Vikan


Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 10

Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 10
10 VIK A N Nr. 38, 1939 mínútna saga: Ást og málleysa. Við Bill sátum á d’Harcourt kaffihús- inu í París, drukkum pemod og rif j- uðum upp gamalt og gott. Það var sumar og sól yfir París. Bílarnir hixtuðu í hitanum, rykið sat í lögum á kastaníu- trjánum. Ég hafði ekki hitt Bill í nokkur ár. — Hann var óbreyttur. Bill karlinn hafði aldrei verið neitt skriðkvikindi. Hann var slöttólfur stór og luralegur, en þó snögg- ur upp á lagið. — Ég skal segja þér, sagði hann, — frá því, sem kom fyrir mig á háskólanum í Freiburg. Þú mátt ekki halda, að ég ætli að fara að fræða þig á stúdenta-einvígjum, bjórdrykkju eða Strauss í tunglskini. Það eru engin svoleiðis fínheit í minni sögu. Þetta er bara dálítill ævisögukafli með hæfilegri útsýn til bjórknæpu-menningar og pylsuáts. — Ég hefi bara einn klukkutíma aflögu, sagði ég. Mér lá ekkert á, en ég þekkti Bill og slórið í honum. — Ég hefi ekki svo mikinn tíma, sagði Bill, — ég fer líka á stefnumót, svo að það er bezt, að ég leiði Hans Sturm strax inn í herbúðirnar. Ég er miðaldalegur í hugsun, væni minn, og er heldur seintek- inn. Ég var nú búinn að vera nokkra mán- uði í Freiburg við svokallað æðra nám, án þess að hafa fengið nasasjón af róman- tíkinni, sem bækur og bæklingar eru að útbásúna á þessum fræga stað, þangað til Hans Sturm kom labbandi inn í kennslu- deildina og gamli steggurinn kynnti okk- ur. Ég tók í hramminn á honum. Hans er svona nokkurn veginn á stærð við mig, ólundarlegur á svipinn, þar sem í hann sést, því að andlitið er útkrassað af örum eftir einvígissár. Nema ég er fljót- ur að finna inn á það, að hann er meira eða minna grýla á alla stúdentana fyrir hrekkjabrögð sín, sem oft voru nærri því mannskemmandi, — nú, við urðum mestu mátar. — Jæja, svo fór nú Hans með mig á ball í Rautt-og-hvítt-klúbbnum. Það eru skemmtanir, sem hleypa riddaraskapnum upp í stúdentunum eins og útbrotum eftir hlaupabólu. Hann var með sína með sér. Hún var álíka fyrirferðarmikil og óperu- söngkona og almennt óttuð. Við sátum og drukkum hvítvínskollu, þegar Hans kemur með litla, ljóshærða stúlku, sem hann segir mér að heiti Fríða Hjálmars. Bill leit hugsandi ofan í glas sitt. — Ég er ekki fyrir að ljúga, sagði hann hrað- ljúgandi, — en þessi Fríða sagði sex. Vík- ingseðlið ljómaði í augunum og hárið var eins og lognstafir á firði. Hún var ljós á hár og hörund, falleg og komin frá Stokk- hólmi, þar sem ekki bregður birtu um mið- nættið á sumrin. Það var það fyrsta, sem hún sagði mér. — Ég ætla ekki að skrökva að þér, en ég varð strax skotinn í þessum stelpu- snáða. Ég elskaði hana. Ég vildi fara með hana heim og halda á henni sýningu. Hún talaði ekki ensku, svo að ég varð að kenna henni. Það var hrognamál, eins konar sænsk-enska, sem ég kenndi henni. — Sænsk-enska? spurði ég. — Já, Bill bylti sér til á rauða leður- sófanum. — Svo sem eins og — ég heldur það er góður fyndni, eða — barasta bíddu augnablik. Á mánaðartíma var hún komin upp á að tala þetta hrognamál, sem eng- inn skildi nema ég. Það var einskonar ein- okun. Og dásamlega yndisleg. — Heldur leiðinleg — fyrir hana, sagði ég. — Það mátti lappa upp á málakunnátt- una seinna, sagði Bill virðulega. — En hvað um það, ég elskaði stúlkuna. Og þá kemur Hans til sögunnar. Þangað til ég sá Fríðu vorum við mátar, af því að ég átti ekkert, sem hann vanhagaði um. En þá uppgötvar hann allt í einu, að hann er skotinn í Fríðu, og að ég hafi stolið henni frá sér. Þetta var allt útreiknað hjá hon- um, sem síðar kom á daginn. Ég á að hafa notað óheiðarleg brögð til að stía þeim í sundur. Ég segi honum, að hann eigi sjálfur kærustu, sem sé