Vikan


Vikan - 16.05.1940, Blaðsíða 4

Vikan - 16.05.1940, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 20, 1940 EÉffliiiiinr n Mb jl SngisÉ Eftir Ásgeir Ásmundsson frá Haga Frá því segir i Landnámu, að Bárður, er nam Bárðardal, og bjó að Lundarbrekku hafi tekið sig upp þaðan og flutt búferlum suður yfir land, af því að hann hugði þar vera betri landkosti. Hann fór Vonarskarð, er síðar nefndist Bárðargata, og flutti að Gnúpum í Fljótshverfi. Var hann síðan nefndur Gnúpa-Bárður. Fyrir 70 árum fór annar bóndi í Bárðardal að dæmi Gnúpa- Bárðar og flutti búslóð sína suður yfir land, að Haga í Gnúp- verjahrepp. I»að var Ásmundur Benediktsson frá Stóruvöllum. Er æviágrip hans í Óðni XIV. árg. 4. tbl., ritað af séra Valdi- mar Briem á Stóranúpi. — Ásgeir Ásmundsson, sem hér segir frá ferðalögum yfir Sprengisand, var 7 ára gamall, þegar faðir hans flutti búferlum að Haga. Ásgeir er maður greindur og minnugur, og er enginn maður núlifandi jafnfróður og kunnugur öllu, sem viðkemur ferðalögum yfir Sprengisand og hann. - M. G. Mér hefir komið til hugar að reyna að skrifa niður eitthvað af endur- minningum mínum um ferðalög yfir Sprengisand. Hefi ég þá helzt í huga ferða- lög föður míns heitins, en hann fór fleiri ferðir yfir Sprengisand en nokkur annar maður, svo að mér sé kunnugt. Hann fór 19 ferðir, það er 38 sinnum báðar leiðir. Sumar af þessum ferðum hans þekkti ég sjálfur, en ferðir þær, sem hann fór fyrir mitt minni, rifjaði hann stundum upp, og ég hygg, að ég hafi fáu gleymt af þeim frásögnum. Faðir minn, Ásmundur Benediktsson, var fæddur á Stóru-Völlum í Bárðardal árið 1827. Ólst hann þar upp hjá foreldr- úm sínum, og tók við jörðinni af þeim, ásamt Jóni bróður sínum, árið 1852, og bjuggu þeir bræður þar báðir til 1870, en þá tók faðir minn sig upp og flutti búferl- um suður að Haga í Gnúpverjahrepp. Bjó hann þar í 19 ár, og var oft síðan kenndur við Haga. Ferðalög hans yfir Sprengisand hófust á árunum, sem fjárkláðinn mikli geisaði hér, fyrir og um 1860. Einu sinni fylgdi hann þá suður yfir Sand f járkláða- læknunum, sem voru að ferðast um land- ið að tilhlutun stjórnarinnar, og verður vikið betur að þeirri ferð síðar. Fundinn Tómasar-hagi og Nýidalur. Það mun hafa verið sumarið 1834, sem séra Tómas Sæmundsson fór norður Sprengisand og fann Tómasar-haga. Hann villtist nokuð af leið, og hitti dá- lítinn hagablett, og var þar um tíma; komst svo til byggða og sagði Bárðdæl- ingum frá þessum haga. Þeir leituðu svo að haganum við fyrstu hentugleika. Fóru þá lengra suður á sandinn en þeir höfðu farið áður, og fundu þeir blettinn, og er hann enn í dag nefndur Tómasar-hagi (Ég kom þar fyrir 50 árum, og var þar enginn hestahagi, aðeins kropp fyrir kindur).1 Nokkrum árum síðar fóru Bárðdælingar enn lengra suður á sandinn, og fundu þá dal norðan í Tungnafellsjökli, sem er að- skilinn frá Vatnajökli með Vonarskarði (Bárðargötu). Fyrir mynni dalsins er lág alda, sem skerst í sundur af gljúfragili, og kemur þar Fjórðungskvísl fram, sem svo rennur út í Þjórsá. Það má komast með kvíslinni inn í dalinn. Þegar komið var fyrst þangað, fundust rytjur af nokkrum kindum, sem orðið höfðu þar úti. Síðan hefir verið farið í dal þennan á hverju hausti, og hefir hann oftast verið nefndur 1 Haustið 1846 könnuðu Bárðdælingar þenn- an dal og kölluðu Nýjadal. Lýsir Sigurður Gunn- arsson dalnum í Norðanfara 1876: Ferðabók Þorv. Thoroddsen. Nýidalur. Þegar dalur þessi var fundinn, opnaðist leið að reka fé suður yfir sand- inn, því að ekki var hægt að