Vikan


Vikan - 16.05.1940, Blaðsíða 7

Vikan - 16.05.1940, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 20, 1940 7 uppmálað, en ímyndaði sér, að hann væri mesti þorpari. Þessi maður varð kennari Jacks. Eftir kvöldverð hittust þeir, upp- stroknir, í sælgætisbúð, þar sem þeir keyptu sér vindlinga og sælgæti. Þeir þekktu engar stúlkur, sem þeir gátu heim- sótt, og ekki gátu þeir farið á opinber böll, því að þeir áttu enga peninga til þess. Það eina, sem þeir gátu gert, var að ganga fram og aftur um göturnar. Louis sýndi honum, hvernig hann ætti að bera sig að, þegar hann mætti ungri, laglegri stúlku. Fyrst átti að senda henni ákveðið augna- ráð, brosa dálítið og lyfta húfunni, því næst að gefa sig á tal við hana. En Jack komst aldrei svo langt, — hann missti ævinlega kjarkinn, þegar á átti að herða. Smám saman eignaðist hann samt nokkrar vinkonur, en hann gat aldrei boðið þeim neitt. Bezt leist honum á írskar stúlk- ur. I vasabókina sína hafði hann skrifað heimilisföng verksmiðjustúlknanna Nellie, Dollie og Katie. En samt sem áður leizt honum lang bezt á Lezzie Connellon, sem vann í þvottahúsi í Oakland. Hún var lag- leg og kát. Hún gaf Jack gullhringinn sinn. En Jack varð fyrst verulega ástfanginn af stúlku, sem Haydee hét. Þau sátu hvort við hliðina á öðru á Hjálpræðisherssam- komu. Hún var sextán ára gömul, grann- leit, brún augu og brúnt hár. Jack varð ástfanginn af henni í fyrsta skipti sem hann sá hana. Hann vissi vel, að þetta var ekki sú sterkasta ást, sem til er, en hann var hvergi hræddur að halda því fram, að hún væri sætust. Hann, sem var verstur allra ræningja og drykkjurúta, og gat stjórnað skipi í ofsaroki, vissi ekki, hvernig hann átti að haga sér gagnvart þessari stúlku, sem var jafn óreynd og hann var reyndur og vitur. Þau hittust aðeins tíu sinnum og kysstust í mesta sakleysi. Hann þóttist viss um, að hún elskaði sig. Að minnsta kosti elskaði hann hana, og minningin um Haydee var honum alltaf ljúf. Flóra hafði ekki gleymt því, að faðir Jacks var rithöfundur, og kvöld eitt sýndi hún Jack eitt eintak af blaðinu „San Fran- cisco“ og hvatti hann til að taka þátt í samkeppni um beztu ritgerðina. Jack ákvað að lýsa ævintýri, sem hann hafði lent í á „Sophie Sutherland“ og settist nið- ur við eldhúsborðið. Hann fékk fyrstu verðlaun — 25 dollara. Önnur og þriðju verðlaun fengu stúdentar frá California- og Stanford-háskólunum. I „San Francisco Call“ stóð með ritgerð- inni: „Það undraverðasta er, hvað hinn ungi listamaður hefir mikla hæfileika til að skilja atburðina og lýsa þeim.“ Spá- mannleg orð! Jack settist aftur niður til að skrifa nýja sjómannasögu. En „San Francisco Call“ tók ekki skemmtisögur, og ritstjórinn sendi handritið til baka. Hefði Jack haldið áfram að sjá fyrir fjölskyldunni, eins og hann gerði, þegar hann var 14 ára, hefði hún komizt ágæt- lega af, en nú fékk hann Flóru peningana, og hún trassaði að borga húsaleiguna, svo að fjölskyldan varð að flytja. Jack komst að þeirri niðurstöðu, að hann gæti ekkert gert á meðan hann væri ekki faglærður. Þess vegna ákvað hann að læra einhverja handiðn. Það leit út fyrir, að raffræðingar ætluðu að hafa nóg að gera og þar af leiðandi sneri hann sér til Á meðal amerískra flækinga eru alls konar menn. Jack London lærði mikið af þeim. rafmagnsverkfræðings eins, sem vann við sporvagnana, og sagðist ekki vera hræddur, þó að vinnan væri erfið. Verkstjórinn setti hann í kolakjallara, þar sem hann varð að moka kolum þrettán tíma á dag fyrir dag- og næturlestirnar. Fyrir þetta fékk hann 30 dollara í laun á mánuði. Launin voru enn minni en þau, sem hann hafði í niður- suðuverksmiðjunni, þegar hann var fjórtán ára gamall. Vitið þér það? 1. Hvar fæddist Jón Sigurðsson og hvenær? 