alveg eins falleg og Fríða og minnsta kosti helmingi stærri en hún, en það kom allt fyrir ekki. Hann slær upp við Brynhildi sína til að leggja sig eftir sænska næturgalanum mín- um, sem ruglast í kollinum út af öllum þessum látum. Þegar vorfríin byrjuðu vorum við öll þrjú hálfgert gengin af vitinu, og þá kem- ur Hans uppveðraður af ást og sakleysi með tillögu í málinu. — Við förum, sagði hann við mig, — ég og þú. — Þú ert snar, segi ég. — Hvernig snar? segir hann. — Jæja, segi ég, — þú ert vitlaus. — Nei, segir hann. — Við förum í frí- iriu til þess að gefa Fríðu tækifæri til að hugsa sig um. Þegar við komum aftur, getur hún tekið annanhvorn okkar. — Nema við af stað og um borð í hrað- lestina til Róm. Hann af í Mílanó, en ég í Róm. Ég hélt út í tvær vikur, en þá héldu mér engin bönd. Ég skildi samvizk- una eftir í Róm og stalst aftur til Frei- burg í þeim einlæga, en miður heiðarlega ásetningi að komast þangað á undan Hans. Ég þarf kannske ekki að segja þér það, að þetta herbragð mitt var næsta hlægi- legt, því að Hans hafði ekki tafið lengur í Mílanó en þangað til næsta lest fór aft- ur til Freiburg, og hann hafði notað tím- ann svo vel, að Fríða ætlaði að giftast dón- anum í vikulokin. Hann var í sjöunda himni og var reiðubúinn til að fyrirgefa mér tilraunina til að stela stúlkunni hans frá honum. Ég sé, að Fríða er hissa en ákveðin, svo að það er bezt, að ég stingi af og reyni að gleyma. — Ég keypti mér farmiða til Konstant- inopel, sem er kippkorn í burtu, en kveldið áður en ég á að leggja af stað kemur Hans til mín og segist ætla að halda kveðju- samsæti, af því að ég sé vinur hans. Það bítur ekkert á mig héðan af, svo að ég samþykki og um kveldið sitjum við í góðu hófi við kampavínsdrykkju. Riddaraskap- urinn hefir víst komið upp í mér líka, því að ég fór í kjól og hvítt, sem skraddarinn er enn þá að rukka mig um. — Ég segi Hans, að sárið sé svo stórt, að ég fari með lestinni daginn eftir, nokkr- um klukkutímum áður en hjónavígslan fer fram. Hann er fullur af góðvild og samúð og segir þjóninum að koma með eina í við- bót upp á sinn reikning. Klukkan tvö fer hann, og hálftíma seinna fer ég út á götu. Þar er þá bíll, sem ég kemst inn í og stein- sofna í honum, ef maður má svo segja. — Jæja, lagsi, þú veizt, að maður hefir nú vaknað upp á ýmsum stöðum, en um sólarupprás morguninn eftir, þá fannst mér staðurinn svona rétt hinsveginn. Ég ligg úti á víðavangi hjá áveituskurði á grasengi, svona álíka víðáttumiklu og steppunum, og allar þær flíkur, sem utan á mér eru, teljast til nærfatnaðar. Ég stóð sem sé á nærbuxunum í miðju Þýzkalandi. Ég hafði verið rændur, lagsi, alveg ósjálf- bjarga í fylliríi, og hausinn á mér eins og suðandi býflugnabú. I f jarska — og það í ekki litlum f jarska, karl minn, sá ég tvo turna og hélt, að ann- ar hlyti að vera í Freiburg. Ég herði upp hugann og legg land undir fót, verð strax drullublautur og illa til fara, því að ræn- ingjarnir höfðu ekki gleymt skónum. Það er alveg merkilegt, hvað morgungolan get- ur verið nístingsköld að fá hana í klofið undir slíkum kringumstæðum. Égskal játa, að mér var allt annað en grín í huga eftir þriggja klukkustunda gönguferð. — Þegar ég komst inn í bæinn var fólkið að komast á kreik, búðir opnaðar, og verkamenn á leið til vinnu, alls staðar ys og þys eins og gerist á morgnanna. Og ég held, að borgurunum hafi þótt heldur lítið til klæðnaðar míns koma, að minnsta kosti glápti dyravörðurinn í hótelinu á mig eins og tröll á heiðríkju. Ég sagði honum að ónáða mig ekki, því að ég þyrfti að sofa almennilega úr mér. ■— Ég geri ráð fyrir, að ég hefði fengið að sofa í friði, ef yfirþjónninn hefði ekki Framh. á bls. 17.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.