reka það beinustu leið; það hefði tekið heilan sól- arhring eða meir, og féð orðið lémagna af hungri. Að vísu er krókur að koma í dal- inn, en með því móti má skipta sandinum í tvo áfanga. Þegar f járkláðinn geisaði. Árið 1856 byrjaði fjárkláðinn að geisa hér sunnanlands, og var þá skorið niður allt sauðfé í sumum sveitum. Norðurland varð að mestu laust við kláðann, og höfðu Sunnlendingar því mikinn hug á að ná þar í fé til að koma sér upp fjárstofni aftur. Sumir fóru norður í Skagafjarðar- og Eyjaf jarðarsýslur, en aðrir norður í Suður- Þingeyjarsýslu og fóru þeir Sprengisand. Haustið 1858 fóru 4 menn úr Hrunamanna- og Gnúpverjahreppum norður í Bárðardal til f járkaupa. 1 för með þeim var sjálfur sóknarpresturinn sér Skúli Gíslason á Stóranúpi. Hann var f jörmaður og gaman- samur, og sagði, þegar norður kom, að hann hefði skilið prestinn eftir fyrir sunn- an, og þyrfti engar serimoníur við sig að hafa. — Þeir fengu féð, þetta 8—10 kind- ur á bæ, og heppnaðist ferðin vel. Höfðu þeir þá áfangastað í Nýjadal og fylgdi faðir minn þeim þangað, en þá bjó hann á Stóru- völlum. Til baka fékk hann dimmviðri mik- ið. Hann hafði 2 hesta til reiðar. Var ann- ar reiðhestur ágætur og hét Hrappur. Er hann var nýlagður af stað gerði sótsvarta þoku, og er hann hafði ferðazt um hríð, stanzaði Hrappur og fékkst ekki úr spor- unum. Hefir hann þá hestaskipti, og slepp- ir Hrapp, og tekur hann þá til fótanna og fer í þveröfuga átt við það, sem faðir minn vildi. Hann lætur Hrapp samt ráða og ríð- ur á eftir honum; þannig halda þeir lengi áfram eftir sandinum. Loks koma þeir að kvísl, sem rennur í Skjálfandafljót, og þar þekkti faðir minn sig aftur, og komst hann til byggða um nóttina. Þetta var í eina skiptið, að faðir minn villtist á þessari leið. Haustið 1859 fóru 5 menn úr Holta- hreppi í Rangárvallasýslu norður í Þing- eyjarsýslu til f járkaupa. Þeir urðu síðbún- ir í þetta ferðalag, því að þeir þurftu fyrst að fá leyfi frá Norðlendingum fyrir fjár- kaupunum. Afréttarlönd Holtamanna liggja norður að Sprengisandi, og Bárð- dælinga og fleiri suður að honum, svo að alltaf gátu samgöngur á fé átt sér stað. Leyfi til fjárkaupanna var veitt með því skilyrði, að enginn samgangur ætti sér stað næstu þrjú árin, og helzt mátti ekki kaupa nema lömb. Svo er að sjá sem Holta- menn hafi fengið leyfið seint, þó er það gefið út af amtmanni Pétri Hafstein, 21. ágúst um sumarið, en þá var stirðara um samgöngur en nú á dögum. Holtamennirnir lögðu af stað norður hálfum mánuði fyrir vetur, og var djarft í ráðizt, yfir þennan fjallveg, enda gekk ferðin slysalega eins og síðar getur. Þeir voru 4 daga norður í Bárðardal, var þá tíð góð. Þeir keyptu svo fé í Ljósavatns- hreppi, Fnjóskadal, Reykjadal og Mývatns- sveit; mest fráfærulömb og eitthvað af ám, alls rúmar 300. Lögðu þeir svo af stað 1. vetrardag. Var tíð þá farin að spillast. Fengu þeir tvo menn til að fylgja sér suður á sand; ann- ar þeirra var Jón Ingjaldsson á Mýri í Bárðardal, og sagði hann mér sögu þessa, en nýlega hefi ég fengið nákvæmari frá- sögn af þessari ferð; er hana að finna í Norðra, 30. nóv. 1859. - Þegar þeir voru nýlagðir á sandinn gerði stórhríð með miklu frosti. Var þá ekki um annað að gera en hætta ferðalaginu. Með naumindum gátu þeir reist tjöld sín, en fé og hesta hrakti frá þeim út í hríðina. Þarna voru þeir veðurtepptir í marga daga. Komust loks niður í Bárðardal eftir hálfs mánaðar útivist með hestana og tæplega Framhald á bls. 11.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.