Vikan


Vikan - 21.12.1939, Page 30

Vikan - 21.12.1939, Page 30
28 VIKAN, nr. 51, 1939 marraði svo óþægilega í mér við hverja minnstu hreyfingu, að félagamir gerðu napurt gys að mér. Nú fengi ég meðal ann- ars færi á að eignast mjög vænt skinn- vesti. Þegar félagar mínir kæmu næst og dustuðu mig til í þeim tilgangi að láta marra í mér, þá skyldi ég ekki þola þeim það. Ég fer tvær, ég fer þrjár ferðir til borg- arinnar, ekkert ber til tíðinda. Þegar ég var að leggja af stað frá Cottage-stöðinni í f jórða skipti sté ung kona upp í vagninn og fékk sér sæti í stýrisvagninum. Hún var í brúnni loðskinnkápu. Þegar ég fór fram- fyrir til þess að taka á móti fargjöldunum, leit hún á mig stórum augum. Hún var kornung og lagleg, með blá, einkar sak- leysisleg augu. — Veslingurinn, þér eigið eftir að verða mjög óttaslegin í dag, hugsaði ég. — En þér hafið víst gert eitthvað fyrir yður, og nú á að hegna yður fyrir það. Ég skal annars með ánægju bera yður inn í lyfja- búðina. Við runnum af stað til borgarinnar. Ég varð þess brátt áskynja, að stýrimaðurinn tók frúna tali. Hvað gat hann verið að segja henni ? Þar að auki hafði hann ekkert leyfi til þess að spjalla við farþegana með- an hann stóð við stýrið. Ég sé, mér til stórrar undrunar, að frúin flytur sig nær honum, og hlustar á hann með áfergju. Við rennum áfram, lengra, lengra, stöðv- um andartak, tökum fólk í vagninn, stöðv- um aftur, hleypum fólki af vögnunum. Allt gengur sinn vana veg. Við nálgumst Mon- roe-götuna. Ég hugsa með mér: — Þessi ungi sérvitringur hefir valið heppilegan stað. Monroe-homið er rólegt, og engin hætta er á, að honum verði aftrað frá að stíga niður í opið. Og ég hugsa ennfremur um það, að ég hafði oft séð starfsmenn brautarfélagsins standa í þessum opum, ef eitthvað þurfti að lagfæra í neðanjarðar- þræðinum. En skyldi einhver finna upp á því að standa upp úr opinu, þegar vagnarn- ir rynnu yfir, þá yrði hann einungis nokkr- um þumlungum styttri eftir á. Ásinn frá stýrishandfanginu, sem gengur niður að rafþræðinum, mundi stífa höfuð hans frá bolnum. Þar eð Monroe-gatan var næsta gata, gekk ég fram á stýrisvagninn. Hvorki stýrimaðurinn né frúin mæltu nú orð af vörum. En ég veitti því eftirtekt, að stýrimaðurinn kinkaði kolli, eins og til að samþykkja eitthvað, svo horfði hann fram fyrir sig og ók með fullum hraða. Og það var Stóri-Pat, írlendingurinn, sem stýrði þá hjá mér. — Doka hér! sagði ég á mínu vana- lega slarkaramáli. Það þýðir: Akið ögn hægar. Ég kom nefnilega auga á svartan depil á miðri brautinni. Það gat verið mannshöfuð, sem stóð þarna upp úr jörð- inni. Ég sá líka, að frúin hafði stöðugt augun á sama deplinum og hélt sér fast í sætið. Hún er farin að ókyrrast yfir því, að slys geti átt sér stað, hugsaði ég. Hvað skyldi hún þá taka til bragðs, þegar hún sér, að það er eiginmaður hennar, sem er að láta lífið. En Stóri-Pat hægði ekki á ferðinni. Ég kallaði til hans, að það væri maður í opinu — en engin breyting. Við sáum nú glöggt höfuðið. Það var ungi galgopinn, sem stóð í holunni og sneri andlitinu að okkur. Þá setti ég lúðurinn á munn mér og gaf hátt stöðvunarmerki. Pat ók með sama hraða, innan fjórðungs úr mínútu mundi verða slys. Ég sló í bjölluna svo húnhringdi,hljóp fram eftir vagninum og náði í hömluna. En það var um seinan. Vagnarnir voru runnir yfir opið áður en þeir stöðvuðust. Ég stökk niður. Mér var afar órótt, og hugsaði ekki um annað en taka hvern þann fastan, sem sýndi mótþróa. En ég steig strax upp í stýrisvagninn, og gat ekki staðnæmst. Stýrimaðurinn