Vikan


Vikan - 30.11.1939, Blaðsíða 15

Vikan - 30.11.1939, Blaðsíða 15
Nr. 48, 1939 V IK A N 15 Þrjóturinn. Framhaldssaga eftir Arnold Bennett Greifafrúin var annáluð fyrir óstundvísi, en engum datt í hug að lá henni það —, þvert á móti. Auðvitað var hún alltaf of önnum kafin til þess að afsaka sig og lét sér nægja að segja, að vagninn hefði bilað, og nú hafði vagninn í raun og veru bilað, en hver tryði því? — Ég skal aka yður þangað fyrir kl. 3, ef þér viljið, sagði Denry. Hún þakkaði honum fyrir og án þess að segja orð við þjóna sína, settist hún við hlið hans. Um leið og asninn tölti af stað, tók greifafrúin að brosa. Út úr andliti hennar skein gleði og ánægja. Denry komst brátt að raun um, að hún vissi allt um asna og henni var heldur hlýtt til þeirra. Denry sá. að hann varð að halda eins fallega í taumana og honum var unnt. Og asninn hegðaði sér yfirleitt eins og asni, sem skil- ur stöðu sína. Hann gekk þráðbeinn, leit hvorki til hægri né vinstri og vék ekki fyrir neinu. Ljósmyndari einn, sem stóð í dyr- um sínum, hræddi hann andartak, þar til hann mundi eftir því, að hann hafði séð ljósmyndavél áður. Greifafrúin, sem varð undrandi yfir þessu, sneri sér við til að skoða manninn. Þau óku nú inn í Hanbridge. Vegfarend- ur þekktu greifafrúna öðru hvoru. Fyrir hinum forvitnu sálum í Hanbridge er ekk- ert hægt að fela. Ef forvitin sál í Han- bridge sér fræga manneskju á götunni, læt- ur hún ekki sem hún sjái hana ekki. Nei, ef hún er með einhverjum bendir hún hon- um á' það, sem hún hefir séð, en sé hún ein, nemur hún staðar og glápir svo, að allir á götunni nema staðar og glápa. Stundum glápa allir, án þess að nokkur hafi hugmynd um, á hvað verið er að glápa. Vegfarendum fjölgaði því nær sem dró miðju borgarinnar. Að lokum sáu Denry og greifafrúin á ráðhúsklukkuna. Hún átti eftir eina mín- útu í þrjú. Þau voru rétt hjá hælinu. — Sjáið þér, hrópaði Denry hreykinn. — Kallið þér þetta ekki vel gert. Þau sneru inn á Crown Square. Og skyndilega, án nokkurs merkis, nam asn- inn staðar, eins og aðeins asnar geta numið staðar. — Hver skollinn, andvarpaði Denry. Hann vissi, hvers vegna hann nam stað- ar. Stór hópur af lögregluþjónum gekk yfir torgið. Ekkert gat virzt meinlausara en þessir lögregluþjónar, sem áttu frí og voru á leið til að bjóða greifafrúna vel- komna. En asninn hafði sínar eigin skoð- anir á lögregluþjónum. Fyrst hafði hann verið hræddur við þá, en Denry hafði kennt honum með þohnmæði og svipu að líta á lögregluþjóna frá sjónarmiði greifafrúar- innar, en ekki sem fuglahræður. Og síð- I>að, sem áður er Uomið af sögunni: Edward Henry Machin var fæddur árið 1867 í elzta bænum af „bæjunum fimrn". Móðir hans var saumakona og kallaði hann Denry. Inn í menntaskóla komst hann með klækjum. — Þegar hann var 16 ára gamall kom móðir hans honum á skrifstofu hjá hr. Duncalf, málafærslumanni. — Þá var það, að greifafrú ein hélt dansleik í „bæjunum fimm“. Á dansleiknum vann Denry sér það til frægðar að dansa fyrstur við greifafrúna. — Frú Codleyn er ekkja og húseigandi, sem skipti við hr. Duncalf. Þeim hafði orðið sundur- orða og varð það til þess, að hr. Duncalf sagði 'Denry í reiði sinni upp atvinnunni. -— Denry náði tali af frú Codleyn og bauð sig í þjónustu hennar sem húsaleigurukkari .... — Herbert Caivert, auðugur húseigandi, fékk Denry til að rukka fyrir sig húsaleigu. Ruth Earp var ein af leigjendum hans. Denry heimsótti hana því til að rukka hana, en hún lék laglega á Denry. . . . Það endar með því, að þau trúlofast og fara í sumarleyfi til Llandudno, þar sem Ruth fer illa með hann í peningamálum. — Trúlofunin slitnar skyndilega, og Ruth fer heim, en Denry verð- ur eftir og hann kaupir björgunarbát, sem hann notar handa ferðafólki og stórgræðir á. — Það næsta, sem Denry datt í hug var að stofna „kaupfélag bæjanna fimm“, og það gerði hann. Nú þurfti hann að fá góða aug- lýsingu, og þá datt honum í hug að fá