Vikan


Vikan - 21.12.1939, Qupperneq 15

Vikan - 21.12.1939, Qupperneq 15
~VIKAN, nr. 51, 1939 13 hafði undanfarna daga og kvöld af hljóð- færaslætti og glaumi skrautbúinna manna og kvenna, rænd og rupluð og breytt í prýðisnautt aðsetur ruddafenginna her- manna. Sem vænta mátti varð þessi at- hurður mikið reiðarslag fyrir Sigvarð, konu hans og dóttur. Þetta þóttu líka hin verstu tíðindi þar í héraðinu, þar sem Sig- varður aðalsmaður var ástsæll mjög af alþýðu og þá eigi síður þær mæðgur. Eins og fjölskyldan varð nú einnig allt þjón- ustuliðið að yfirgefa hölhna, — og gest- irnir flúðu sem skjótast, — hver til sinna heimkynna. Af hinum þrem ungu aðals- mönnum, sem mest höfðu keppzt um að vinna hylli Dagnýjar, er það að segja, að hinn riddaralegi konungsfrændi horfði á mæðgurnar — þaðan, sem hann stóð í sveit konungsmanna — köldum, rólegum aug- um, þegar þær óku burt frá höllinni, og lyfti eigi hendi í kveðjuskjmi. Hinir tveir höfðu ásett sér að hverfa eigi brott, fyrr en þær hefðu yfirgefið höllina, og um leið og þær stigu út í vagninn, viku þeir sér að þeim, hneigðu sig kurteislega og mæltu: — Seinna koma betri dagar! Vér munum yður ávalt, göfugu konur. — Og fegurð yðar, fagra mær, fölnar ekki, þótt auð- urinn svíki, bætti útlendi furstinn við. — Og rödd yðar hljómar jafnsterkt, yndis- lega mær, þótt upphefðin fari, bætti her- togasonurinn við og reyndi að brosa. Nú er að segja frá þeim mæðgum. Nú var svo skipt um fyrir þeim, að þær höfðu fengið hreysi fyrir höll og annað fór eftir því, því að sáralítið máttu þær hafa með sér af munum sínum. Af dýrgripum sínum höfðu þær engu getað komið undan nema fingurgulli einu með dýrum steini í, sem Dagný átti, og faldi hún það í munni sér fyrir konungsmönnum. En þetta var þó ekki hin eina raun þeirra að vera svona settar. Öllu meiri var hin að vita Sigvarð á konungsvaldi og geta óttazt, að hann ætti þaðan aldrei afturkvæmt. Þá bætti það og ofan á harma þeirra, að Dagný tók að nokkrum tíma liðnum sótt nokkra svo þunga og meinmikla, að lengi var tví- sýna á lífi hennar. Hljóp bólga í háls og hörund — einkum á andliti, og komu víða á það ógeðsleg sár. Á útlimum þrútnuðu öll liðamót, og þeir urðu svo sárir og stirð- ir, að hún mátti varla hræra þá. I tvo mánuði gat hún eigi á fætur stigið, en allan þann tíma hjúkraði móðir hennar henni með frábærri ást og umhyggju. Að þeim tíma hðnum fór hún að hressast og hafa fótavist. En sárar menjar hafði hún ávallt upp frá því eftir sjúkdóminn. Liða- mót, einkum á úlfliðum og fótum — höfðu skekkzt og bæklazt. Af því leiddi aftur, að í hreyfingum hafði hún nú misst sína fyrri mýkt og fegurð. Ennþá meiri spjöll hafði þó sjúkdómurinn unnið andlitsfegurð hennar. Auk þess, sem andlitið sjálft virt- ist hafa eins og misst jafnvel eitthvað af sinni fyrri, fögru lögun, var húð þess nú þurr og úfin og alsett bláum örum, og þykka, gullbrúna hárið var nú orðið þunnt og litdauft og röddin hás og þróttlítil. — Dagný sýndist hafa elzt um mörg ár. Æskufegurð þessarar fyrr svo glæsilegu aðalsmeyjar var svo útmáð, að hennar nú- verandi útlit minnti varla á hana eins mik- ið og skugginn minnir á hlut þann, sem hann stafar frá. Og æskufegurðin forna hvarf ekki til baka aftur, þótt líkamskraft- ar og önnur heilbrigði viki smám saman til hennar. Nokkru eftir að Dagný var aftur komin til heilsu, var einn dag klappað á dyr hjá henni, og er hún lýkur upp, stend- ur hertogasonurinn ungi þar úti fyrir. Dag- ný kennir hann þegar, en lætur sem ekk- ert sé og segir hásum rómi: — Hvað er yður á höndum, herra minn ? — Hefir hin yndislega mær, Dagný, ekki enn hér dvalarstað? spyr hann. — Ég er Dagný, segir hún og horfir djarft í augu hans. — Þér Dagný? hrópar hann undrandi og ótta sleginn um leið og hann hopar nokkur skref aftur á bak. En hann sér, að augu hennar ljúga ekki og bætir við: — Hvar er hin fagra rödd yðar, sem ég þekkti frá þúsund öðrum? — Farin eins og upphefðin, segir hún rólega. — Farin, segir hann hljómlaust. — Fyrirgefið, að ég ónáða yður, —- og snýr um leið frá hikandi skrefum. Fáum dögum síðar var aftur klappað á dyr hjá Dagnýju. Hún lýkur upp og sér þá furstann standa fyrir utan. Hún lítur beint í andlit hans, því að hún þekkti hann þegar, — en hann hopar undan, eins og hann vilji standa sem fjærst henni. Eftir augnabliks þögn segir hann hikandi: Framh. á bls. 31.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.