Vikan


Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 8

Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 8
8 VIKAN Nr. 38, 1939 Georg — eða Hinrik? Elín var alls ekki í góðu skapi, því að hún var í svo mikl- um efa. Hvorn átti hún að kjósa? Um hvom þótti henni vænna, Georg eða Hinrik? Það var ekki ein- ungis efinn, sem kvaldi hana, heldur hugsunin um það, að þegar hún kysi annan hvorn, yrði hinn hryggur. Hún þekkti þá báða frá því, að hún var barn. Þau höfðu alltaf leikið sér þrjú saman börn, og drengirnir höfðu verið ákaflega góðir við hana. Þegar þau eltust, hélzt vináttan með þeim. Báðir ungu mennimir voru ástúðlegir, duglegir og í ágætum stöðum. Nei, það var ekkert áhlaupaverk, langt frá því. Ef annar þeirra var laglegur, var hinn það ekki síður. En þeir voru ákaflega ólíkir. Georg var dökkhærður — og ætti Elín að vera hreinskilin var hún hrifn- ari af dökkhærðum mönnum en ljóshærðum —, en Hinrik skol- hærður. Báðir áttu þeir peninga í banka, og báðum virtist þykja jafn vætn um hana. Stundum datt henni í hug, að bezt væri, að hún veldi hvor- ugan. Einn daginn, þegar hún sat heima hjá sér og var að velta þessu fyrir sér, opnuðust dyrn- ar, og Hinrik gekk inn. Fyrst datt henni í hug að fljúga í faðminn á honum og segja honum, að hún kysi hann, nei, — hún varð fyrst að vera viss um, hvað hún vildi sjálf. Hún lét sér því nægja að vera eins vingjarnleg og hún var vön að vera. En hvað hann var lagleg- ur í dag! Henni fannst hann aldrei hafa verið eins laglegur og í dag. Hún bað hann að skrifa fyrir sig utan á umslag og gat ekki gert að því að dást að hinni vellöguðu, sterklegu karlmannshönd, sem stýrði pennanum. —-------- Þegar Hinrik var farinn, stóð hún upp, gekk inn í herbergið sitt og klæddi sig í kápuna sína. Um leið og hún gekk í gegn- um dagstofuna, tók hún sjálfblekunginn hans, sem hann hafði geymt, og stakk hon- um í töskuna sína. Hún fékk sér síðan bíl og bað bílstjór- ann að aka sér út í Faubourg-Saint-Denis. Þar steig hún út úr bílnum, gekk að gömlu húsi, inn um lágar dyr, eftir löngum gangi og upp mjóa, bratta stiga. Hún nam staðar á 4. hæð, fyrir framan dyr, en á þeim stóð: Mme. Delphe-Clairvoyante. Elín hringdi. Andartaki síðar kom kona, sem ómögulegt hefði verið að gizka á, hve gömul var, til dyra. Lítil, greindarleg augu leiftruðu í feitlögnu andlitinu. Stuttu, feitu , , M mywwh fingurnir voru skreyttir hring- um. Á höfðinu hafði hún klút í rauðum og gulum litum. — Ég fékk heimilisfang yðar hjá vinkonu minni, sem þér haf- ið sagt ýmislegt, sem síðar hefir komið fram. Nú langar mig til þess að biðja yður að hjálpa mér, sagði Elín. — Gjörið þér svo vel að koma inn, frú, sagði konan kurteis- lega. Hún fór með Elínu inn í lítið, fátæklegt herbergi. Þar var stór, grænn hægindastóll. — Gjörið svo vel að fá yður sæti, sagði konan lágt. — Hvað get ég gert fyrir yður? — Það er út af ungum manni, sem ég kem hingað, svaraði Elín. — Hann heldur því fram, að hann elski mig og vill kvæn- ast mér. Mig langar til þess að vita, hvort hann elskar mig í raun og veru og hvort við verð- um hamingjusöm? — Ég get ekki svarað yður nema þér hafið einhvern hlut, sem þessi ungi maður hefir nýlega átt. — Vinkona mín sagði mér þetta og þess vegna kom ég með sjálfblekunginn hans, sem hann gleymdi hjá mér í dag. Hún rétti Mme. Delphe sjálfblekunginn. Mme. Delphe tók hann í hægri hönd sína, settist í græna stóhnn og lokaði augunum. Það var eins og hún svæfi. Elín sat grafkyrr og þorði varla að draga andann, því að hún var svo hrædd um, að hún truflaði konuna. Loksins hreyfði Mme. Delphe sig. Hún opnaði hægt augun og strauk hendinni yfir þau eins og hún væri að vakna af löngum, værum svefni. — Ég hefi séð manninn, sem þér töluð- uð um, og samt hefi ég ekki séð hann. Hann var eins og í þoku, en þokan trufl- aði ekki hugsanir mínar, og ég get sagt yður, að hann er alveg einstakur maður hvað dugnaði og gæðum viðvíkur. Hann elskar yður meira en þér hafið hugmynd um. Þér munuð komast að raun um, þegar þér eruð giftar honum, hvílíkur afbragðs- maður hann er. Hann mun fá ágæta stöðu eftir nokkur ár. Hann hefir öll skilyrði til þess að gera konu hamingjusama. — Eruð þér ánægðar? Elín borgaði og fór. Hún var svo rugluð, að hún hafði ekki hugmynd um, hvernig hún var komin út á götu. En hún jafnaði sig fljótt. Hún skildi sjálfa sig ekki. Auðvitað hefði hún átt að vera glöð yfir því að fá leyst úr þessu erfiða viðfangsefni. En hún var alls ekki ánægð. I hvert skipti, sem hún reyndi að hugsa um Hinrik var eins og Georg stæði á milli þeirra. Hvers vegna? Elskaði hún ekki Hinrik? Hún sat heima það sem eftir var dags- ins. Um áttaleytið kom vinnustúlkan inn Frh. á bls. 18.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.