var líka ráð- villtur. Hann spurði út í bláinn, hvort mað- ur hefði verið í opinu, og hvernig það hefði viljað til, að hann hefði ekki stöðvað. Unga frúin hrópaði: — Óttalegt! Óttalegt! Hún var náföl í andliti og hélt sér í bekkinn með krampakenndum tökum. En hana svimaði ekki, og hún sté litlu síðar út úr vagninum og fór leiðar sinnar. — Það þyrptist þarna saman fjöldi fólks. Við fundum höfuð hins látna undir aftasta vagninum, en líkaminn var eftir í opinu. Ásinn frá vélinni hafði smeygst undir höku hans og svift höfðinu með sér. Við bárum hinn látna út fyrir brautina og lögregluþjónn kom þangað til GLEÐILEG JÓL! Kjötbúðin Borg. GLEÐILEG JÖL! Tóbaksverzl. London. GLEÐILEG JÖL! Verzlunin Áfram. GLEÐILEG JÓL! Verzlun Sigurðar Halldórssonar Öldugötu 29. GLEÐILEGRA JÖLA! óskar öllum viðskiptavinum sínum Efnalaug Reykjavíkur. þess að flytja hann burtu. Lögregluþjónn- inn skrifaði hjá sér fjölda af nöfnum, og allir farþegarnir báru mér vitni um, að ég hefði hringt og flautað og loks gripið höml- una. Að öðru leyti bar okkur vagnstjórun- um að gefa skrifstofu okkar skriflega skýrslu. Stóri-Pat bað mig að Ijá sér hníf. Ég misskildi hann og kvað nú nógu mikið slys hafa hent. Þá brosti Stóri-Pat og sýndi mér skammbyssu til merkis um það, að hann ætlaði ekki að nota hnífinn til neins flónskuverks, heldur til einhvers annars. Þegar hann hafði fengið hnífinn kvaddi hann mig, með þeim orðum, að hann gæti ekki lengur verið í þjónustu félagsins. Þar með fór hann leiðar sinnar. Það voru engin ráð fyrir mig önnur en að taka að mér vagnstjórnina niður að stöðinni. Nú stóðu margar vagnalestir bak við mig, sem höfðu náð mér þarna og biðu þess, að ég kæmist af stað. Og af því ég hafði ofurlitla æfingu í stjórn vélarinnar, gekk það slysalaust. Kvöld eitt milli jóla og nýárs hafði ég frí og labbaði þá til og frá um borgina. Þegar ég kom að járnbrautarstöðinni ráf- aði ég þar inn, og tók að athuga umferð- ina. Ég gekk alla leið út að vagnstéttinni og sá eina lest, sem var í þann veginn að leggja af stað. Skyndilega er nafn mitt nefnt og maður stendur á einum vagnpall- inum og kallar til mín. Það var Stóri- Pat. Örlítil stund leið, áður en ég bar kennsl á hann. Hann var í fínum fötum og hafði losað sig við skeggið. Ég kallaði upp, en ekki hátt. — Uss, ekki svona hátt! — Hvernig fór annars með málið? spurði Pat. — Við höfum verið yfirheyrðir, svaraði ég, og það er leitað að þér. Pat mælti: — Ég fer til Vesturríkjanna. Hvað hefir maður við að vera héma? Sjö til átta dali á viku, en af því fara fjórir í fæði og húsnæði. Ég tek mér land, gerist bóndi. Það segir sig sjálft, ég hefi pening- ana. Ef þú vilt vera með, skulum við ná okkur í búsældar jörð úti við Frisco. — Ég get ekki farið, svaraði ég. — Já, eftir á að hyggja, úr því ég mundi fPeftir því, hérna er hnífurinn þinn. Þakka ^.-þér fyrir lánið. Nei, sjáðu til, það er eng- ? inn framtíðar vegur að vera við sporvagn- ana. Ég hefi nú verið þar í þrjú ár, og ekki haft efni á að skipta um föt fyrr en nú. — Lestin blés til brottferðar. — Jæja, vertu sæll, sagði Pat. — Heyrðu, hvað fékkstu hjá manninum, sem við ókum yfir? — Tíu dali. — Það fékk ég líka. — Nú, hann borg- aði reyndar ríflega. En konan var betri. — Konan? — Já, unga konan. Við höfðum lítils- háttar skipti. Og hún gerði enga rekistefnu út af því, hvort það voru eitt eða tvö þúsund, því að hún vildi losna við manninn. — Það eru hennar peningar, sem gera mér kleift að hefja nú léttara líf.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.