Vikan


Vikan - 21.12.1939, Qupperneq 31

Vikan - 21.12.1939, Qupperneq 31
VIKAN, nr. 51, 1939 29 Halli gekk inn í ganginn á veitingahús- inu og skimaði undrandi í kringum sig. Hann hafði einmitt fengið sendisveinsstöðu í blómabúð í dag og átti að afhenda einum gestanna í veitingahús- inu blómvöndinn, sem hann hélt á í f anginu. Það var aðfangadagur og mikið að gera. En hvað hér er fínt! Og ljósin! Og hit- inn! Aldrei hafði hann séð annað eins. Halli kom auga á einkennisklæddan mann og hraðaði sér til hans. Það var dyravörður veitingahússins. — Ég átti að færa frú Berg þessi blóm, sagði hann stamandi og rétti fram blóm- vöndinn. — Ég er svo önnum kafinn, sagði dyra- vörðurinn, — að ég verð að biðja þig að skreppa upp til frúarinnar. Hún býr í her- bergi nr. 129 á þriðju hæð. Halli gekk hægt og rólega upp stigana og skoðaði allt gaumgæfilega. Hann var einna hrifnastur af hinum óteljandi lömp- um. En hvað ljósareikningurinn hlaut að vera hár. Halli varð skyndilega alvarlegur á svip. Hann mundi eftir því, að faðir hans átti að borga' rafmagnsreikninginn sinn eftir — Gefið mér samband við íbúðina á þriðju hæð við Aðalstræti 212. Ég veit ekki, hver býr þar, en það liggur á. viku. Hann hafði nú verið atvinnulaus í sex mánuði og átti ekki einn einasta eyri. Og nú kæmust þau ekki hjá því, að lokað Jólasaga fyrir börn. yrði fyrir ljósin. Halla þótti svo óumræði- lega vænt um foreldra sína og langaði svo mikið til að hjálpa þeim. En hvernig átti hann að fará að því? Hann hafði ekki nema tíu krónur á viku. Þegar hann barði að dyrum á herbergi nr. 129, kom góðleg kona til dyra og bað hann að koma inn. Halli gekk inn fyrir, afhenti henni blómvöndinn og hneigði sig kurteislega. — Viltu bíða andartak, vinur minn, á meðan ég sæki peningana, sagði konan. — Seztu niður, góði minn. Halli settist við gluggann. Það var satt, hann var þreyttur. Hann var svo óvanur þessum hlaupum. Klukkan var um hálf- fimm. Bílarnir þutu um götumar, og fólk- ið hraðaði sér heim. Halh tók aftur að hugsa heim. Allt í einu varð honum litið yfir í glugga á húsinu hinu megin við götuna. Glugginn var á þriðju hæð. 1 gluggakistunni lá lítil, ljóshærð telpa á hnjánum. Hún var að bisa við að opna gluggann. Hún hafði bersýni- lega enga hugmynd um þá hættu, sem hún var í. Tækist henni að opna gluggann, var voðinn vís. Halli sá, að hann varð að vera snar- ráður. Hann hafði tekið eftir síma í næsta glugga við gluggann, sem telpan var úti í. Hann tók símann, sem var fyrir framan hann, hringdi á miðstöð og sagði: — Ungfrú! Gefið mér samband við íbúðina á þriðju hæð við Aðalstræti 212. Eg veit ekki, hver býr þar, en það liggur á. Miðstöðvarstúlkan hafði skilið, að það var mikið í húfi. Það leið ekki á löngu áður en hann hafði fengið samband. And- artaki síðar anzaði karlmaður í símanum. Það var þá einhver heima. — Halló —! var sagt dimmum rómi. — Spyrjið einskis, stamaði Halli. — Ég hringi frá veitingahúsinu á móti. Flýtið yður inn í næsta herbergi. —- Þar er lítil stúlka í lífshættu! Halli sá þegar maðurinn tók litlu telp- una úr glugganum. Hann var svo feginn, að litlu telpunni var borgið. I sömu andrá kom konan með pening- ana. Hún hafði enga hugmynd um, hvað komið hafði fyrir. Andartaki síðar var Halli á leið út. Hann var svo hugfanginn af umhverfinu, að hann gleymdi öllu, jafn- vel hinum nýskeða atburði. Þegar hann var að fara út, rakst hann á stóran, berhöfðaðan mann. Halli þekkti strax manninn, sem hann hafði talað við. . Maðurinn réðist nú á dyravörðinn og t gluggakistunni lá lítil telpa á hnjánum og var að bisa við að opna gluggann. spurði: — Það hringdi lítill drengur til mín héðan — viðvíkjandi dóttur minni — hún var að detta út um gluggann. Ég heiti Símon og er bankastjóri. Getið þér bent mér á drenginn? 1 sama bih kom hann auga á drenginn, sem hafði hörfað aftur á bak, og sagði: — Það varst þú, góði minn. Ég þakka þér kærlega fyrir . . . Halli ætlaði niður úr gólfinu af feimni. — Mér — mér fannst vera bezt að síma, stamaði hann. — Drengur minn, sagði bankastjórinn hrifinn. — Ég á engin orð, til þess að lýsa þakklæti mínu. En komdu nú hingað og segðu mér um sjálfan þig og heimili þitt. Halli sagði honum allt af létta um atvinnu- leysi föður síns og fátæktina á heimilinu. Bankastjórinn varð andartak hugsi, en sagði síðan: — Láttu föður þinn koma til mín eftir jólin. Mig vantar einmitt duglegan mann. skóla eða taka þig á skrifstofuna, hvort sem þú vilt heldur. Þú hefir sýnt, að þú Og hvað þér viðvíkur skal ég kosta þig í hefir bein í nefinu, ert ákveðinn og hugs- unarsamur. Þannig drengir komast alltaf áfram í heiminum. Hér er nafnspjaldið mitt — og gjörðu svo vel, — bankastjór- inn rétti honum hundraðkrónuseðil. — Ég þakka þér nú fyrir og gleðileg jól, vinur minn! Bankastjórinn kinkaði vingjarnlega kolli og fór út. Halli stóð steini lostinn af undrun með nafnspjaldið og seðilinn í hendinni og ætl- aði ekki að trúa sínum eigin augum. Á heimleiðinni borgaði hann raf- magnsreikninginn og keypti ýmislegt til þess að gleðja foreldra sína og systkini á jólunum. Mest hlakkaði hann samt til að segja föður sínum frá atvinnunni. Það yrði bezta jólagjöfin!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.