Vikan - 21.12.1939, Síða 21
VIKAN, nr. 51, 1939
19
^uiiiiiiiiiiiiiiiiniini
llllllllllllllllllllllll■lll■ll■lllllIlllll■■■llllllllllllllllllllllllllll■lllllllll■lllllll■lllll■lllllllllllll■l■I■lll■llll■■^l^lUllnl•ll•llllllllllllllllllllllllll■
iiiii i • u ii 11 n nin 11111111111 nnnnnnniu%
Strandarkirkj
i.
Við blátt haf og blá fjöll og bláan sand
steig' bæn og von úr brimi á land.
1 mörg ár, við margt stríð og margan sið
hér átti barnstrú örugg: frið.
Um kalt land, við kalda tíð og kalda lund
hér gekk hún frjáls á guðs síns fund.
Og strangt vit með ströng orð og strangan dóm
hér fær ei máð hið minnsta blóm.
Þó heitt gim og heift brenni heimsins tré,
á eyðiströnd er heilagt hlé.
Því hér skín og hér vermir heimsins ljós.
Hér döggvast hjartans dulda rós.
V.
fCg mætti öldnum sjómanni,
sem fór í fiskiróður,
fast hann steig á sandinn
og leit á gestinn, hljóður.
Með ró, sem trúartraustið
í tryggum sálum elur,
með öryggi, sem allt sitt ráð
einum guði feiur.
I Strandarkirkju skírður,
að Strönd mun hann grafinn.
Sævarhetja, langt yfir
litlar sálir hafin.
Mér var sem trú á vernd guðs,
vængjum traustum borin,
bæri sálu svala,
við sjómanns traustu sporin.
Heill! Strandarkirkju sonur,
þú gafst mér dýra gjöf.
Ég gef þér lítinn sveig á þína
friðheigu gröf.
H.
Nú er logn og hlé og himinsins vé
í hafinu draumfögru endurskína.
Jörðin beygir kné, eins og blessuð hún sé
og borin langt yfir takmörkun sína.
Væri ei örlítið hljóð, þegar hækkar flóð
í hafinu djúpu, und blásilki nætur,
gæti strandbúann dreymt, að allt stríð væri gleymt
og stormarnir grafnir við lífstrésins rætur.
En jörðin er jörð: yfir svalan svörð
og svefntöfrað hafið mun dagur renna,
með stritandi starf og stormanna arf,
með stjörnur, sem blikna og geisla, sem brenna.
En við kirkjunnar hlið finnur hjartað sinn frið
ofar hrópandi degi og vaxandi bárum,
hún á móðurhönd, yzt á stríðsins strönd
og styrk handa líðandi’ og komandi árum.
III.
Ég geng í kirkjuna — bið, eins og vegmóður biður,
og bað um aldir — og sál mína umlykur friður.
Hve allt er hér bjart og öruggt — sem guðs i skugga,
hér enn þeir dveldu, sem báðu, og trú mátti hugga.
Eg sé í anda, barnslegar bænir krjúpa
og bænheyrslu ljósregn á vökuþreytt höfuðin drjúpa.
Sé liðið, sem starfar á Ijóssins og duftsins mótum
að lausn hverrar óskar, sem brennur und mannshjartans rótum.
Og þakkir hins bænheyrða anga, sem reykelsis eiminn,
sem auðmjúkur vaknar og leitar frá jörðu í geiminn.
Mér er, sem að þúsundir biðji hér bænina mína,
sem bænheyrð ég verði — og áhyggjur fölna og dvína.
Eítir
Huldu
VI.
Ungar sléttur út við sandinn
iðgrænt skrúð mót ljósi hefja;
andvarans í bylgjum bærast —
blessuð strá, sem auðnir vefja.
Vefja þær í lífsins liti,
lykja þær í gróðrararma,
binda sandinn seigum rótum,
syngja um ást og daga varma.
Nýir tímar, traustur hugur,
trú á blásna dali og strendur
græddi þessa góðu reiti.
Grói þeir, meðan kirkjan stendur!
VII.
Fugi yfir djúpinu flýgur,
með fegursta vængjaslætti
í leik að hafbárum hnígur
og hlær við útsævar mætti.
Hann, vængjunum vorléttu búinn,
ei volduga djúpið hræðist,
alfrjáls, á loftsins leiðum
leikur — og hvergi mæðist.
— Svo skyldi andi manns, ofar
ógnandi jarðar þunga
svífa, unz raunaél rofar
og roði slær myrkra drunga.
Már, þú sem moldar börnum
mátt þinna vængja sýnir,
þökk, bróðir, þú veizt af þeim vörnum,
sem vængur manns löngum týnir.
IV.
Við gestsins augum blikar blóm á sandi,
blátt, lítið, skært.
Uað brosir þegar bylgjur æða að iandi
og blundar vært.
Sem ekkert væri, utan sumardagur
og albjört nótt.
Fú litla blóm, hve litur þinn er fagur
og líf þitt rótt.
Svo hjartans bæn við órótt harma hafið
í hreinleik grær.
Og himinn leggur liknargeisla trafið
um laufin skær.
vra.
Með nújíma hraða ég flýg og fjarlægist hafið.
Fagurt er kvöldið, allt er í sólgulli vafið.
Og þegar blærinn þýtur um vagninn og veginn
mér virðist sem englar fljúgi og harpa sé slegin.
Englar musteris eyðisanda mér fyígja.
Um áheyrn og blessun syngur h!n fjarlæga bylgja.
Svo hverfur ströndin. En sagan í sálinni lifir,
um sandana bláu og húsið, sem guð vakir yfir.
*>llllllllllllllllllllllllllllllln1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
....................................................................................................................lllll■ll•llll■llll■lll■l■l■lllllllllllllllulllll■l■lllllll||||l■l|||||||||||l,|,l|,ll|l,l,|i^