. Verið ekki afbrýðissam- ur við vini hennar og biðjið vini yðar að fara með henni út, ef þér eruð önnum kafinn. 8. Talið um peningamálin áður en þér kvænist. 9. Gleymið ekki, að þér verðið að segja henni oft, að þér elskið hana. 10. Gleymið aldrei afmælis- degi hennar eða hinum mörgu brúðkaupsdögum — þeir hafa Haustfrakki. Hann er úr svörtu ullarefni, með breiðu skinnbelti og skreyttur stórum skinnum að neðan. mikið að segja í rómantík hjóna- bandsins, vekja hana að minnsta kosti einu sinni á ári. Ljómandi fallegur kjóll úr blúndu- efni. Pilsið er vítt og bryddað breið- um silkiborða. FEGURÐ OG TÍZKA:

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.