Vikan - 09.11.1939, Page 19
Nr. 45, 1939
V IK A N
19
Húfcrn og gleraugun.
Einu sinni var drottning, sem átti tvo
syni, Pétur og Pál. Eldri sonurinn
Pétur var nízkur og stríðinn. Páll
var aftur á móti vitur og örlátur. Hann
var öllum góður og reyndi að bæta fyrir
illgerðir bróður síns. En móðirin efaðist
samt sem áður um, hvorn hún ætti að
gera að eftirmanni sínum. Ástin gerir
mann blindan, og ást hennar til eldri son-
arins olli því, að hún sá ekki galla hans.
En í kjallara hallarinnar bjó gamall,
vitur álfur. Hann ákvað að opna augu
móðurinnar. Og dag einn kom hann að
hásæti hennar.
— Þú hefir alltaf verið svo góð við okk-
ur álfana, sagði hann. — Þess vegna ætla
ég nú að gefa þér gömlu, rauðu húfuna
mína. Henni fylgir sá kraftur, að sá, sem
setur hana upp, verður ósýnilegur. Konan
mín lærði þetta af frænda sínum, sem er
skraddari okkar álfanna. Og hér eru líka
gleraugu. Ef þú setur þau upp, sérðu þann,
sem ber húfuna. Þú ættir að lána sonum
þínum húfuna. Þegar þeir halda, að þeir
séu ósýnilegir, gera þeir auðvitað það, sem
þá langar mest til að gera og þá getur
þú séð í gegnum gleraugun, hvernig þeir
eru og hvorum þeirra ber ríkið eftir þinn
dag.
Áður en drottningin gat þakkað álfin-
um gjöfina, var hann horfinn. — Verður
maður ósýnilegur, ef maður setur þessa
húfu upp, hugsaði hún. Það langar mig
til að reyna.
Síðan setti hún húfuna upp og um leið
komu tvær hirðmeyjar svífandi inn á silf-
urskóm.
— Hvar ætli drottningin sé? spurði
önnur.
— Ég veit það ekki, svaraði hin. — En
það er gott, að hún skuli ekki vera við.
Hún gerir hvort sem er ekkert annað en
að skamma mann frá morgni til kvölds.
— Já, það er satt, sagði sú fyrr nefnda,
og síðan svifu þær út.
Svona er þá talað um mann, hugsaði
drottningin. Það er ekki alltaf gaman að
vera ósýnilegur, en nú er bezt, að ég láni
Pétri, syni mínum, húfuna. Síðan fékk hún
honum húfuna, en setti sjálf upp gleraug-
un.
Hinn nízki, stríðni Pétur varð ákaflega
glaður við gjöfina og fór þegar fyrsta
kvöldið inn í stóru höllina, þar sem Jens
hertogi bjó. Hann var auðugur maður og
kallaður Jens montni. Hann átti margar
jarðir og var voldugri en drottningin sjálf.
Það var óvinátta á milli hans og hirðar-
innar, og ef eitthvað gekk illa fyrir Jensi
montna hélt hann alltaf, að það væri
drottningunni að kenna. Pétur stríðni
öfundaði hertogann af auðæfum hans og
þó sérstaklega af gullborðbúnaðinum, sem
hann notaði alltaf í veizlum.
Barnasaga
*'4iimiiiimiiiiiim,,iimmm,,,,m,,,imm,mmm,m,m,m,m,m,mmmmm,v
Nú átti einmitt að vera veizla hjá Jensi
montna. Borðbúnaðurinn var á borðinu og
einkennisklæddir þjónar hlupu fram og
aftur með diska og föt, þegar Pétur stríðni
kom inn með álfahúfuna á höfðinu.
Án þess að taka tillit til þess, að salur-
inn var fullur af fólki, tók Pétur stríðni
að troða á sig gullmununum. Þjónarnir
skildu ekkert í því, hvernig á því stóð, að
borðbúnaðurinn hvarf. Þeir æptu og börðu
— Ég ætla að gefa þér gömlu, rauðu húfuna
mína og gleraugun mín, sagði álfurinn.
frá sér, en komu hvergi auga á þjófinn.
