Vikan


Vikan - 16.05.1940, Blaðsíða 3

Vikan - 16.05.1940, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 20, 1940 3 SKÓLASÝNING Kennslan í barnaskólunum hefir tekið allmiklum breytingum á undanförn- um árum. Áður fyrr var kennslu- fyrirkomulagið í höfuðatriðum þannig, að aðaláherzla var lögð á að börnin lærðu utan að heima tiltekinn kafla í námsbók- unum, sem þau áttu svo að gera munnlega grein fyrir í skólanum. Það gerðist á þann hátt, að kennarinn tók upp eitt og eitt bam og yfirheyrði það, en hin sátu og hlýddu á. Þannig gat kennarinn aðeins yfirheyrt fá böm í tíma. Hin urðu að sitja aðgerðarlaus. En eins og fullorðiíum veit- ist erfitt að hlýða á talað mál langan tíma í einu, ekki sízt þar sem áhuginn er mis- jafn, má nærri geta, að börnin hafa ekki alltaf fylgzt með öllu því, er fram fór. Vegna þessa vom sjálfstæð vinnubrögð bamanna fremur sjaldgæf, og að vetrar- náminu loknu lá því ekki fyrir sýnileg vinna eftir börnin í almennum námsgrein- um, og af þeim ástæðum fátt til að sýna. Þá var og lítið um handavinnu og teikn- Prá handavinnu 10—13 ára telpna. Þær sauma og- prjóna flíkur, sauma út dúka, púða o. fl. Sýnishom af útskurðarvinnu 10—13 ára drengja. Þeir skera út hillur, pappírshnifa, lampa, vegg- .skildi o. fl. ingu. Um 1930 hefjast fyrir alvöru sýningar í barnaskólum og stafar það af því,. að kennslan hefir breytzt á þann veg, að námið hefir færzt, ef svo mætti segja, inn í skóla- stofuna. I staðinn fyrir að sitja aðgerðarlaus í tíma og hlusta á yfirheyrzlur, vinna börnin við að afla sér upplýsinga um námsefnið frá þeim heimildum, er kennarinn og þau sjálf hafa safnað, og festa þær síðan á pappírinn í formi mynda, línurita og ritgerða. Einnig er teikning og handavinna færð inn á svið námsgreinanna. Börnin teikna myndir úr námsefninu, hnoða dýr, hús og aðra muni úr leir, búa til upphleypt landkort úr pappírsgraut og smíða ýmsa hluti úr járni og tré, t. d. eðlisfræðiáhöld o. fl. Flest börn hafa yndi og ánægju af þessum vinnu- brögðum. Þau venjast á hreinlegan og smekklegan frágang, hugkvæmni og hag- sýni. En mest er þó um vert, að þau læra vinnutækni og þau þekkingaratriði, er börnin tileinka sér á þennan hátt, hljóta að verða þeim minnisstæð, þar sem þetta er numið með starfi, sem þeim er ljúft að vinna. Framfarir í handavinnukennslu hafa verið stórstígar. Auk þess sem þegar er getið, smíða drengirnir ýmsa nytsama hluti og skera út, og stúlkurnar læra marg- háttaðan saumaskap. Hér í Reykjavík er handavinna telpna sniðin í fast form, þannig, að á aldrinum frá 10—14 ára læra þær undirstöðuatriðin í þeim hannyrðum, sem nauðsynlegar eru til heimilisþarfa. Síðastliðið ár var, auk hinna venjulegu sýninga einstakra barnaskóla, landssýning á skólavinnu barna. Hún var hin veglegasta og lærdómsrík. Mátti af henni glögglega sjá þær miklu framfarir, er orðið hafa í skólamálum vorum. Með stríðinu hafa skapazt miklir örðug- leikar á öllum sviðum, og þá einnig í skóla- starfinu. Efnisskortur er þó tilfinnanleg- astur. Því munu ekki hafa verið sýningar í skólunum hér í vor. Þar er þó undantekn- ing með Laugarnessskólann. Hann er ekki mjög stór og var því pappírsskortur þar ekki hlutfallslega eins tilfinnanlegur, enda ef til vill meiri birgðir fyrirliggjandi í haust en annars staðar. Sýningin var hald- in sunnudaginn 5. maí og kom f jöldi manns til þess að skoða hana. Hún var f jölbreytt og skemmtileg, en bar að vísu nokkur merki örðugleika yfirstandandi tíma. Er undravert að sjá, hve miklum og góðum árangri kennararnir hafa náð í starfi sínu, enda leggja þeir feikilega vinnu í að undir- búa það og að leiðbeina nemendunum, sem margir hverjir sýndu þarna aðdáanleg vinnubrögð. Veggkortin eru unnin á hvítan pappír. Bömin hafa gert þau sjálf í sambandi við námsefnið. Fyrir miðju er likan af skólanum og upphleypt kort af umhverfi skólans. Til vinstri munir úr leir, gerðir af 9 ára drengjum. Á borðinu er drengjavinna úr leir og fyrir ofan sýnishorn af teikningum 7—12 ára barna. Til vinstri eru kort, unnin af börnunum í sambandi við kennsluna. Sýnishorn af eðlisfræðivinnu 13 ára drengja, sem unnin er í sambandi við eðlisfræðikennslu. Þar sjást hreyflar, dyrabjöllur, vogir, ritsímar, þenslu- mælar o. fl. Efst eru teikningar 12—14 ára barna. Fyrir neð- an uppfestar vinnubækur. Til hægri bækur 8 ára barna, en fyrir miðju bók um Asíu eftir 11 ára dreng. Til vinstri Evrópukort barnanna, unnið af þeim sjálfum. 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.