Vikan - 25.04.1940, Side 9
VIKAN, nr. 17, 1940
9
og Nýja-Testamentis-pýðingu hans.
SOlCl SújlM) 'pálsjOH.
I inn 12. apríl 1940 voru liðin 400 ár
frá því, að lokið var við prentun
hins Nýja-Testamentis á íslenzku
í þýðingu Odds Gottskálkssonar.
Fullyrða má, að útgáfa N. Tm. sé mesti
viðburðurinn í sögu kristni vorrar, annar
en kristnitakan sjálf. Eins og kristnitakan
var grundvöllur kristnihalds á landi voru,
svo varð útgáfan N. Tm. homsteinn hinnar
evangelisku trúar.
Nýja Testamenti þetta var gefið út að
nýju í sinni upprunalegu mynd árið 1933.
Var það ágæta verk unnið fyrir fram-
kvæmd dr. Munksgaards bókaútgefanda í
Kaupmannahöfn. Bók sú er all dýr og auk
þess er stíll hennar nokkuð óaðgengilegur
fyrir þá, sem með öllu eru óvanir gotnesku
letri. Mun þetta m. a. valda því, að hún
hefir náð miklu minni útbreiðslu hér á
landi en æskilegt væri.
Það er meira en maklegt, að þjóðin
kynni sér hið mæta verk Odds á þessum
tímamótum. Fleiri Islendingar hafa — sem
vonlegt er — lesið þýðingu Odds sér til
sálarheilla en hina nýjustu þýð-
ingu vora. Og hún getur mætavel
enn gagnað þeim, sem þar vilja
leita hins „guðspjallega sann-
leika“, til þess að finna hann. Að
vísu eru á því mállýti þeirrar ald-
ar, en hins vegar er stíllinn svip-
mikill og auðugur. Þýðing hans
ber vott um lotningarfullt hugar-
far og djúpan trúarskilning. Þýð-
ing vor á N. Tm. hefir að sjálf-
sögðu ekki mállýti 16. aldar, en
hún stendur langt að baki þýðingu
Odds, að krafti og heilagri tign.
Skal nú stuttlega getið æviatriða
Odds Gottskálkssonar. Þeim, sem
vilja kynna sér það mál til hlýtar,
vísasí til formála Sigurðar Nor-
dals fyrir útgáfu Munksgaards, og
þeirra heimilda, sem hánn greinir.
Oddur var sonur Gottskálks
Nikulássonar Hólabiskups (1496
—1520). Hann var norskur mað-
ur, stórættaður. Móðir Odds var
Guðrún Eiríksdóttir Loftssonar
ríka. Lágu þannig að honum tvær
höfðingjaættir.
Óvíst er um fæðingarár hans,
sumir fræðimenn ætla hann fædd-
an um 150Q, en aðrir ekki fyrr en
1515. Verður ekki úr því skorið.
Talið er, að hann hafi alizt upp í
Noregi að mestu, jafnvel frá 6 ára
aldri. Þar var hann með föður-
bræðrum sínum. Hóf hann nám
þar, en hélt því síðan áfram í Dan-
\l
mörku og Þýzkalandi. — Á þessum árum
fær hann þann vitnisburð, að hann hafi
verið ,,mjög vel lærður í latínu, þýzku og
dönsku, og söng og les, sem þá gekk í
íslandi . . . og hafði góðan byr og vel
látinn af öllum.“
Um þessar mundir var trúarlíf
kaþólskra manna í niðurlægingu. Því
fremur ruddu kenningar Luthers sér
braut. Þær fóru ekki fram hjá hinum
alvörugefna, unga menntamanni, Oddi.
Síðan hverfur hann heim. En hvers
vegna? Faðir hans var dáinn fyrir hér
um bil hálfum öðrum áratug. Frændur
átti hann engu síður í Noregi en hér.
Hinn nýi siður var enn harðlega undir-
okaður hér af hinum kaþólsku biskupum.
— Hvað dró hann heim? Það kann að
hafa verið margt. En vafalaust hefir trú-
boðsþörf hans valdið mestu í þessu efni.
fptfrt tt f>íb tm*
ejgeniigotö 'i (Buangelta foe<rc Ijafi
ílalpc i FírtM/biíc í bci»
me/ Qfens tyfía poflulat t ©k&í fp(
mcfí floait (Trtp tt&n. þaa
cru tttt S>ta vtlegö a ¥lov
CCJtVJI ©uöt tfl «
öyröar/ efí ðfmttp*
ttú ttl f^mOaci
þwlpttr.
Titilsíða á minningarriti um Odd Gottskálksson. Hafst. Guðm. teiknaði
Titilsíða á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar.
Hann hefir þráð, eins og aðrir aftur-
horfnir menn, að gera aðra hluttakandi
í hinum sömu gæðum og hann hafði öðl-
azt. I bænum sínum hafði hann heitið
guði að auka, framdraga og efla það, sem
hann birti sér rétt að vera. Á
Norðurlöndum voru þá margir
öflugir málsvarar hins nýja siðar
og hann þegar við tekinn. En hér
vantaði þá sem oftar verkamenn í
víngarðinn. Þess vegna hefir hann
kosið að gjalda hinum heilaga heit
sín, með því að starfa á þessu
landi.
Þegar heim kom, sem hefir ver-
ið fyrir 1536, gekk hann í þjón-
ustu Ögmundar biskups í Skál-
holti. Þar voru þá fyrir nokkrir
nemendur hins nýja siðar. Meðal
þeirra var Gissur Einarsson síðar
biskup, dómkirkjuprestur og ráðs-
maður. Þessir menn komu saman
í húsakynnum ráðsmanns. Þar
hafa þeir lesið saman Heilaga
Ritningu og bækur þýzkra og nor-
rænna siðaskiptamanna.
Þar hóf Oddur þýðingu N. Tm.
veturinn 1536—37, og vann að því
á palli í fjósinu. Var hann þar
vegna hlýinda og líklega jafn-
framt til þess að vera síður á vegi
biskups. Saga þessi er eftirtektar-
verð, því það er ósjaldan, sem út-
breiðendur Guðs ríkis hafa átt við
þessu lík kjör að búa. Til þess
hefir Oddur og fundið, því eftir
honum er haft, „að Jesús lausn-
arinn hefði verið lagður í einn
asnastall, en nú tæki hann til að
útleggja og í móðurmál að snúa
Framh. á bls. 17.