Vikan


Vikan - 16.05.1940, Blaðsíða 10

Vikan - 16.05.1940, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 20, 1940 Heimilið ■ Sunnudagsmatur. Tómat-súpa. Saman viS ca. y2 kg. af tómötum setjið þér tvo pela af vatni, sem 4 Maggie-teningar hafa verið leystir upp í, niðurbrytjaður smálaukur og ein teskeið af salti (smjörsalt). Sjóðist í 10 mínútur. Bætið við 2 matskeiðum af kartöflumjöli út- hrærðu í köldu vatni. Sjóðið áfram i 5 mínútur og hrærið i. Finnist yður súpan of þykk, þá bætið meiru af soði í, fisksoði eða kjötsoði, eða þá bara sjóðandi vatni. Siið i gegnum fínt sigti. Hitið á ný og iátið út í 3 matskeiðar af rjóma. Þetta er nóg handa 6. Steiktar fiskfillettur. Takið slægðan fiskinn og afhausaðan á þennan hátt: Látið sporðinn snúa yður til vinstri, með kviðopið að yður, skerið með vel beittum hníf bakuggana af, ristið síðan niður að gotrauf, sker- ið svo þvert yfir sporðinn og rífið roðið af, þunn- ildin munu fylgja með. (Þau og afskrap af bein- um getið þér notað í ,,plokkfisk“). Látið síðan hnífinn fylgja beinum út að hnakka beggja meg- in. Nú hafið þér fengið beinlausan fisk (fillettur), sem skerist í örþunnar sneiðar, ca. 1—iy2 cm., eftir því, hve fiskurinn er þéttur í sér. Blandið nú saman borðsalti og hvítum pipar á disk og stráið beggja megin á fisksneiðamar, veltið þeim upp úr hrærðu eggi, sem 1 teskeið af köldu vatni hefir verið hrærð með og dýfið þeim i vel mulda tvíbökumylsnu. Allt þetta má gera löngu áður en steikja á fiskinn. XJtbúið nú feiti, sem má vera eins og þegar þér steikið kleinur, — því heitari sem feitin er, því betra, — setjið fiskinn ofan í og hafið fiskspaða með götum á til að veiða upp úr pottinum. Suðan á fillettum er næg í 2—3 mínútur, þó fer það eftir þykkt þeirra. — Þetta er herramannsmatur! — Berist á borð með soðn- um kartöflum og bræddu smjöri eða salati. Beinlausir fuglar. Vel barðar nautakjötssneiðar með ásmurðu kjötfarsi, ásamt sneið af svínsfleski og kryddist þetta með salti og pipar og nellikum, ef vill. Sneiðarnar vindist og bindist með tvinna. Veltist í hveiti. Brúnið smjör með rifnum lauk, sem sé vel soðinn. Setjið svo hina beinlausu fugla á pönnuna, þar til þeir eru vel brúnaðir. Hellið síðan sjóðandi vatni — þó helzt soði — út á þá, þar til aðeins flýtur yfir, og sjóðið í 2 kl.st. — Sósuna getið þér búið til úr soðinu og bætt hana á venjulegan hátt. — 1 staðinn fyrir svínsflesk má nota sneiðar af gulrætum eða feitu hangi- kjöti. Rauðmaga-réttur. Rauðmagi sem hátíðamatur. Það vita margir, að rauðmagi er herramanns- matur, en venjulega er hann borðaður soðinn, og fáum hefir víst dottið í hug að nota hann á hátíð- um og tyllidögum. En ef húsmóðirin vill gera sér afar litið ómak, þá flytjum vér hér uppskrift á mat, sem mætti nota í hvaða konungsveizlu sem væri. Rauðmaga-filet „Moderne". 2 stórir rauðmagar eru hreinsaðir, beinin tekin úr og fiskurinn skorinn í flatar sneiðar. Bein og hveljur eru mulin og skorin í smátt með hníf, síðan soðin í y2 líter vatns með 10 heilum piparkomum, salti, sundurskornum lauk og nokkmm lárviðarblöðum. Þegar það sýður, er það fleytt, og látið sjóða enn í % tíma og svo síað. Helmingurinn af þessu soði er notaður í sósu, ásamt 30 gr. af smjöri og 30 gr. af hveiti. 1 hin- um helmingnum er fiskurinn soðinn í flötum potti, smurðum smjöri. Þegar suðan er komin upp, er hann látinn standa og ,,malla“, án þess að sjóða, í 15 mínútur. y2 kg. af nuðlum eða makkaroni er soðið og bætt í ofurlítilli tómatsósu, salti, rifnum osti og pipar. Til þess að fullbúa sósuna em hrærðar i hana 3 eggjarauður, soðið, sem fiskurinn var í, 50 gr. af köldu smjöri og nokkrir sítrónudropar. Borið fram þannig, að nuðlurnar eða makka- roniið er lagt i hrúgu á mitt fatið, en fiskstykk- in í kringum það. Sósunni hellt yfir. Húsráð. Allt grænmeti, nema spínat, á að sjóða í lok- lausum pottum. Reynið að koma því svo fyrir, að grænmetið sé borið á borð, beint úr suðunni, því að bragðgæðin hverfa, ef það stendur lengi. Strástóla er bezt að hreinsa úr volgu saltvatni. Burstið fyrst rykið vel úr öllum rifum, og látið- þá þorna úti i bem lofti eftir þvottinn. Ef þér þurfið að hengja út þvott í kuldum á vetuma, þá berið fyrst ,,coldcream“ á höndumar, svo að húðin springi ekki. Gúmmí-hælar og gúmmíábreiður hlífa fótum þeirra, sem þurfa að ganga eða standa mikið. — Mjóir og háir tréhælar eru alverstir fyrir fólk, sem notar fæturna mikið. Eldavélar og sótsvartir pottar virðast heyra hvort öðm til. En sótið næst auðveldlega af botni pottanna, ef borin er á þá grænsápa og skúrað á eftir með sandi. Að brydda með silkiböndum er hægt verk, ef strauað er brot eftir miðju bandinu endilöngu. Þá er hægt að festa bryddinguna á með einum saum. Það er líka til hægðarauka, ef spretta á því upp aftur. Notið ekki sóda á alumíníum. Pimpsteinsduft í rakri dulu er ágætt. Ef kakan festist, af einhverri ástæðu, er ágætt að setja formið í heitt vatn í eina eða tvær mínút- ur. Hún losnar þá að vörmu spori. Glertappar í flöskum festast ekki, ef þeir eru smurðir í glycerini. Gott ráð, þegar verið er að baka eða sjóða, og húsmóðirin hefir störfum að gegna annars staðar í húsinu, er það, að setja vekjaraklukkuna á þá stund, þegar lita þarf eftir matnum eða kökun- um. Þetta mun spara margar brenndar kökur og eyðilagða rétti. Garðurinn. Nú er kominn tími til fyrir þá, sem eiga garða, að setja niður i þá. Er hann ekki fallegur garð- urinn á myndinni. Tveir vorhattar. Hatturinn til vinstri er úr hvítu sijkiefni með rauðum doppum (í sama lit og frakkinn). Hálsklúturinn er úr sama efni og hatturinn. Hatturinn til hægri er líka úr hvítu silkiefni, en netið á honum er blátt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.