Vikan


Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 5

Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 5
Nr. 38, 1939 VIKAN 5 Rockefeller-drengirnir eru íimm fyrirmyndarmenn. Peir gera aldrei neitt, sem peir mega ekki gera. Laurance Rockefeller, kauphallareigandi og Winthrop Rockefeiler, olíumaður eins og afinn. Milijónamæringurinn, John D. Rockefeller, sem dó árið 1937, 98 ára að aldri,. skildi eftir sig fyrir utan milljónirnar, þrjár dætur og einn son, sem heitir hans nafni. Þessi sonur er nú um sextugt og á fimm syni á aldr- inum 23-—33. Það er jafn erfitt að ala upp börn milljóna- mæringa og konungsbörn, en John D. Jr. eða ,,Junior“, eins og hann er kallaður, hefir tekizt að gera sína syni að fyrirmyndarmönnum. Eins og skilnaðir eru algengir viðburðir í Ameríku, sérstaklega á meðal auðmannabarna, hafa Rockefellersynirnir t. d. aldrei lent í því. Þeir hafa aldrei orðið sér til skammar á nætur- skemmtistöðum eða verið teknir fastir. Það versta, sem fyrir þá hefir komið, er, að þeir hafa verið kærðir fyrir að aka of hratt. En faðir þeirra, ,,Junior“, hefir skipt sér mik- ið af uppeldi sona sinna. Hann hefir kennt son- um sínum að fara með peninga með því að láta þá hafa ákveðna upphæð í vasapeninga á mán- uði, eins og faðir hans, Rockefeller gamli, fór með hann. Einnig hefir hann kennt þeim, að með arfinum ættu þeir að gera þjóðfélaginu gagn. „The Rockefellerboys" hafa aldrei haft mikla peninga handa á milli — öllu heldur minni en böm efnaðra foreldra hafa almennt. Þegar þeir voru sjö ára gamlir fengu þeir eina krónu á viku í vasapeninga. Einu sinni í viku hélt hann ,,stjómarfund“ og lét þá gera grein fyrir hverj- um einasta eyri, ef þeir gátu það ekki, urðu þeir að borga 20 aura sekt, en annars fengu þeir 20 aura verðlaun, ef allt kom heim. Drengirnir gátu unnið sér inn peninga, ef þeir vildu. Þeir máttu lú garðinn, bursta skó, veiða mýs (20 aura á stykkið) eða flugur. Tveir syn- irnir, Nelson og Laurance, voru snemma gefnir fyrir verzlun. Þeir settu á stofn kanínubú, sem þeir stórgræddu á. Afi þeirra hafði gaman af þessu, því að þannig hafði hann byrjað sjálfur. Þegar drengirnir stálpuðust, leitaðist faðir þeirra við að vernda þá frá blaðamönnum og ljósmyndurum. Þegar hann var á ferðalagi með þá stökk hann alltaf fyrstur út úr lestinni á ákvörðunarstöðum til þess að tala við blaða- menn og ljósmyndara. Stundum hélt hann ræð- ur og sagði: — Gentlemen! Þið getið talað við mig og tekið eins margar myndir af mér og þið viljið, en látið syni mína í friði. Það er erfitt að ala þá upp og þess vegna verð ég hjálp ykk- ar feginn. Þeir ykkar, sem börn eigið, hljótið að skilja mig. — Þetta dugði. Nú eru ,,drengirnir“, allir nema Davíð, sem er stúdent, orðnir fullorðnir menn í þýðingar- miklum stöðum. John D. Rockefeller, sem er elztur, situr í stjóm Rockefeller Foundation, hinnar voldugu stofnunar, sem afi hans kom á fót í þeim til- gangi að bæta lífsskilyrði mannanna. Rocke- feller gamli hefir sett á stofn 7—8 mannúðar- stofnanir og gefið þjóðfélaginu rúmlega 3000 milljónir króna. John D. III. er kvæntur og á þrjú börn. Nelson, sem er þrítugur, er forseti Rocke- feller Center, en þar eru skrifstofur, leikhús, söfn o. fl. ö. fl. Hann er kvæntur og á fimm börn. - Laurance, sem er 28 ára gamall, kvæntur og á tvö börn, er meðlimur í kauphöllinni eins og faðir hans. Winthrop er hinn eini, sem vinnur við olíu eins og afi hans. Hann er á aðalskrifstofu Socony-Vacuum Oil Company, utanríkisdeild- inni. Hann er 26 ára að aldri og ókvæntur. David er 23 ára gamall og les við háskólann í Chicago. Þegar hann hefir lokið námi fer hann í Chase National Bank, sem stendur í nánu sambandi við mörg Rockefeller-fyrirtækin. John D. Rockefeller III. Nelson, 30 ára, kvæntur o'g á 5 böm. sem er 25 ára og stúdent. David,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.