2. Hvert er minnst af Eystrasalts- löndunum þremur: Estland, Lett- land eða Lithauen? 3. Hver var síðasti konungur Spán- verja? 4. Hvar var fyrsta prentverk á ís- landi ? 5. Hvað hét norski landkönnuður- inn, sem í ófriðnum 1914—18 vann mest fyrir stríðsfanga og flóttamenn ? 6. Hver orti Númarímur? 7. Hvenær fóru Ameríkumenn í heimsstyr jöldina ? 8. Hver samdi skáldsöguna „Mann og konu“? 9. Hvað var Grikkland kallað í fornöld ? 10. I hvaða landi er Faruk kon- ungur? Sjá svör á bls. 12. Nú var hann aftur orðinn vinnuþræll. Þegar hann kom heim á kvöldin var hann svo þreyttur, að hann hafði ekki matar- lyst og varla rænu á að þvo sér, áður en hann valt útaf. Hann hafði engan tíma til neins, sem hann langaði til, því að hann átti aldrei frí. Honum leiddist og hann hríð- horaðist. Einn kyndarinn vorkenndi hon- um og sagði, að áður hefðu kolamokaram- ir verið tveir og hvor haft f jörutíu dollara í laun á mánuði, en þegar Jack hefði boðizt til að gera hvað, sem fyrir var, hefði verk- stjórinn rekið kolamokarana tvo og látið hann gegna starfi þeirra. Nokkrum dögum síðar sýndi þessi sami kolamokari Jack grein í einhverju blaði, þar sem skýrt var frá því, að annar af hinum áður nefndu kolamokurum, sem átti konu og þrjú böm, hefði framið sjálfs- morð, vegna þess að hann fékk enga vinnu. Jack henti kolaskóflunni frá sér í reiði- kasti. Maður þarf þá annað hvort að vera þræll eða flækingur. Annað virtist ekki vera til. 1 apríl árið 1894 komst hann að þessari niðurstöðu. I Massillon í Ohio var maður nokkur, Coecy að nafni, að skipuleggja flokk atvinnuleysingja, sem átti að fara í bónorðsferð til þingsins í Washington. Maður einn, Kelly að nafni, fékk því kom- ið til leiðar, að atvinnuleysingjarnir fengu fría járnbrautarferð til Washington. Jack lét þetta tækifæri ekki úr greipum sínum ganga, þó að Flóm og John London veitti ekkert af hjálp hans. Það hafði aldrei verið tekið tillit til hans í einu eða neinu. 6. apríl átti hópurinn að leggja af stað. Þegar Jack og félagi hans, Frank Davis, komu á brautarstöðina, voru allir farnir. Jack hrópaði: „Komdu Frank. Ég veit, hvernig við förum að ná þeim.“ Já, Jack vissi það áreiðanlega. Þremur árum áður hafði hann verið á sundi hjá Sacramento og gefið sig á tal við nokkra stráka, sem lágu í sólbaði í sandinum. Það vom flækingar. Þeir töluðu einkennilegt mál og sögðu stórkostlegar sögur. Jack varð svo hrifinn af þessu, að hann gekk í félag við þá. Þeir kölluðu hann „sjóarastrákinn". Flokksforinginn, Bob, tók að sér að kenna honum, og Jack var námfús. Þeir kenndu honum að ræna drukkna menn og fleira og fleira. Einu sinni sat hann þrjá daga í fangelsi. Eftir nokkrar vikur var hann orðinn þreyttur á þessu lífi og hvarf aftur til Oakland. Nú var hann aftur orðinn flæk- ingur eftir þrjú ár. Framhald í næsta blaði. Appelsínan. Appelsínan hefir ekki alltaf verið að stærð og lögun eins og hún er nú. Einu sinni var hún perumynduð og ekki stærri en kirsuber. Náttúrufræðingar segja, að þroskun hennar sé árangur um tólf hundr- uð ára ræktunar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.