Vikan


Vikan - 21.12.1939, Síða 20

Vikan - 21.12.1939, Síða 20
18 VIKAN, nr. 51, 1939 Haraldur Björnsson: LEIKHÚSSÍÐA ........ Betty Hennings. Haraldur Björnsson skrifar í dag um hina frægu leik- konu, Betty Hennings, sem nú er ný látin. — B. H. var fremsta leikkona Norðurlanda um langt skeið, og ógleymanleg mun hún mörgum eldri íslendingum, sem dvalið hafa ytra og séð hana í ýmsum leikhlutverkum. H að eru nú nærri því 81 ár síðan Betty Hennings kom opinberlega fram á leiksviði konunglega leikhússins í Kaup- mannahöfn, og hér um bil 30 ár síðan hún hélt kveðjusýningu á sama stað, — þar sem hún kvaddi sína mörgu aðdáendur, sem hylltu hana með stórbrotnum hátíða- höldum. Páir eru nú orðnir eftir af þeim, sem hafa séð hana, — sem hafa glaðst og hrif- izt af hinni óviðjafnanlegu list hennar, á þeim árum, þegar hún var ein sú mikil- hæfasta og glæsilegasta hstakona verald- arinnar á seinni öldum. Þeir af nútíma kyn- slóðinni, sem listum unna, þekkja hana flestir aðeins af afspurn. Nafn hennar varpar ljóma yfir hið ,,naturalistiska“ leik- hús þátíðarinnar. En þeir, sem dvalið hafa langdvölum í höfuðborg Danmerkur, hafa allt fram á síðustu ár, séð hina beinvöxnu, höfðing- legu konu, þegar hún gekk til sætis síns í konunglega leikhúsinu, létt á fæti og fög- ur í hreyfingum, eins og 18 vetra gömul mær. Andlit hennar bar sérkennilega göfgi. Augun ljómuðu af andríki og gáfum. Frú Hennings — Betty Schnell — var fædd og upp alin við óbreytt lífskjör. Faðirinn var veitingamaður, og á sumrin hafði fjölskyldan veitingatjald á „Dyr- havsbakken", hinum nafnkunna sumar- skemmtistað í skóginum fyrir utan Höfn. Sjö ára gömul byrjaði hún nám við ball- ettskólann við konunglega leikhúsið, og komst þá strax undir hinn stranga aga dansmeistarans August Bournonville, sem þá var stjórnandi þar, og lagði grundvöll- inn að hinum ágæta og víðfræga, danska balett. Betty litla var bæði áhugasöm og vilja- sterk, og vakti undir eins eftirtekt meist- arans. Eftir tíu ár, hafði hún lokið námi á skólanum, og 17 ára gömul fékk hún í fyrsta sinn stórt viðfangsefni. Atvikaðist það þannig, að hin glæsilega dansmey, Julietta Price, sem var fremsta danskona leikhússins, meiddi sig í fæti á leiksviðinu til óbætanlegs tjóns, og dans- meistarinn trúði hinum unga nemanda fyr- ir því vandasama viðfangsefni að dansa hlutverk Ástríðar í „Valkyrjan". En þetta varð stórkostlegur sigur fyrir Betty. Hún dansaði ekki einungis svo unun var á að horfa, — andlitssvipbrigði hennar töluðu svo áhrifamiklu máli djúpra tilfinninga og fullkomins skilnings í hinni þögulu list dansins, — sem enginn hafði átt von á af svo ungri stúlku. — 4 næstu ár varð hún þannig fremsta dansmey leikhússins. En líkamsþreki hennar var ofboðið með því erfiði, sem dansinn heimtar, og metn- aður hennar ýtti henni enn lengra áfram á listabrautinni. Hún gekk nokkur ár í skóla hjá hinum alkunna, ágæta leiðbeinanda, Höedt, og lék fyrsta hlutverk sitt 13. des. 1870, tvítug að aldri, sem „Agnes“ í „Fruentimmer- skolen“ eftir Moliere. Það varð