Vikan


Vikan - 16.05.1940, Blaðsíða 15

Vikan - 16.05.1940, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 20, 1940 15 Þegar dýr Það er sérstök list að troða út dýr. Hinir duglegu ,,Taxidermisters“ eins og þeir, sem við þetta fást eru stundum nefndir á fínu, erlendu máli, eru komnir lítið lengra á veg en þeir, sem við þetta fengust á 16. öldmni. Nýtízku „Taxidermisters“ verða að vita nákvæmlega, hvernig dýrin litu út í lif- anda lífi, svo að dýrið líti út, þegar það hefir verið troðið, eins og lifandi dýr. Þeg- ar þeir eiga að troða stór og sjaldgæf dýr, t. d. tígrisdýr, búa þeir til fyrirmynd, „Mannequin“, sem er nauðalík dýrinu. eru trodin Sérstaklega verður að gæta þess að fá rétta lögun á vöðvana og æðarnar. Skinn- ið, sem er þynnt og gert eins mjúkt og hægt er, er síðan dregið yfir „Mannequin" og saumað á hana með ósýnilegum sporum. Venjulega eru aðeins spendýr og fuglar troðin út. Efnið er stálvm, spænir og gips, sem vöðvarnir eru úr. Yfir þetta er skinnið síðan dregið. Dýrasöfnin eiga fyrir utan troðnu dýrin, sem eru til sýnis, fugla og spendýr, en vængirnir á fuglunum eru þá látnir liggja saman, teygt úr fótunum og líkaminn er úr spænum. sagi Þctta tigrisdýr er auð- vitað ekki lifandi, en það er ómögulegt að neita því, að það er ákaflega eðlilegt útlits. Hér sjást höfuð af flestum dýrum. Áhrifamestur er indverski fílshausinn. Skyldu menn ekki halda, að þessir litlu, fallegu hundar vœru lifandi ? Nefið er spegill sálarinnar. Vísindamaður einn heldur því fram, að hægt sé að sjá lyndiseinkunn manna á nefi þeirra. Stórt nef ber, að hans dómi, vott um margbrotið eðlis.far, en litlu nefi fylgir lítil- f jörlegt sálarlíf. Kónganefið hefir í för með sér stöðuga lund og metorðagjarna. Söðul- nef hafa háðskir menn og hneigðir til létt- úðar. Breitt nef er merki um bráðlyndi, „kartöflunefiðf‘ sýnir einfeldni, og mjótt og beint nef eigingirni. Bindindisprédikun. Eina af fyrstu bindindisræðunum, sem haldin hefir verið í heiminum er meir en 6000 ára gömul. Hana hélt egyptski vís- indamaðurinn Kakimmi, er var uppi á tím- um þriðju konungsættarinnar. Þar stendur meðal annars: „Forðist ofdrykkju, því að lítið eitt af vatni er nægilegt til þess að slökkva þorstann og munnfylli af melónu er ágæt til að hressa hjartað. Sitjið ekki undir borðum með neinum, sem étur svo mikið, að hann verði að lengja í mittisól- inni. Það er viðurstyggilegt að sjá menn missa liæfileikann til að hugsa og hafa vald á tungu sinni. Hann er sannarlega móður sinni til skammar og allri ætt sinni og allir óska þess, að hann muni sem fyrst fara leiðar sinnar.“ Vitrasta dýrið. Því er haldið fram, að apinn sé vitrast- ur allra dýra. Næstur honum er hundur- inn, en fíllinn þriðji í röðinni. Það er sagt, að hundurinn eigi skýrleik sinn því að þakka, að hann lifi í sVo nánu sambandi við manninn, annars myndi fíllinn vera honum fremri. Apinn og fíllinn eru sem sé fæddir vitrir, en hundurinn hefir aftur á móti áunnið sér þennan eiginleika með iðni og ástundun. Fómir styrjaldanna. Talið er, að frá því 1480 f. Kr. til 1870 e. Kr. hafi 151 milljónir hermanna misst lífið í styrjöldum. Það er að meðaltali 50,000 manns á ári. Tímabil þetta tekur yfir 3360 ár; af þeim voru 3120 stríðsár, og því aðe'ns 230 friðarár. — Ófagrar töl- ur og þó ekki síðustu styrjaldir meðtaldar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.