Vikan


Vikan - 21.12.1939, Side 17

Vikan - 21.12.1939, Side 17
VIKAN, nr. 51, 1939 15 Herdeildir mannúðarinnar hefir starfað í 75 ár. Við lifum á viðburðaríkum tímum. Með hverjum deginum, sem líður, fjölgar hörmungum mannkynsins og fylkingum þeirra, sem þjást og kveljast, fjölgar. En þrátt fyrir allt er það nokkur hugg- un, að enn eru þeir margir, sem vinna af ósérplægni fyrir hugsjónum mannúðar og bræðralags, til liknar þeim, sem harð- ast verða úti. 1 þeirri vigaöld, sem nú fer yfir heiminn er starfsemi Rauða krossins um víðan heim glöggt dæmi um fómfýsi og góðan vilja mannanna til að hjálpa og draga úr sviða sáranna. Þetta munu Finnar bezt skilja, eins og þar er nú ástatt. Hér á eftir fer frásögn Niels Kaas Johansen um höfund Rauða krossins og útbreiðslu þess líknarfélags. i A rið 1901 kom dálítið atvik fyrir í sviss- neska bænum, Heiden, sem vakti at- hygli alls heimsins. Pósturinn þaut á elli- heimilið með bréf til hr. Dunants, gamals manns með sítt, grátt skegg, sem bjó í litlu, fátæklegu herbergi, sem var eins og klefi í fangelsi. Bréfið var frá Svíþjóð, og í því stóð, að gamli maðurinn hefði fengið Nobelsverðlaunin! Þessi maður hafði fórn- að allri sinni ævi í þjónustu mannúðarinn- ar. Frá barnæsku til dauðadags barðist hann óslitið fyrir friði og mannúð og stofn- aði Rauða krossinn. Bernska Henri Dunants var alls ekkert merkileg. Hann fæddist í Genéve árið 1828 og var sonur vel metinna og efnaðra hjóna. Hann fékk gott uppeldi, en var heilsulítill og feiminn við ókunnuga. Snemma varð honum ljóst, hve margir áttu bágt í heim- inum. Móðir hans hafði hann oft með sér, þegar hún færði fátækum gjafir. Þegar hann stálpaðist sat hann hjá föngunum í fangelsinu og las fyrir þá. — Hann vildi verða bankamaður og hafði til að bera óvenjulega verzlunarhæfileika, en þeir urðu honum einmitt til mikillar hjálpar í starfi hans. Henri Dunant hafði vit á að auglýsa og breiða út mál sitt. Hann var og hugsjónamaður. Snemma var Dunant formaður kristi- legs mannúðarfélags í Genéve. Mönnum var það hulin ráðgáta, hvernig þessi feimni maður, sem steig aldrei upp 1 ræðustólinn, gat verið formaður. Opinberlega var hann sem sé feiminn, en í einrúmi einstakur maður. Og hann kunni að tala við rétta „Rauði krossinn" er eina alþjóða-skipulagningin, sem hefir lifað af hörmungar stríðsins. 1 honum eru 57 þjóðir. Hér eru nokkrir japanskir Rauðakrossmeðlimir.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.