stórkost- legur sigur, bæði fyrir hana og kennara hennar. Eftir það kvöld, var hún fullþroskuð, markviss listakona. Hún var ekki einungis yndisleg eins og opinberun úr sjálfum heimi skáldskaparins, heldur hafði hún og þegar öll einkenni hinnar miklu leikkonu. Hún átti auðlegð hugmyndaflugsins, — hún hafði gáfumar, — og hún hafði þann stíl, sem gaf hverju einasta orði líf, — hvert atriði var þaulhugsað og unnið inn í þá hugarins stemningu og þann blæ, sem við átti. Mörg ár var ungfrú Betty Schnell dáð og lofuð, í öllum þeim mörgu ungmeyja- hlutverkum, sem hún tók að sér á eftirfar- andi árum. Svo kom hin mikla breyting. Nú hafði Betty Schnell gift sig, og 21. des. 1879 var frú Hennings sú fyrsta í veröld- inni, sem lék Noru, hina margumtöluðu Nóru í Brúðuheimilinu eftir Hinrik Ibsen. Unga stúlkan, sem hingað til hafði leikið ungmeyjarhlutverkin, var nú allt í einu orðin skapgerðarleikkona í fremstu röð. í næstum 30 ár hélt hún þeim tignarsessi að vera bezta leikkona kgl. leikhússins, og sjálfkjörin til að bera uppi svo að segja öll nýrri tíma leikrit, sem leikhúsið tók til meðferðar á þeim árum. Frú Hennings fékk alveg sérstaka þýð- ingu fyrir síðustu leikrit Hinriks Ibsen. Það féll í hennar hlut að leika svo að segja öll aðalkvenhlutverkin í þessum leikritum hans. Noru í „Brúðuheimilinu", Hedvig í „Villiöndinni", Ellida í „Fruen fra Havet“, Hedda Gabler, Hilda í „Bygmester Sol- ness“, Ella í „John Gabríel Borkman“, Irene í „Naar vi döde vaagner“ og frú Alving í „Afturgöngur". Þessar persónur hennar voru alltaf leiknar af. snilld, og sumar, eins og t. d. Nora og frú Alving, voru óviðjafnanleg meistaraverk. Þetta eru allt hinar ytri staðreyndir,. sem hægt er að lesa um í leikhússögunni. En hvemig var hst frú Hennings 7 Hvernig lék hún? Fyrst og fremst bar öll hennar fram- koma og öll hennar vinna á leiksviðinu merki djúprar auðmýktar og innilegrar virðingar fyrir starfinu, fyrir því að vera listakona leikhússins. Hún starfaði á þeim árum, þegar það ekki þekktist á betri leikhúsum, að leikar- amir fæm með leikhlutverk sín, hvernig sem þau vom, út fyrir þau takmörk, sem góð list ætíð setur, aðeins til að þóknast dómgreindarlausum áhorfendum. — Fyrir frú Hennings var leiklistin fyrst og fremst einskonar musterisþjónusta. — Starfrækt í auðmýkt og af samvizkusemi í helgidómi hstarinnar. — Það lætur kannske skringi- lega í eyrum sumra þeirra, sem nú titla sig með orðinu leikari, en sannleikur er það samt sem áður. Hún var alla sína ævi mjög heittrúuð kona og stóð í innilegu sambandi við þann guðdóm, sem hún trúði á með bamslegu trausti, og veitti henni fullnægju og styrk til að krjúpa á bæn, áður en hún innti af hendi leikhúsþjónustu sína, hvers eðlis, sem hún var. Hún óskaði ekki eftir að geðjast fjöldanum, heldur, að hin hstræna vinna hennar mætti ná því marki, sem hún setti sér. — Að henni mætti takast með list sinni að ummynda svo sinn sterka og sérkennilega persónuleika, að hann gæti Pramh. á bls. 35.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.