Vikan - 30.11.1939, Page 18
18
VIK A N
Nr. 48, 1939
Bárði bónda. Óli hefir misst eftirlætisdýrið hans.
Addi: Við skulum segja honum það strax. -
Óli: Þetta er allt mér að kenna, vertu ekki . . .
Addi: Vitleysa!
Addi: Hvað eigum við að gera hérna? — Bárð-
ur: Hjálpa mér að ná í þjóf, sem stelur dýrun-
um mínum.
Synirnir skildu ekki spádóminn, og þann
dag í dag hefir enginn þýtt hann, því að
enn hefir presturinn ekki lokið þriðju
skírninni á Svartanesi.
Mér hnykkti við síðustu orð Barða, nú
skildi ég svipbrigði hans, er prestsbátur-
inn mætti okkur.
— Ertu viss um, að þetta sé þriðja
prestsskírnin á Svartanesi? spurði ég.
— Ég er þess fullviss, mælti Barði ró-
lega. — Ég þekkti Magnús, föður Atla,
sem nú býr í Svartanesi. Magnús héit fast
við Svartaness-siðinn og lét ekki skíra
börnin sín, eða öllu fremur laugaði þau í
sjávarfroðunni undir Svartakletti.
Ég frétti, að Atli hefði átt fyrsta son-
inn í vor. Hvað er nú í aðsigi?
Barði gamli var staðinn upp og talaði
nú fremur við sjálfan sig en mig. Mér var
ekki orðið um sel, og magnleysið sótti svo
á mig, að ég gat tæpast róið. Við vorum
komnir norður fyrir nesið. Þaðan blasti
bærinn bezt við og hin örmjóa landræma
milli hafsins og hamranna.
Héðan voru Hafhamrar frá hlið að sjá.
Aldrei sá ég betur en þá hæð þeirra og
r
Oli og Addi í Afríku.
Lísa: Að þú skyldir ekki vara þig. — Oli: Eg
hélt, að það væri ekki svona sterkt og liðugt.
Lína: Þetta eru piltarnir frá Garðari offursta.
— Bárður: Velkomnir, strákar. — Óli og Addi:
Sælir, en við . . .
Bárður: En fyrst skuluð þið koma með mér
og ná í nashyrning. — Óli: Addi, ertu ekki búinn
að kveðja Lisu?
hrikaleik. Þeir virtust hallast fram yfir
bæinn.
Nú var aðeins tekið að bregða birtu, en
þó sá ég greinilega fólk koma út á hlaðið.
Skírnin var sennilega um garð gengin, því
að ég hafði nær ekkert róið meðan Barði
sagði söguna, og tíminn liðið, áður en ég
vissi af.
Það var orðið einkennilega heitt og
mollulegt í veðrinu, — ég hætti að róa.
Haustkvöldið var kynlega hljótt og hljóð-
bært. Ég heyrði skerandi hundsvæl ofan
undan hömrunum. Barði gamli starði stöð-
ugt upp á Svartanesið.
Allt í einu heyrði ég eins og þungan nið
í f jarska og — bom — eins og báturinn
hefði steytt á blindskeri á fleygiferð. Ég
hrökk á nasirnar fram á næstm þóftu, en
spratt á fætur án þess að átta mig hið
minnsta, og áttaði mig aldrei meðan á
þessu stóð. Það fyrsta, sem ég sá, var, að
sjórinn flæddi upp á nesið. En ég sá meira
og heyrði, ég heyrði þann undirgang og
dynki, sem enginn fær með orðum lýst.
Og hvað sá ég? Ég sá Hafhamrana fara
af stað, hægt og hægt. Mér fannst það
Óli: Þetta var nú verra. ■ Bárður verður bál-
reiður, þegar hann kemur. — Addi: Hann er að
koma.
Bárður: Bíðið við. Ég ætla að setja eftirlætið
rnitt í búr. Ég mætti því niðri á vegi. — Óli:
Guði sé lof!
Nashyrningurinn, sem Bárður vill ná í, hendist
í gegnum kjarrið. Hann er stór og fallegur.
heil eilífð, meðan þeir voru á leiðinni. En
svo hneigðu þeir sig hver frá öðrum, —
hrundu hver af öðrum, allur fjallsendinn
hrundi í sjó fram. — Og allt varð hljótt
eins og í hyldjúpri gröf.
Loksins rauf Barði gamli þögnina og
benti í áttina þangað, sem Svartanesið
hafði verið, en nú var ein rjúkandi urð.
— Skilurðu nú, hvernig Svartaness-sið-
urinn er úr sögunni, mælti hann óhugnan-
'lega öldruðum rómi. — Ekki að myrkra-
völdin séu útdauð hérna á kjálkanum, —
nei — sei, sei, nei. Það er Svartanesið
sjálft og ættin öll, sem er farin, sokkin í
það myrkur, sem hún hefir óttast öllu
meir fram á þennan dag.
Það leitar allt til upphafs síns, drengur
minn, og þessi ætt, sem af ótta valdi
myrkravöldin að upphafi sínu, er nú á
heimleið.------
Við náðum til Líkárvíkur í myrkri um
kvöldið. Jarðskjálftakippurinn hafði fund-
izt þar greinilega.
En hvergi varð neitt jarðrask, nema á
Svartanesi, og þóttu ógnirnar, sem urðu
þar, þeim mun kynlegri.