Þegar Pétur stríðni hafði troðið eins miklu
af gullinu á sig og hann gat, fór hann
heim og setti það allt í stóra kistu.
Jens montni varð auðvitað bálreiður og
kenndi drottningunni um allt, þó að hann
hefði ekki hugmynd um, hver þjófurinn
var.
Næsta kvöld var mikil veizla hjá drottn-
ingunni. Hertoginn sat skrautklæddur við
hlið drottningarinnar. Hann var ólundar-
legur á svipinn.
Pétur stríðni sat á miðju borðinu með
álfahúfuna. I hvert skipti, sem hertoginn
fékk sér eitthvað, þreif Pétur það af hon-
um eða kleip hann, svo að hann missti það.
Hann skvetti á hann víni.
Jens montni gerðist æ reiðari. Það var
bersýnilegt, að verið var að hæða hann.
Loks tók Pétur prins sósuskáhna og hellti
úr henni yfir silkiföt hertogans.
En þá var hertoganum nóg boðið. Hann
stóð upp, ýtti stólnum undir borðið og
æpti, að þetta skyldu þau fá borgað. Síðan
rauk hann út og skellti hurðinni á eftir
sér.
Þegar hann kom heim, skrifaði hann
hershöfðingjanum bréf og skipaði honum
að koma strax með herinn til að taka ofan
í drottninguna og hirðina.
Sama kvöld kallaði drottningin á eldri
son sinn, horfði reiðilega á hann og sagði:
— Þú hefir misnotað gjöf mína, og það
er þér að kenna, að við lendum í stríði.
Komdu með húfuna. Ég ætla að gefa bróð-
ur þínum hana og sjá, hvað hann gerir.
Síðan gaf drottningin Páli prinsi húf-
una og sagði honum, hvað bróðir hans
hefði gert af sér. Snemma næsta morgun
setti yngri sonurinn húfuna upp, opnaði
kistu bróður síns, tók upp allt gullið og
fór með það til hallar hertogans.
I sama bili opnaði hertogafrúin skáp-
hurðina og hrópaði upp yfir sig:
— Það er eitthvað skrítið við þetta!
Ætli dularfulla konan í turninum hafi ekki
verið hér að verki?
Síðan náði Páll í silkiföt hertogans, fór
með þau til beztu þvottakonu bæjarins,
sem hreinsaði þau svo vel, að eftir tvo
tíma voru þau sem ný. Þá fór hann með
þau til hallar hertogans.
Þegar hertogafrúin sá fötin hristi hún
undrandi höfuðið og flýtti sér að segja
hertoganum, hvað fyrir hefði komið.
— Það er eitthvað dularfullt, sagði hún.
— Hér eru margir vondir andar, en góðir
líka, sem koma öllu í lag.
Ég hefi haft á röngu að standa, hugs-
aði hertoginn og sendi boð til hershöfð-
ingjans, að hann þyrfti ekki að koma með
herinn.
En drottningin gerði Pál að ríkiserf-
ingja. Hann hafði sýnt, að hann átti það
skilið með því að lagfæra það, sem bróðir
hans hafði gert rangt og frelsa landið frá
stríði.
— Pabbi, vaxa gorkúlurnar alltaf á vot-
lendi ?
— Já, góði minn.
— Þess vegna eru þær eins og regn-
hlífar.
Gesturinn (við þjóninn, sem kemur með
súpuskál) : Varið yður, þjónn! Þér sting-
ið fingrinum ofan í súpuna.
Þjónninn: Gerir ekkert, — hún er ekki
svo heit.
— Heyrðu, hefir þú gleymt því, að þú
skuldar mér 20 krónur?
— Gleymt? Nei, sástu ekki, að ég var
áð reyna að iáta sem ég sæi þig ekki.
#
— Hvað, hefir þú keypt þér bíl?
— Já, ég fór nefnilega inn í bílaverzlun
til þess að fá að hringja og mér fannst
ég ekki geta farið út án þess að kaupa
eitthvað.
Leigjandinn (við húseigandann): Þetta
getur ekki gengið. Kjallarinn er fullur af
vatni! Hænsnin mín drukkna.
Húseigandinn: Getið þér ekki fengið
yður endur?