greifa- frúna af Chell til að vera verndara félags- ins. Og hann hélt til Sneyd Hall, bústaðar greifafrúarinnar. ■— En sú ferð endaði illa. Síðar heimsótti Denry Jock, þjón greifafrúar- innar, og fékk hann í lið með sér. ustu mánuði hafði asninn látið sem hann sæi ekki lögregluþjónana. En þarna voru mörg hundruð lögreglu- þjónar í einum hópi. En asnanum var ekk- ert um þetta gefið, og það mátti lesa á eyrum hans. — Einhvers staðar verða takmörkin að vera, og ég hefi dregið þau, þar sem fram- fætur mínir standa. I kringum asnakerruna safnaðist nú múgur og margmenni. Denry varð ljóst, að eitthvað varð að gera við asnann. — Jæja? sagði greifafrúin spyrjandi. Þetta var hvatning til hans til að sýna, að það væri hann, en ekki asninn, sem ferð- inni réði. Hann afsakaði hegðun asnans með fá- um, en velvöldum orðum. — Þeir fara strax, sagði greifafrúin. — Jæja, sagði hún síðan þegar þeir voru horfnir. — Nú, nú, nú, sagði Denry við asnann. Ekkert svar frá framfótunum. — Það er líklega bezt, að ég gangi, sagði greifafrúin. — Nei, sagði Denry. — Þetta gengur. Og hann barði asnann í hnakkann með svipunni. Asninn þaut af stað, og fólkið hentist frá eins og sprengja hefði orðið. En í stað þess að halda beint áfram, sneri asninn við og sveiflaði kerrunni á eftir sér. Og greifafrúin og Denry hentust með óskaplegri ferð eftir Longskow Road, sem er ákaflega brött. Til allrar hamingju rák- ust þau ekki á annað en hjólbörur með grænmeti í. Greifafrúin tók eftir því, að hægri handleggurinn á Denry var mátt- laus. — Ég hlýt að hafa rekið olnbogann í hjólbörurnar, sagði Denry, náfölur. — Fáið mér taumana, sagði greifafrúin. — Ég hugsa, að ég geti fengið skepn-. una til þess að fara upp þessa götu, sagði hann. Og honum tókst það. Gatan hét Birches Street og var snarbrött, en asninn linnti ekki á sprettinum í nokkrar mínútur, en loksins nam hann staðar. — Nú skulum við ganga, sagði Denry. -—- Þér komið ekkert of seint. Húsið er hér rétt hjá. — Þér ætlið þó ekki að láta asnann stjórna yður? hrópaði greifafrúin. — Ég var bara að hugsa um yður. — Það gerir ekkert, þó að ég komi dá- lítið of seint, en þér eyðileggið asnann. — Á ég að stýra honum ? spurði greifa- frúin. — Já, gerið það, sagði Denry. — Akið upp götuna hér og snúið svo til vinstri handar. Þau skiptust á sætum, og tveim mínút- um síðar lét hún asnann nema staðar fyrir utan lögreglustöðina. Lögregluþjónarnir voru flestir farnir inn, en tveir stóðu samt við dyrnar. Greifafrúin sendi annan til að borga grænmetissalanum, en hinn lét hún binda um handlegginn á Denry. — Greifa- frúin hafði nefnilega látið lögregluþjónana læra hjálp í viðlögum. — Síðan sagði greifafrúin Denry að fylgja sér inn. Lög- regluþjónarnir höfðu þegar heyrt um ófar- ir greifafrúarinnar og úr svip þeirra mátti lesa undrun, að hún skyldi vera lifandi. Einn viðstaddra hét sir Jehoshophat Dain, gráhærður maður. Sir Jee var ný- lega orðinn riddari fyrir velgjörðir sínar við þjóðfélagið. Hann var miklu áhrifa- meiri mannvinur en greifafrúin. En hann var ekki ungur, ekki fallegur, ekki kona, og fjölskylda hans hafði aldrei mátt sín neins í Englandi — að minnsta kosti hafði aldrei heyrzt neitt um það. Hann hafði grætt meira á leirvörum en nokkur maður hafði gert og gefið meiri peninga úr sínum vasa til opinberra starfa en nokkur annar í „bæjunum fimm“. Hann hafði aldrei sótzt eftir neinum heiðursstörfum. Hann áleit sig hafinn yfir þess konar smámuni. Hann var fyrsti maðurinn í „bæjunum fimm“, sem varð riddari. Áður en hann varð ridd- ari, hafði hann vantað kímnisgáfu, en eftir að hann varð það, hvarf þetta litla, sem hann hafði haft. Og hann fann áreiðanlega ekkert til þess. Hann skipti íbúum lands- ins í tvo flokka: þá, sem höfðu titla, og þá, sem höfðu enga titla. Sir Jee játaði, að til væru margs konar titlar, en titill var titill, og þess vegna þýddu allir titlar það sama.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.