Vikan


Vikan - 30.11.1939, Blaðsíða 11

Vikan - 30.11.1939, Blaðsíða 11
Nr. 48, 1939 VIRAN 11 iiiiimiiimi Haraldur Björnsson: LEIKHÚSSÍÐA Asíðast liðnu hausti voru liðin 40 áx, síðan þjóðleikhús Norðmanna í Osló var fullgert, og húsið opnað til opinberra leiksýninga. Hinn 1. september árið 1899 beindist hugur og eftirtekt allra Ieikhúsmanna í Evrópu og víðar til Osló, því að í hinu nýreista, glæsilega leikhúsi Norðmanna sátu hlið við hlið þetta kvöld, skáldjöfrarnir Henrik Ibsen og Bjöm- stjerne Björnsson, — gamlir að árum og gráir á hárum — en fagrir, tilkomumiklir og tignarlegir. — Slíka sjón hafði Evrópa ekki augum litið, síðan Goethe sat við hlið Schillers í Weimarleikhúsinu í byrjun ald- arinnar. — Þennan merkisdag höfðu þeir báðir náð takmarkinu. Þennan dag höfðu draumar þeirra rætzt, — hinir djörfu draumar æskunnar og fullorðinsáranna, — að Noregur eignaðist sitt eigið leikhús, þar sem móðurmálið yrði talað, þar sem hið fagra, norræna mál, hljómaði fegurst í öll- um sínum hreinleika og tign. — Enginn hafði barizt jafn heitri og harðri baráttu fyrir sjálfstæðu, alnorsku leikhúsi, eins og þessir tveir, glæsilegu öldungar, sem sátu þama saman þetta hátíðiskvöld. Nú gátu þeir — þrátt fyrir ýmsan skoðanamun — tekizt í hendur og þakkað hvor öðrum fyrir drengilega, gagnkvæma aðstoð í bar- áttu, fyrir glæsilega dáð og vaskleg- an, sameiginlegan sigur. Kristjaníuleikhúsið gamla, sem var fyrirrennari þessa húss, hafði að vísu lengi verið alnorskt. Síðasti, danski leikarinn hvarf þaðan árið 1889, en byggingin var margfalt lítilfjörlegri en ríkisleikhús frændþjóðanna og rekstur leikhússins miklu umfangs- minni. Þetta leikhús hafði verið reist árið 1887, og var þá eins konar úti- bú frá Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. En á leiksviði þess hlutu margir ágætustu leikarar Dana menntun sína og þjálfun, svo sem Adolph Rosenkilde, Vilhelm Wiehe, o. m. fl. En þeir hurfu svo aftur til ríkisleikhússins danska í Kaupmanna- höfn. Á þessum árum voru margir í Noregi, innlendir sem útlendir, sem höfðu þá ein- kennilegu skoðirn, að norska þjóðin mundi aldrei geta eignazt leikara. Landið var að vísu gamalt, en sumar listagreinar þess enn þá í reifum. Noregur hafði enn ekki haft tíma til að koma sér upp sjálfstæðri, norskri leikritagerð. En „Norska hreyfing- in“ ólgaði með þjóðinni, einkum var það danskan, sem var henni þyrnir í augum i Osli 40 ira. Eftir tilmælum VIKUNNAH liefir Haraldur Björnsson, leikstjóri, tekizt á hendur að skrifa um íslenzka leiklist fyrir blaðiö, og ennfremur erlendar leikhúsfréttir og um aörar nýjungar í leikhúsmálum. Hér eftir mun því blaðiö flytja, nokkurn veginn reglulega, greinar um þessi efni, þegar tilefni þykir til. Haraldur Björnsson. og mikið kappsmál að fá rekið úr land- inu. Fyrsta, norska leikhúsið var stofnað í Bergen árið 1850 fyrir forgöngu Óla Bull. Þaðan breiddist svo hreyfingin til höfuð- borgarinnar, undir forystu Björnstjerne og Ibsens. Hin upprennandi, norska leikritagerð seyddi fram glæsilegustu leikhæfileika, má í því sambandi nefna leiksnillinginn Jó- hannes Brun. Stór myndastytta af honum gnæfir nú framan við norska ríkisleikhús- ið, og hin margbrotna listamannsævi hans, er nú kjarninn í norska leikhússafninu í Osló, sem var opnað á s. 1. afmælisdegi leikhússins, í etzta húsi borgarinnar, Ráð- húsgötu 19, þar sem „Samband norskra listamanna“ hefir aðsetur sitt. Síðasti, danski leikhússtjórinn á Kristi- ania-leikhúsinu var M. V. Brun. Hann fluttist til Kaupmannahafnar og reisti þar Ríkisleikhúsið í Osló. hið nafnKennda Dagmarleikhús, sem lagt var niður fyrir 2 árum. Eftir það sigraði móðurmál Norðmanna smátt og smátt, og að endingu var enginn útlendingur lengur á ríkisleiksviði Noregs. Sá síðasti var hinn kunni, danski leikari Pétur Nielsen, frá Kgl. leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Hann lék á norsku leiksviði í 55 ár og lifði það ennfremur að sitja í nýja leikhúsinu kvöldið, sem það var vígt, 90 ára að aldri. Hann hafði tekið þátt í allri framþróun hinnar norsku leiklistar frá byrjun, allt frá því, að allir leikararn- ir voru Danir, og þangað til, að Norðmenn léku sjálfir hin heimsfrægu leikrit sinna tveggja stórskálda. Eins og hvirfilbylur hafði Björn Björns- son ( sonur Björnstjerne) farið um allt landið til að agitera fyrir því, að leikhús- ið yrði reist. Engin yfirvöld lét hann í friði. Hann segir sjálfur í æviminningum sínum, að hann hafi verið orðinn plága á Stórþinginu, meðan hann barðist fyrir þessu hjartans máli sínu. Um skeið var útlit fyrir, að hann mundi setjast að í Kaupmannahöfn, — hann var leikstjóri við Dagmarleikhúsið um tveggja ára bil, — en fyrir orð föður síns, kom hann aftur heim til Osló, og tókst að ljúka því mikla verki, sem Björnson, faðir hans, og Ibsen höfðu lagt undirstöðuna að. Það varð hans þýðingarmesta og mikil- verðasta ævistarf. Hann var hinn raun- verulegi byggingameistari leikhússins, og tvívegis var hann stjórnandi þess. 80 ára gamall var hann miðdepill hátíðahaldanna í Osló á síðast liðnu hausti. Björn Björnson fæddist í þennan heim sama árið sem faðir hans orti: „Ja, vi elsker dette Landet . . . .“ eða árið 1859. Allur leikhúsrekstur hans var með Evrópu- sniði, enda hafði hann hlotið alla sína leik- húsmenntun í Danmörku og Þýzkalandi og kom fyrst opinberlega fram á leiksviði í Meiningen 1879. Hann var og sá fyrsti Norðmaður, sem lék með dönskum leikur- um á leiksviði Dana. — Hann var ósvikinn Norðmaður í húð og hár, elskaði land sitt og þjóð og hennar fagra, gamla móður- mál, og á þeim grundvelli fékk hann því til leiðar komið, að reist yrði norskt ríkis- leikhús, þar sem einungis léku norskir leik- arar. Síðustu 40 ár hafa þar ekki einungis verið sýnd norsk leikrit, eldri og yngri, heldur hefir verið sýndur þar mesti sægur erlendra verka, allt frá kátustu skopleik- um til hæstu tegunda harmleika, — oper- Framh. á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.